Organistablaðið - 01.01.1986, Blaðsíða 12

Organistablaðið - 01.01.1986, Blaðsíða 12
Niðurlag Hér hefur aöeins veriö tæpt á nokkruð hlutum um hvert hljóöfæri fyrir sig. Þegar litið er á þessi hljóðfæri í heild virðist nokkur verksmiðjubragur vera á þeim og ber raddskipanin vitni um það. Hljómurinn er líkur og röddunin ekki mjög vönduö. Áslátturinn er nokkuö góður, en ójafn milli hljómborða á stundum. Geislalögun fótspilsins virðist ekki vera samkvæmt þeim staðli, sem flestir orgelsmiðir annars fylgja í dag. Það sama má segja um staðsetn- ingu svellfetilsins, en erfitt er aö koma fæti á hann án þess að reka hnéð í neðri brún I. hljómborðs. Svelldyrnar eru haganlega gerðar. Þær eru ekki eins og algengast er: litlar fjalir sem opnast út á við, heldur er hér um að ræða eins konar rennihurð með löngum raufum. Þetta hefur þann kost að talsvert pláss sparast, þannig að hljóðfærið getur verið grynnra fyrir bragðið. Það vildi hins vegar brenna við að svelldyrnar héldust ekki fastar í þeirri stöðu þar sem skilið var við þær, heldur runnu til baka. Þaðerfagnaðarefni aðpípuorgel séu keypt í kirkjurá íslandi, einnig minni kirkjur eins og hér um ræðir. Viðs vegar í byggðum og bæjum landsins eru tiltölulega litlar kirkjur þar sem einungis er rúm og þörf fyrir tiltölulega lítil hljóðfæri. í þeim hljóðfærum sem hér hefurveriðfjallað um, hefurgreinilega verið lögð áhersla á að fá hljóðfæri með 2 hljómborð og fótspil. Þar sem um fáar raddir er að ræða, verður hvort hljómborð fyrir sig nokkuð ósjálfstætt nemaþað sétengthinu. Þettaséstvel í I. hljómborði hljóöfæra Hvalsnes-og Kálfatjarnarkirkna, þar sem engin 2’ rödd er. Hljóðfærið verður ekki ein heild nema að bæði hljómborðin séu tengd saman, og þá er spurning hvort ekki hefði verið betra að hafa einungis eitt hljómborð, e.t.v. með skiptum „registr- um“. Þá hefði t.d. verið hægt að hafa 8’ Principal, sem telja má nokkuð nauð- synlegt þegar hljóðfærin eru orðin þó þetta stór, (7-10 raddir) og fá þannig góðan grunn í hljóminn. Góö pípuorgel eru dæmi um nytjalist eins og hún gerist best. Því þarf að hugsa vel um þau og gæta þess aö hafa sem jafnast hita- og rakastig í kirkj- unum. Það vill oft brenna við, sérstaklega í kirkjum þar sem ekki er messað vikulega, að miklar hita- og rakasveiflur verða. Þetta stafar af ójafnri kynd- ingu, vöntun á rakagjafa (rakatækjum) og oft og tíðum slæmri einangrun. Við slík skilyrði verða flest hljóöfæri óstarfhæf og jafnvel ónýt. Þess vegna er mikilvægt að þessi atriði séu gaumgæfilega athuguð áður en hljóðfæri er pantaö. 12 ORGANISTABLAÐIÐ

x

Organistablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Organistablaðið
https://timarit.is/publication/787

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.