Organistablaðið - 01.01.1986, Blaðsíða 24

Organistablaðið - 01.01.1986, Blaðsíða 24
leikfang og óþarft, sérstaklega í litlum hljómburöi. í stórum kirkjum meö miklum hljómburöi veröur Zimbelstern notaður í pleno og er þaö eins og sólskin, sem glitrar á vatni. En hér aðgreinir maöur alltaf bjöllurnar 1,2,3 og auk þess gefur Zimbelstern ákveöinn rythma sem passar í flestum tilfellum ekki við tónlistina. Ef til vill hugsar þú núna, kæri lesandi, aö ég sé ekki nógu ánægöur með orgelið? Þvert á móti, mér finnst þetta mjög vel heppnað og vandað hljóöfæri, sem mun standa fyrir sínu um ókomin ár. Orthulf Prunner. Nýtt 10 radda orgel í Hallgrímskirkju Á 4. sunnudegi í aöventu 1985 var nýtt orgel tekið í notkun í Hallgrímskirkju í Reykjavík. Það var smíðað af Th. Fro- benius & Sonner í Kaupmannahöfn og sett upp í kirkjusal Hallgrímssafnaðar, en verður síðar notað sem kórorgel í aðal- kirkjunni. Orgeliðeralmekanískt, með 10 raddir, sem skiptast á 2 hljómborð og pedal. Raddskipan: I. Rorflojte 8‘, Principal 4‘, Spidsflojte 2‘, Mixtur, Obo 8‘ II. Gedakt 8‘, Blokflojte 4‘, Oktav 2‘, Sesquialtera Ped. Subbas 16‘ Orgelhús er úr ólakkaðri eik og meö svelldyrum úr plexigleri, sem verka á bæði borð. Orgelið kostaði 2,3 milljónir. Nánari umfjöllun um hljóðfærið bíður betri tíma. Kóramót að Logalandi í Borgarfirði Árlegt kóramót borgfirsku kóranna var haldið öðru sinni laugardaginn 15. mars að Logalandi í Reykholtsdal. Þangað söfnuðust kirkjukórar úr héraðinu auk tveggja karlakóra og samkórs úr Borgar- nesi. Mótið hófst upp úr kl. 14 með því að æfa sjö lög sem kórarnir sungu samein- aðar en organistar stjórnuðu til skiptis. Þessi lög höfðu verið send út til kóranna 24 ORGANISTABLAÐIÐ áður svo hægt væri að raddkenna þau heima. í upphafi æfðu organistar nokkr- um sinnum sín lög með kórnum stóra, leiðbeindu og fáguðu, en í lok mótsins voru þau svo öll sungin. Undirleikur var að miklu leyti í höndum Ingibjargar Þor- steinsdóttur í Borgarnesi en hún var einnig aðalskipuleggjandi mótsins. Allir kórarnir sungu svo hver með sitt lag, en hinir hlýddu á. í hléi var borið fram kaffi og góðgerðir fyrir þátttakendurna, sem töldu 160 manns. Það vakti aödáun tíðindamanns að hlusta á fjölbreyttan og fagran söng kóranna og sömuleiðis hve mikið var gert á skömmum tíma. Á þrem- ur klukkustundum var lokið því sem gera þurfti og þannig komið til móts við þá sem lengst sóttu. Nýjar mótettur A vegum NOMUS (nordisk musik- sammarbeide) voru á síðasta ári samdar margar kirkjulegar mótettur. Fimm tón- skáld frá hverju Norðurlandanna voru valin og falið að semja kórverk viö kirkju- legan texta. Fjögur íslensk tónskáld skil- uðu sínum verkefnum. Jón Ásgeirsson samdi verk fyrir kór og orgel, 150. sálm, Lofið Guð, sem Dómkórinn frumflutti við vígslu nýja dómkirkjuorgelsins. Gunnar Reynir Sveinsson samdi Gloriu við latn- eska messutextann fyrir kór án undir- leiks, Hjálmar H. Ragnarsson samdi Ave Maria og Jónas Tómasson 23. Davíðs- sálm, bæði verkin einnig fyrir kór án

x

Organistablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Organistablaðið
https://timarit.is/publication/787

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.