Organistablaðið - 01.01.1986, Blaðsíða 20

Organistablaðið - 01.01.1986, Blaðsíða 20
Pckking eða blekking Sú árátta hefir löngum ríkt á okkar blessaða landí að rugla saman efnislegu og persónulegu mati. Sé, að vandlega athuguðu máli, fundið að verki eins manns, þá skal það endilega stafa af persónulegum kala í garð viðkomandi. Þessi þjóðarlöstur á vafalaust sumpart rót að rekja til fólksfæðar og sífellds návígis innbyggjara lands, Því er blátt áfram og fyrirfram slegið föstu, að umsögn hljóti að vera „súbjektíf" (þröng-persónu- legt viðhorf) en geti ekki verið „objektíf" (óhlutdræg, strang-efnisleg umfjöllun). Gildandi dæmi um þennan hugsunarhátt er því miður innlegg Ingimars Sigurðssonar í Organistablaðinu (2. tbl. 17. árg.). Hann segist raunar ekki vera fær um að ræða það, sem máli skiptir (handbragð á sálmalaga-útsetn- ingu), og er því svar mitt að þessu leyti orðið tilefnislaust. Eiginlegur, málefnislegur grundvöllur er þar með brott numinn. Eftir standa þá ómálefnislegar getsakir, sprottnar af umhyggju fyrir orðstír Páls (sólfssonar. Maðurinn skyggir á málefnið. Málefnið sjálft er mér þó meira virði en maðurinn, þótt hver og einn eigi að njóta sinna verðleika, bæði lífs og liðinn; en yfirdrifið dálæti á einum einstaklingi getur orðið að persónudýrkun, sem hvorki er holl fyrir þolanda hennar né geranda. Sem gamlan kennara minn mat ég jafnan mikils Pál ísólfsson. Við mjög gott samkomulag störfuðum við saman í félagssamtökum og í opinberum nefndum. Auðnaðist okkur fyrir góða samvinnu að koma þar ýmsum umbótamálum á réttan rekspöl. Hinsvegar var ég honum ekki ávallt sammála um þá „músík-pólitík", sem hann vildi reka. Ræddum við það okkar á millum og skiptumst á skoðunum í fullri hreinskilni. Þesskonar ágreiningur varð okkur þó aldrei að samskiptalegu fótakefli. Báðir töldum við okkur vinna fyrir góðan og sameiginlegan málstað, hvor á sínu sviði, hvor á sinn hátt; og það var virt en aldrei misvirt. Þessvegna vísa ég á bug sem rakalausum hugarburði Ingimars, að ég hafi lengstum viljað „gera sem minnst úr tónsmíðum dr. Páls og öllu hans tónlistarstarfi", enda getur hann hvergi fundið stað þessum ummælum sínum, þótt ég hafi gert nokkrar athugasemdir við tvö smálög í Organista- blaðinu, fundið dálitla smíðagalla, sem raunar aðrir höfðu fyrir löngu líka komið auga á og orðfært við mig, bæði prestar og organistar, en aldrei látið á þrykk út ganga. Ekki verður þó allur skógurinn dæmdur eftir tveim smáhríslum. Dylgjur lögfræðingsins um, að ég láti „óvild stýra penna“, minna mig óþyrmilega á orð þess eina forseta Bandaríkjanna, sem voru tengsl við Evrópu meira en bara formleg skylda og blákaldur útreikningur, J.F. 20 ORGANISTABLAÐIÐ

x

Organistablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Organistablaðið
https://timarit.is/publication/787

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.