Organistablaðið - 01.12.1994, Page 6

Organistablaðið - 01.12.1994, Page 6
doktors Páls ísólfssonar. Af því tilefni hafa nemendur Páls efnt til orgeltónleika í Fríkirkjunni og Dómkirkjunni. Arið 1926 var lokið við smíði og uppsetningu á nýju pípuorgeli í Fríkirkjunni. Þetta orgel, sem Ragnar Björnsson lék á í gær, var á þeim tíma langstærsta og vandaðasta orgel hér á landi, smíðað í Frankfurt an der Oder í Þýskalandi, í orgelsmiðju sem kennd var við Wilhelm Sauer, en hann haíði á sínum tíma smíðað orgelið sem Páll lærði á í Tómasarkirkjunni í Leipzig. Sama ár, 1926, tók Páll við organistastarfi í Fríkirkjunni og gegndi því til ársins 1939 þegar hann varð dómorganisti eftir fráfall Sigfúsar Einarssonar. Hér í Dómkirkjunni, einkum við danska Frobenius-orgelið sem fyrrum var hér með sínum stóru koparlituðu pípum í forgrunni, var starfsvettvangur Páls ísólfssonar um hartnær þrjátíu ára skeið. Hér starfaði hann sem organisti, kórstjóri, stjórnandi kirkjulegra tónverka og síðast en ekki síst sem orgelkennari. Eg hef verið beðinn um að segja hér nokkur orð um kennslustörf Páls og rifja upp fáeinar minningar frá þeim árum þegar ég var nemandi hans í orgelleik. Eg kynntist Páli Isólfssyni á mínum æsku- og uppvaxtarárum með sama hælti og aðrir landsmenn á þeim tíma, öll þjóðin þekkti hann sem geðþekkan útvarpsmann allt frá 1930 og stjórnanda Þjóðkórsins eftir að hann var stol'naður, en einkum þó sem organista og stjórnanda dómkórsins þegar útvarpað var frá kirkjuathöfnum hér í Dómkirkjunni. Það var ekki fyrr en 1961 að ég var viðstaddur tónleika þar sem Páll lék á orgel. í desember það ár söng ég í Pólyfónkórnum á jólatónleikum undir stjórn Ingólfs Guðbrandssonar uppi á litla orgelloftinu í Landakotskirkjunni. Þá lék Páll á orgel, bæði einleiksverk og annaðist undirleik með kórnum. Þetta var í fyrsta skipti sem ég sá þennan fræga listamann augliti til auglitis og varð vitni að flutningi hans á verkum Bachs og tleiri meistara orgelbókmenntanna. Það var svo tæpu ári síðar, haustið 1962, að ég var svo heppinn að fyrir kunnings- skap og Ijölskyldulengsl barst það til Ragnars Björnssonar að ég hefði áhuga á að komast í tíma hjá honum, það er að segja Ragnari, til að læra á orgel. Eg fékk óvænl þau skilaboð að ég ætti að koma niður í Dómkirkju og spila fyrir Ragnar. Ég hikaði við, hafði aldrei á ævinni snert á pípuorgeli, en fór nú samt, settist á bekkinn og kraflaði mig einhvern veginn í gegnum litla prelúdíu og fúgu eftir Bach, sem ég hafði lært mörgum árum áður á harmóníum hjá Guðmundi Gilssyni í Tónlistarskóla Rangæinga. Ragnar sá fram á mikið annríki þennan vetur eins og ævinlega og hann gat því ekki tekið mig í orgeltíma, en sagðist ætla að fara í símann og athuga hvort hann gæti útvegað mér kennara. Svo fór hann í símann niðri í skrúðhúsi, kom eftir smástund til baka og sagðisl vera búinn að koma mér í orgeltíma hjá Páli ísólfssyni, píanótíma hjá Rögnvaldi Sigurjónssyni og æfingaaðstöðu fengi ég í Landakots- kirkjunni. Þetta voru mér svo óvænt og allt að því yfirþyrmandi tíðindi að ég vissi ekki almennilega hvað ég átti að segja og man ekki hvort ég hafði rænu á að þakka Ragnari fyrir það hvernig hann greiddi götu mína til náms hjá þessum þjóðkunnu listamönnum. 6 ORGANISTABLAÐIÐ

x

Organistablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Organistablaðið
https://timarit.is/publication/787

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.