Organistablaðið - 01.12.1994, Side 11

Organistablaðið - 01.12.1994, Side 11
Páll Kr. Pálsson Einn af frumherjum íslenskrar organistastéttar er fallinn frá, Páll Kr. Pálsson. Kom það ekki mjög á óvart þeim sem til þekktu en hann hafði um árabil verið altekinn svonefndri Parkinsonsveiki. Páll Kr. Pálsson var merkur tónlistarmaður og virtur vel af samferðamönnum sínum og starfsbræðrum. Hann var einn af stofnfélögum Félags íslenskra organleikara og sat í fyrstu stjórn þess . Síðar var hann formaður félagsins langa hríð og átti stóran þátt í að móta þetta unga félag, en hann vildi veg organistastéttarinnar sem mestan og þótti skelleggur að tala máli hennar út á við. Hann hafði aflað sér góðrar menntunar í listinni hér heima og erlendis. Það var í árdaga Tónlistarskólans í Reykjavík sem hann stundaði nám þar, hélt síðan utan til frekara náms til Svíþjóðar og Danmerkur en eftir það lá leið hans til Edinborgar þar sem hann sat við fótskör mikilla meistara þarlendra. Hann varð þannig meðal þeirra fyrstu til að nema og tileinka sér leik og túlkunarhefð engil-saxneskra þjóða og var stoltur af því. Eftir heimkomuna tók Páll svo sannarlega til hendinni og markaði djúp spor á sínum starfsvettvangi. Hann stjórnaði ýmsum kórum og fékkst mikið við kennslu. Það er undravert hve miklu þessi eljusami maður kom í verk á starfsævi sinni. Mikið af því voru alls kyns störf svo sem raddsetningar og samning fagbóka fyrir tónlistar-nemendur og söngkennara, samantekt sönglaga og margt fleira sem ég hygg 11 ORGANISTABLAÐIÐ

x

Organistablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Organistablaðið
https://timarit.is/publication/787

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.