SunnudagsMogginn - 22.11.2009, Blaðsíða 25

SunnudagsMogginn - 22.11.2009, Blaðsíða 25
22. nóvember 2009 25 Hemingway og Þrúgur reiðinnar eftir Steinbeck og aðrar aðgengilegar klassískar bækur sem runnu ljúflega nið- ur.“ Höfðu kynnin af þessari konu mótandi áhrif á þig? „Já, mjög svo. Reyndar hafði ég alltaf lesið mikið en þessi kynni kveiktu í mér enn meiri áhuga en áður á bókum. Um daginn var Egill Helgason að segja frá því að bókasafnið í verkamannabústöðunum við Hringbraut hefði verið sitt annað heimili. Ég átti einmitt þannig inn- hlaup í bókasöfn. Oft og tíðum fórum við félagarnir, tveir til þrír, og lásum saman nýjustu bækurnar í Borg- arbókasafninu í Þingholtsstræti. Þetta voru ekki alltaf merkilegar bækur, en voru þó bækur. Við sátum saman hlið við hlið, lásum þegjandi og vorum yfirleitt samstiga í lestrinum. Ef eitthvað skemmtilegt bar fyrir augu í sög- unni þá skelltum við upp úr, allir í einum kór, og rufum þögnina á bókasafninu. Borgarbókasafnið var menningin á þessum tíma, auk útvarpsins. Útvarpið var reyndar hinn stóri menning- arlegi áhrifavaldur í lífi mínu. Ég var sjúklegur út- varpsfíkill. Þar var lestur fornsagna, þar voru þjóðsögur úr Borgarfirði, þar voru hæstaréttarmál sem mér þótti mjög spennandi þáttur, útvarpssögur og leikrit sem fjöl- skyldan sameinaðist oft til að hlusta á. Útvarpið var af- gerandi menningarlegur uppalandi á þessum tíma.“ Hef aldrei ætlað að verða neitt Þú ætlaðir þér upphaflega að verða tónlistarmaður, er það ekki rétt, en varðst rithöfundur. „Ég hef aldrei ætlað að verða neitt, ég hef bara orðið eitthvað. Allt sem ég hef tekið mér fyrir hendur hefur spunnist af einskærri tilviljun, hvort heldur það hefur verið í leikhúsi eða annars staðar. Stundum hef ég verið beðinn um að gera eitthvað af því enginn annar var til- tækur. Ég var beðinn um að semja tvö lög í lítið barna- leikrit, nú þegar upp er staðið hef ég samið 150 lög svona eiginlega óvart. Ég gerði mikið af því að teikna og mála þegar ég var unglingur og sótti tíma í teikningu í Kaup- mannahöfn, en lærði síðan innanhússarkitektúr og starfaði við það í eitt eða tvö ár. En á þeim tíma var ég kominn af stað að skrifa og vinna í leikhúsi. Áhugi minn á myndlist hefur samt alltaf verið til staðar, en ég hef ekki haft tíma til að sinna þeirri gyðju.“ En innan ritstarfa hefurðu sinnt öllu sem hægt er að sinna, ort ljóð, skrifað leikrit, smásögur, skáldsögur, kvikmyndahandrit og sent frá þér þýðingar. Leikritin eru sennilega það sem flestir myndu tengja nafn þitt við. „Já, leikritasmíðar er þungamiðjan. Leikhúsin eru einstaklega skemmtilegir vinnustaðir. Það eru mikil for- réttindi að hafa hóp af hæfileikaríku, gáfuðu fólki hlaup- andi í kringum sig að sviðsetja það sem maður setur nið- ur á blað. Það er varla hægt að neita sér um það að skrifa annað leikrit þegar slíkt er í boði. Mér þykir óskaplega vænt um leikhúsið sem fyrirbæri, það er vin í eyðimörk- inni, og það skynja allir sem hleypa því að sér. Hver ein- asta leiksýning er lítið kraftaverk, og það sem gerist á milli leikara og áhorfenda er eitthvað mjög sérstakt.“ Klíku- og frændsemisspilling Þú hefur alltaf verið kenndur við vinstri pólitík. Lít- urðu á þig sem pólitískan listamann? „Nei, það geri ég ekki. Það er allt of hátimbruð starfs- lýsing fyrir mig. Hvað pólitík varðar er ég einfaldlega sósíaldemókrati af því ég álít eina vitið að reka samfélög eftir hófsömum forskriftum. Sósíaldemókratismi snýst fyrst og fremst um það að tryggja að börn og gamalt fólk lifi við þau bestu skilyrði sem við getum skapað. Takist það, þá er okkur hinum vel borgið. Við viljum ekki sjá fátækt og við viljum ekki sjá ofgnótt. Það er ekki hollt fyrir menn að vera fátæklingar eða auðkýfingar, slíkt leiðir einungis af sér sorg og ógæfu. Bæði í pólitík og einkalífi eigum við að reyna að finna kyrran punkt. Hvorki einstaklingur né þjóðfélag þrífst í brjálæði. Sósí- aldemókratismi snýst um það að tryggja öllum mönnum frelsi til orðs og æðis og athafna; þó þannig að frelsi eins sé ekki á kostnað annarra.“ Finnst þér líklegt að hrunið og kreppan verði þér að yrkisefni? „Þetta klikkaða ástand mun eflaust skila sér með ein- hverjum hætti inn í listsköpunina. En það verður ekki alveg strax. Við þurfum að fá fjarlægð á atburðina og sjá hvernig spilast úr stöðunni. Góðar bækur um stríð og stríðsrekstur eru skrifaðar þegar stríðinu er lokið. Ég held að svipuðu máli gegni um hrunið á Íslandi. Ég veit heldur ekki hvort þetta hrun er að leiða eitthvað nýtt í ljós. Jú, bankarnir þöndust út yfir allan þjófabálk og féllu með gný, en veikleikar samfélagsins okkar hafa lengi verið ljósir. Stjórnmálaflokkarnir, sem út af fyrir sig eru merki- legar stofnanir, hafa úrkynjast á Íslandi. Það er langt mál að ræða um þetta af einhverju viti, en augljóst einkenni er að gáfað og heiðarlegt fólk sækist ekki eftir frama í stjórnmálaflokkum. Það er mjög hættuleg þróun. Ör- samfélög geta líka átt á hættu að drukkna í spillingu sem beinlínis stafar af fámenninu. Hér hefur orðið til sú klíku- og frændsemisspilling sem allir þekkja. Okkur er líka hollast að viðurkenna að við erum ekki best í einu eða neinu. Ég er ekki að gera lítið úr sjálfum mér eða nokkrum öðrum, og það er fínt að vilja vera bestur, en jafnframt eru mjög litlar líkur á því að við séum best í einhverju, bara hreinlega af tölfræðilegum ástæðum. Það er allavega ljóst að við erum ekki best í fjármálum. Hættum að ljúga að sjálfum okkur, verum bara blátt áfram og raunsæ, bæði sem einstaklingar og þjóð. Remba er eitt það ömurlegasta sem ég veit. Það er talað um að þjóðremba sé góð og holl fyrir þegna smáríkis, en það er ekki rétt, þjóðremba er ömurlegt hugarástand. Auk þess hættuleg í stórum skömmum, svo hættuleg að hún er sums staðar bönnuð með lögum, eins og í Þýskalandi. Mér þykir óskaplega vænt um þessa þjóð en drambið, frekjan og ruglið gerir mig stundum óskaplega dapran. Þrátt fyrir þetta er ég bjartsýnn. Þegar ég kem í skólana að lesa upp og sé öll þessi opnu, fallegu andlit þá verð ég aftur bjartsýnn. Það er lygi að hér ríki eitthvert hörmungarástand í skólum. Grunnskólarnir eru hundr- að sinnum betri en þegar ég gekk í skóla. Kennararnir eru miklu betur menntaðir og skemmtilegri og krakk- arnir mun upplýstari en við vorum. Það er sannleikurinn í málinu.“ Þú ert rúmlega sextugur, ertu búinn að ná öllu því sem þú stefndir að? „Ég hef aldrei ætlað mér að ná neinu. Hafi ég ósjálfrátt stefnt að einhverju þá er það að lifa tíðindalitlu lífi. Það er vont fyrir venjulegt fólk þegar miklir atburðir gerast. Gott líf er hægt og hljótt, látlaust og tíðindalítið.“ Morgunblaðið/Kristinn Ólafur Haukur „Ég hef aldrei ætlað að verða neitt, ég hef bara orðið eitthvað.“
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

SunnudagsMogginn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: SunnudagsMogginn
https://timarit.is/publication/785

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.