SunnudagsMogginn - 22.11.2009, Blaðsíða 8
varagljáa (varalitun eftir munn-
gælur er afar ómeðfærilegt sýsl)
púðurdós og maskara
flösku með vellyktandi (sí-
trónuilmur gagnast vel)
pappírsþurrkur
nærbrækur og nælonsokka til
skiptanna
lykla, greiðslukort, annað smá-
legt
og stundum; geirvörtuklemmur,
pungþvingu og margóla gúmmí-
písk, þá dugar ekkert minna en
stóreflis tuðra. Að pakka öllu
þessu í lítið pent kvenmanns-
veski er svartur galdur sem sjálf-
ur Houdini hefði ekki ráðið við.
mardi, le 4 novembre
Litlar handtöskur, svei þeim.
Tískutímaritin pranga inn á mann
sífellt nýjum smáveskjum, einu
fyrir hverja árstíð.
En þegar haft er í huga hvað ég
þarf daglega að bera með mér:
skæri sem hægt er að brjóta
saman (tvinnaspottar eru óvætt-
urinn)
penna (ég hef ágætt minni, samt
ekki svo)
síma (til að hringja í ymbuna,
staðfesta komur og brottfarir)
smokka (bæði úr pólýúretan og
latexi, sumir eru með ofnæmi)
skeið
smurningu á flösku
Brot úr Opinskárri ævisögu gleðilegrar konu
Þ
að olli miklu fjaðrafoki í Bretlandi
þegar Brooke Magnanti gerði heyr-
inkunnugt, að hún væri bloggarinn og
vændiskonan „Belle de Jour“, og
hefði fjármagnað doktorsnám sitt með þeim
hætti.
Ástæðan fyrir því að fréttin vakti svo mikla
athygli, er sú að pistlar Bellu á bloggsíðunni
belledejour-uk.blogspot.com hafa notið feikna
vinsælda. Guardian valdi það blogg ársins 2003
og gefnar hafa verið út fjórar bækur með pistl-
unum, þar á meðal Opinská ævisaga gleðikonu í
London, sem kom út hjá Forlaginu í fyrrahaust.
Þá hafa verið framleiddir vinsælir sjónvarps-
þættir með Billie Piper í aðalhlutverki, sem
sýndir voru á Skjá 1.
„Belle de Jour“ þýðir fegurð dagsins og er
andstæða „fegurðar næturinnar“, sem oft var
notað um vændiskonur. Í því felst ákveðinn
orðaleikur, því skipulagt vændi, eins og það
sem Magnanti stundaði, á sér oft stað að degi til.
Opinberun Magnanti hefur vakið sterk við-
brögð, eins og lesa má um á heimasíðu „Belle de
Jour“. Þar segir hún að borist hafi hótanir frá
fyrrverandi kærasta sínum, sem hún hyggist
kæra til lögreglu. Lesendur bloggsins geta lesið
hótunina, sem verður að teljast óvenjuleg, en
þar skorar kærastinn fyrrverandi, sem jafnan
var kallaður „pilturinn“ í pistlum Belle, vegna
óþroskaðrar hegðunar, núverandi kærasta
hennar á hólm!
Eflaust er það ekki að tilefnislausu, að Belle
biður einnig fólk að koma ekki á vinnustað
sinn, rannsóknarstofu í Bristol-háskóla, þar
sem það stefni í hættu öryggi sjúklinga og
starfsmanna. Jafnframt biður hún fjölmiðla um
að beina fyrirspurnum til umboðsmanns síns og
klykkir út með: „Einnig, skattamál mín hafa
vakið mikla forvitni! Já, ég borgaði skatta af
tekjum mínum af kynlífsvinnu.“
Í síðustu viku hafði Magnanti, sem er 34 ára,
samband við einn óvægnasta gagnrýnanda
sinn, Indiu Knight, pistlahöfund á Sunday Tim-
es, og sagðist vilja koma fram undir nafni. Í við-
tölum segist hún ekki sjá eftir að hafa starfað
sem vændiskona. „Mér
hefur liðið verr yfir
skrifum mínum, en mér
hefur nokkurn tíma
liðið yfir greiðslum fyrir
kynlíf.“ En henni
fannst nafnleyndin
„ekkert skemmtileg“ –
„ég komst ekki einu
sinni í eigið útgáfuhóf.“
Magnanti réð sig til
fylgdarþjónustu í
London fyrir sex árum, vann sem vændiskona í
14 mánuði og tók 300 pund fyrir það á tímann
eða um 60 þúsund krónur. Komið hefur fram
að vinnustaður hennar og kærasti standa með
henni í fjölmiðlafárinu. Jafnframt að foreldrar
hennar vissu ekki af þessu fyrr en helgina áður
en fréttin birtist, en kærastinn hafði vitað af
þessu frá því í tilhugalífinu.
Eftir uppljóstrunina skrifaði Magnanti á
bloggsíðu sína: „Þegar ég lít til baka, þá eru
dagbókarfærslurnar stundum vandræðalegar,
stundum bráðfyndnar (oft án þess að það sé
ætlunin). Eftir nokkrar blaðsíður er ég aftur á
sama stað – bý í London, lifi tvöföldu lífi, með
öllu því erfiði sem það útheimtir...
Sem er einfaldlega of erfitt til langs tíma. Lík-
lega bjóst ég alltaf við því að sá hluti ævinnar,
sem ég skrifa um, myndi fjara út í minningunni,
að ég gæti stungið honum ofan í kistu og farið
að hugsa um annað. Aðskilið hann frá hinni
„raunverulegu mér“.
En ég áttaði mig á því eftir nokkur ár, að þó
að ég hafi breyst mikið frá því ég skrifaði dag-
bækurnar – mér hefur orðið mjög ágengt í lífi
mínu, meðal annars vegna þess sem ég upplifði
þá – þá verður Belle alltaf hluti af mér. Hún á
ekki heima í kistu, heldur lít ég hana sem raun-
verulega hlið á sjálfri mér. Það er ekki aðeins
lífið utan veruleika Belle sem er raunverulegt,
heldur er ALLT raunverulegt.“
Belle og persónan sem skrifaði um hana
höfðu verið aðskildar of lengi. Ég varð að sam-
eina þær.“
Gleðikona stígur
fram í dagsljósið
Dr. Brooke Magnanti er
bloggarinn „Belle de Jour“
Vikuspegill
Skapti Hallgrímsson skapti@mbl.is
Dr. Brooke Magnanti
Billie Piper í hlut-
verki vændiskonu
í London í sjón-
varpsþáttunum.
8 22. nóvember 2009
Franska leikgyðjan heimskunna Catherine Deneuve
var í aðalhlutverki í erótísku meistaraverki spænsk-
mexíkanska leikstjórans Luis Bunuels, Belle de jour,
sem frumsýnt var 1968.
Íslenskt heiti myndarinnar gæti verið dama dagsins
en gleðikona er í Frakklandi gjarnan nefnd belle de nu-
it; kona næturinnar.
Deneuve lék í myndinni unga, fagra og ríka læknisfrú
sem elskaði eiginmanninn afar heitt en hann fullnægði
þó ekki líkamlegum kröfum hennar.
Severine Serizy, konan sem Deneuve túlkaði, tók
það til bragðs að svala þörfum sínum utan veggja heim-
ilisins; fékk sér vinnu í eftirmiðdaginn virka daga, á
milli klukkan tvö og fimm, sem gleðikona á hóruhúsi í
París. Starfans vegna notaði hún gælunafnið.
Catherine Deneuve varð árið 1995 í 38. sæti í kjöri
kvikmyndatímaritsins Empire um kynþokkafyllstu kvik-
myndastjörnuna frá upphafi. Unga kynslóðin hér heima
þekkir frönsku leikkonuna e.t.v. ekki síst fyrir að leika
ásamt Björk Guðmundsdóttur í kvikmynd Lars von
Triers, Dancer in the Dark, fyrir nokkrum árum.
Deneuve var dama dagsins í mynd Bunuels
Deneuve hin
franska sem
Severine Serizy
í mynd Bunuels
frá 1968.