Organistablaðið - 01.01.1986, Blaðsíða 6
En síðan kom að því að þessi tími minn var úti og ég sneri heim á ieið
og hef starfað við ýmsar smíðar meðfram orgelsmíðinni.
Hvenær byrjaðirðu á verkinu?
- Ég byrjaði svolítið að teikna úti og reyndi að safna saman hvers kyns
fróðleik og byrjaði svo á verkinu sjálfu í ársbyrjun 1983.
Tókstu með þér efni til smíðarinnar að utan?
- Nei, ég fór bara í BYKO eftir timbri. Það hefur háð mér að hafa ekki
nógu gott efni, það er ekki svo mikið úrvalið hér á landi. Timbrið er maghony
frá Suður Ameríku, oregon fura og oregon pine og síðan hef ég pantað eitt
og annað til smíðinnar frá Þýskalandi. Málmpípurnar eru til dæmis
smíðaðar þar. Þær koma hrásmíðaðar og fullgeri ég þær sjálfur. Allar
trépípur smíða ég sjálfur, er hluti þeirra smíðaður úr fallegum við sem ég
fékk úr gluggum í gömlu húsi á Eyrarbakka.
Ketill hefur ekki farið stystu leið í smíði sinni, enda vill hann vanda verkið
og hugsar mikið um allan frágang og útlit líka. Hljómborðið smíðar hann til
dæmis þannig að hann velur borð í ákveðnum breiddum og sagar síðan út
fyrir hverri nótu. Þurfti hann að velja sérstakan við í það, þurran og góðan
svo ekki væri hætta á að hann verptist. Hann notast við venjuleg
smíðaverkfæri svo langt sem þau ná en sérhæfð verkfæri hefur hann keypt
og jafnvel smíðað. Þannig útbjó hann gamla saumavél til að saga út
hljómborðiö. En hvaða vinna og fjármunir liggja að baki verkinu?
- Ég á nú erfitt með að svara því. Það sem ég hef keypt að utan hef ég
að mestu fengið tollfrítt og ég hef ekki haft neitt bókhald á vinnustundunum.
Ég vinn við það nokkrar stundir á dag en það hefur verið aðalverkefnið
síðustu tvö árin. Það hafa komið stutt tímabil sem ég hef gripið í aðrar
smíðar. Hins vegar vil ég geta þess að ég hef fengið fyrirgreiðslu, bæði lán
og styrk frá Iðnþróunarsjóði Suöurlands.
Verður orgelið síðan selt?
- Því get ég ekki svarað ennþá. Ef ég verð ánægður með það og ef það
finnst síðan ánægður kaupandi þá er ég til viðræðu. Það er vandasamt að
smíða lítið hljóðfæri, þá verður erfiðara að velja raddir og þar sem þetta er
smíðað sem kirkjuorgel eru því settar ákveðnar skorður, því menn spila
ekki hvaða tónlist sem er á kirkjuorgel. Við skulum ekki gleyma í hvaða
tilgangi kirkjuorgel eru smíðuð og það mætti kannski setja á þetta hljóðfæri
eins og oft er gert á stórum og miklum hljóðfærum, Soli Deo Gloria til að
minna okkur á þennan tilgang. En það verður að koma í Ijós hvar það lendir,
þetta er fyrsta hljóðfæriö sem ég set saman og það er ekki hægt að segja
endanlega til um árangur fyrr en verkinu lýkur.
Hvenær má búast við að það verði?
- Ég býst nú við að það verði langt komið um næstu áramót. Ég á núna
eftir að smíða pedalraddirnar, og er búinn með hljómboröin og orgelhúsið.
Viðtal og myndir: Jóhannes Tómasson.
6 ORGANISTABLAÐIÐ