Organistablaðið - 01.01.1986, Blaðsíða 22
Ekki hiröi ég um aö tína til fleira úr grein I.S., eins og um ástsældir
íslenzkra tónhöfunda (Kaldalóns hefir þar lengi veriö stafnbúi), né heldur
um aö þegja í hel menn og málefni (mörg íslenzk tónverk hafa mátt sæta
þeim afarkostum um áratuga skeiö, og margir afburöa músíkantar hafa
veriö flæmdir af landi brott), né heldur um söguritun og Beethoven (enginn
vísindalega menntaöur maður lætur leiðast af „súbjektífri“ skoðun sinni,
aöeins af staðreyndum verks), né heldur um þjóöleg tónskáld (hár er þó
sess þjóðlegrar stefnu í músík-sögu Evrópu: Chopin, Glinka, Smetana,
Grieg, Dvorák, de Falla, Bartók).
Hitt er meira um vert, þótt sitt sýnist jafnan hverjum, aö efna til umræöu
um tónmenntaleg efni, séu menn „í stakk búnir“ til þess aö ræða vandamál
af hlutþekkingu. Öll umræöa á aö miöa til góös. Hún kemur hreyfingu á
hlutina. Verst er kyrrstaðan, þögnin, afskiptaleysið, tómlætiö, sem hæglega
getur oröiö aö einsýni og þröngsýni. Upp af rökræöu sprettur oft niðurstaða,
jafnvel vel grundvallaöur dómur, málefni til góðs, öllum hugsandi mönnum
til gagns og uppbyggingar, eflandi víðsýni umburðarlyndis og þekkingar.
Öll slík umræöa er sérhverju málgagni nauðsynleg. Frá þeim sjónarhóli séð
var ofannefnd grein nýtilegt tilefni til andsvara.
Dr. Hallgrímur Helgason
Nýr orgelsmiður
Til landsins er kominn nýr orgelsmiður frá námi í Þýskalandi. Hann heitir
Björgvin Tómasson til heimilis að Dalatanga 27, 270 Varmá, sími 666730.
Búöur Organistablaðiö hann velkominn til starfa, en hann mun starfa aö org-
el- og harmonium viðgeröum.
Organistaferð til Norður-Póllands
F.Í.O. hefur boöist að gerast þátttakendur í vikuferö um Norður-Pólland
sumarið 1987. í feröinni veröur víöa komiö viö, orgel af ólíkum geröum skoö-
uð og heyrt leikið á þau. Farið verður m.a. gegnum Pommern — Danzig og
Austur-Prússland. Feröin hefst í Hannoverog endarþarog mun vikan kosta
780 DM. Um kostnað frá íslandi er ekki vitað en félagiö mun leita eftir hóp-
afslætti þegar nær dregur. Þeir sem áhuga hafa á þátttöku eru beðnir aö
hafa samband hið allra fyrsta við ritara félagsins Kjartan Sigurjónsson, Kárs-
nesbraut 79, 200 Kópavogi sími 45968. Fararstjóri mun veröa Guðmundur
Gilsson. Feröin er ákveðin 29. ágúst til 5. september 1987.
22 ORGANISTABLAÐIÐ