Organistablaðið - 01.01.1986, Blaðsíða 21
Kennedy: „Life is unfair“. Þessi aðdróttun verður best hrakin með tilvísun
í lofsamleg ummæli mín um Pál í tímaritunu “TÓNLISTIN", sem ég ritstýrði,
sömuleiðis í hljómplötu-útskýringar mínar á vegum “Fálkans", „Páll
ísólfsson leikur klassísk orgelverk og eigin tónsmíðar", samdar eftir hans
eigin beiðni.
En hvers vegna er Ingimar svona hörundsár vegna Páls en lætur Sigurð
Þórðarson liggja óbættan hjá garði? Segir þó um hann, að „stíltökin hafi
algjörlega brugðist". En lög þeirra beggja voru tekin sem dæmi þess,
hvernig stílfræðilega ekki ætti að raddbúa söngva siðbótar. Aðeins þetta var
tilgangur minn. Skiptir þá engu, hvert er persónunafn. Hér til umræðu er
málefnið sjálft en ekki maðurinn.
Af ofangreindu má skiljast, að ekki vakti fyrir mér „að gera lítið úr verkum
látins manns, sem ekki verður til svara,“ eins og greinarhöfundur fullyrðir.
Hér var tónfræðilega aðeins vikið að einu lagi, skráðu úr munnlegri geymd;
það getur því vissulega ekki staðið sem samnefnari fyrir heildstætt hugtak
(sbr. „verkum" = eftirlátið tónsmíðalegt æviverk). Er þar með seilzt langt
til loku. Mætti það nefnast ýkjustíll.
Öll mannsins verk eru ofurseld mati, dómi samtíðar og eftirtíma. Skiptir
þá engu máli, hvort upphafsmaður verks í einstöku tilfelli er meðal lifenda
eða ekki. Þesskonar „krítík“ á að leitast við að vega og meta sannleiksgildi
hlutanna, opna innsýn að sönnum veruleika þeirra og sporna gegn
blekkingu og villu.
í sérhverju siðmenntuðu samfélagi er það skylda þeirra, sem til þess hafa
dómgreind og þekkingu, að sinna slíku gagnrýnis-hlutverki; að öðrum kosti
bregðast þeir sjálfum sér og sínum samvistarmönnum, því að gagnrýni er
undirstaða framfara, ekki sízt á sviði samfélagslegrar menningar, líka á
sviði réttar og réttlætis, enda hefir barátta mannsins frá örófi alda verið
sífelld andspyrna gegn órétti og ranglæti.
Sé nú gagnrýni („krítísk umsögn") byggð á rökvíslegum skilningi, studd
af drengilegri vitneskju um eðlilegt og æskilegt hlutanna ástand, borin uppi
af umbótavilja og ábyrgðartilfinningu, þá stoða lítt andmæli. í bezta tilviki
kemur til með að standa staðhæfing gegn staðhæfingu, og tíminn einn sker
úr um réttlæti.
I.S. skal ekki ganga upp í þeirri dul, að nú fyrst sé risið upp, að Páli
látnum. Undirritaður setti opinberlega fram sínar rýnu skoðanir í þessum
efnum fyrir mörgum áratugunf, og voru þær síðar viðurkenndar af höfundi
sem réttar (t.d. áhrif frá Brahms; en ekki geta þau talizt síðri en áhrif frá t.d.
Schönberg).
Ef nú Páll blessaður skyldi sjálfur vilja svara mínum orðum frá æðra
tilverustigi, eins og I.S. gefur í skyn („allavegana („á vondu máli“!) ekki
þessa heims“), þá efast ég ekki um, að hann sendi á minn fund engar
meinvættir, heldur góða anda.
OR(jANISTABLAE)IE) 21