Organistablaðið - 01.01.1986, Blaðsíða 18

Organistablaðið - 01.01.1986, Blaðsíða 18
ekki aö læra fleiri lög en bráðnauðsynlegt var. Sama lagið átti því að notast við marga sálma. Þessi stefna er ákaflega óæskileg, gerir sönginn allt of einhæfan, og á alls ekki við nú átímum. í gamla daga gatfólk e.t.v. ekki lært mörg lög, kunni ekki að lesa nótur o.s.frv. Það er engin afsökun núna. Hver sálmur skal hafa sitt sérstaka lag. Þeirri stefnu vex nú æ fylgi að hver sálmur skuli hafa sitt sérstaka lag. Þannigerþað í mörgumtilvikum hjáokkkureinnig. Þaðdyttit.d. engum í hug að syngja lagið Heims um ból viö einhvern annan texta, eða Víst ertu Jesú, kóngur klár. Þannig ætti það að vera með öll lög, og þetta hefur verið gert að miklu leyti í nágrannakirkjum okkar. Þó er reglan ekki algild sem eðlilegt er. Svona nokkuð hlýtur að koma smám saman og taka tíma. Ég vil einnig mælast til þess við organista að þeir noti í auknum mæli önn- ur hljóðfæri í kirkjunum en orgel. Það gefur tónlistinni meiri dýpt og meiri lit, og getur undirstrikað á áhrifamikinn hátt þann boðskap sem verið er að flytja. Söngur og tónlist eru sennilega áhrifamestu tækin sem kirkjan getur notað til að koma boðskap sínum á framfæri. Söngur sameinar, allir eiga að geta tekið þar þátt í, lofað Guð, þakkað og beðið. Eins njóta flestir að hlusta á góða tónlist. í tónlist er hægt að koma boðskap á framfæri á áhrifaríkan hátt. Tónlist getur komið til skila því sem orð geta ekki. Sem betur fer hugsa organistar töluvert um hvers konar tónlist flutt er í hin- um ólíku athöfnum og messum kirkjuársins. Hins vegar má gæta meiri fjöl- breytni í flutningi tónlistarinnar. Hér er ekki hægt að gefa neina reglu. Þetta verða menn að finna og ákveða á hverjum stað og hverjum tíma. Viss fjöl- breytni er ávallt æskileg. Ef söngurinn og tónlistin er alltaf eins, virkar það svæfandi og athyglin sljóvgast. Tilbreytnin þarf ekki að vera mikil. Eitt lítið atriði getur verið það eina rétta í einni guðsþjónustunni og eitthvað stærra og meira hentar svo aftur næst. Fleiri leggi hönd á plóginn. Geysimikið verk er óunnið á sviði kirkjutónlistar á íslandi. Ég, sem formað- ur sálmabókarnefndar vil með þessu greinarkorni hvetja organista og kór- stjóra við kirkjur landsins að leggja þessu máli lið. Hér geta allir lagt eitthvað til málanna, hvort sem menn eru ungir eða gamlir, lítið menntaðir eða sprenglærðir. Við getum allir litið í eigin barm og séð hvað við getum gert til að bæta kirkjutónlistina, bæta sálmalögin sem sungin eru, finna ný þegar það á við, nota hin gömlu góðu þegar það hentar, og jafnvel flytja þau stund- um á nýjan máta. Mikilvægt er að gera sér grein fyrir af hverju við erum að gera þetta eða hitt. Hvers konar tónlist skal einkenna þessa guðsþjónustu eða kvöldvöku o.s.frv. Við verðum að hafa örlítil markmið til að fara eftir, setja okkur þau lítil til að byrja með og sjá hvernig gengur. Við getum öll lagt 18 ORGANISTABiLAÐIÐ

x

Organistablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Organistablaðið
https://timarit.is/publication/787

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.