Organistablaðið - 01.01.1986, Blaðsíða 2

Organistablaðið - 01.01.1986, Blaðsíða 2
Islenskt pípuorgel Af hverju fór maðurinn allt í einu að smíða orgel? Er þetta ekki einhver meiriháttar bjartsýni? Eða bara svona heldur óvenjulegt tómstundagaman af því að honum leiðist að safna frimerkjum? Hyggst hann kannski hefja stöðuga framleiðslu? Ketill Sigurjónsson sem er til heimilis að Forsæti við Þjórsá sem er nánar tiltekið í Villingaholtshreppi svarar þessum og fleiri spurningum. Vonandi deila lesendur Organistablaðsins þessari fróðleiks- fýsn með ritnefnd en þeim er hins vegar ráðlagt að trufla ekki orgelsmiðinn næstu mánuðina því annars seinkar verki hans alltof mikið! Ef vel gengur verður hljóðfærið fullsmíðað um næstu áramót. Orgelið verðurtíu raddafullbúið. Á I. hljómborði sem er „swellverk" verða fjórar raddir (8‘, 4‘ Quint og tungurödd). Annað hljómborð er aðalverk og hefur einnig fjórar raddir (8‘, 4‘, 2‘ og mixtúru). I pedal verða svo tvær raddir (16‘ og 8‘). Hljóðfærið verður að sjálfsögðu almekanískt á hefðbundinn hátt nema hvað annað hljómborð hefur svokallað upphengda mekaník. - Þetta á sér nú allt heldur langan aðdraganda, segir Ketill og strýkur skeggið. Hann gefur sér líka nægan tíma. - Ég er nú alinn upp við mikla spilamennsku hér á heimilinu. Pabbi spilaði mikið á harmoníum, sem eru til hér næstum í hverju horni og elsti bróðir minn er að hálfu leyti atvinnuorganisti, segir Ketill og á þar við Ólaf sem skellti orgelinu úr Landakirkju heim í bílskúr og æfir sig þar. Hann spilar annars við kirkjurnar þarna í sveitinni. - Áhugi minn á hljóðfærum vaknaði snemma og ég var ekki gamall þegar ég reyndi fyrst, svona 6 eða 7 ára og það voru eftirlíkingar af gítar enda er ég nú af rokkkynslóðinni. Þessar tilraunir gengu nú hins vegar ekkert vel og spilamennskan var kannski heldur ekki til fyrirmyndar. En lítið annað var nú gert í frístundum. Nú ég fór í húsasmíðanám, var í iðnskóla eftir að ég hafði verið í menntaskóla og háskóla þar sem ég lagði stund á sálfræði, bókmenntir og heimspeki. Mér fannst ágætt að hafa smíðarnar svona í bakhöndinni og þegar ég fletti gömlum glósum frá háskólaárunum rekst ég stundum á uppdrætti af orgelum, svona innan um útleggingar og vangaveltur um sálina. Þannig má segja að ég hafi fljótlega haft hugann við orgelin og árið 1979 hóf ég fyrstu tilraunirnar til að komast í orgelsmíðanám til útlanda. Ég komst fljótlega að því að orgelsmiðir höfðu flestir langa biðlista og gekk lítið í þessum málum. Ég reyndi að kynna mér allar aðstæður sjálfur og fór m.a. til Austurríkis og Þýskalands en hafði líka lítið upp úr því. 2 ORGANISTABLAÐIÐ

x

Organistablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Organistablaðið
https://timarit.is/publication/787

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.