SunnudagsMogginn - 22.11.2009, Qupperneq 17
hjartað í henni. „Verkið þarf helst að vera bæði fallegt og
grimmt. Þær eru ómótstæðilegar systurnar, fegurðin og
grimmdin. Það er ofboðsleg fegurð í jólaguðspjallinu. Það
kveikir líka alltaf í manni að glíma við heilaga hluti,“ seg-
ir hún.
Gjarnan er talað um jólaguðspjallið sem merkilegustu
sögu sem sögð hefur verið. Spurð hvort þau séu ekkert
rög að takast á við efni af því tagi svara þau afdráttarlaust
neitandi. „Alls ekki. Meðan við umgöngumst söguna af
virðingu erum við í fullum rétti,“ segir Halldóra.
Þau gera sér eigi að síður grein fyrir því að jóla-
guðspjallið er eldfimt. „Sprengihættan er vissulega fyrir
hendi en það er ekki ætlun okkar að ganga fram af fólki.
Barbara og Úlfar eru ekki þannig. Ekki við heldur,“ segir
Halldóra og bætir við að hún hafi engar áhyggjur af því að
trúhneigðir sniðgangi sýninguna. „Ég hef meiri áhyggjur
af því að þeir sem ekki trúa skili sér síður.“
Þau segjast bæði vera trúuð enda þótt það sé ekki endi-
lega kveikjan að sýningunni. „Ef eitthvað er verður trúin
sterkari með árunum,“ segir Bergur.
Fyrsta sýning af tuttugu?
Halldóra og Bergur eru gríðarlega ánægð með framlag
Kristjönu Stefánsdóttur til sýningarinnar. „Það er ekki
nóg með að hún syngi eins og engill, hún er líka frábær
söngkennari og manneskja. Síðan kemur í ljós að hún
hefur ótvíræða leiklistarhæfileika líka. Kristjana setur
sterkan svip á sýninguna,“ segir Bergur.
Sýningin hverfist um litla Jesú og Halldóra og Bergur
viðurkenna að sárt hafi verið að skera stóra Jesú niður við
trog. „Þetta gæti hæglega verið fyrsta sýningin af tuttugu
um Jesú. Af nægu er að taka.“
Annars árétta þau að trúðboð sé seigfljótandi ferli. „Það
er mikilvægt að láta ána líða og breyta henni ekki í gos-
flösku. Við erum bæði fastráðin hér við Borgarleikhúsið
og þurfum að sinna ýmsum öðrum verkefnum,“ segir
Halldóra og Bergur staðhæfir að engin heimsfrægð sé í
sjónmáli. „En nú vitum við að Barbara og Úlfar eiga er-
indi. Það er stór áfangi. Trúðboðið mun standa meðan við
lifum.“
Morgunblaðið/Kristinn
22. nóvember 2009 17
Sú auma kerling kreppan hefur ekki riðið
húsum í Borgarleikhúsinu, alltént hafa aldrei
fleiri áskriftarkort verið seld en á þessu
hausti, svo sem fram kom í Morgunblaðinu í
vikunni.
Halldóra og Bergur segja þetta frábær tíð-
indi enda sé ólíkt skemmtilegra að leika fyrir
fullum sal af fólki en hálfum. „Maður leikur
sýningu eftir sýningu fyrir fullu húsi og segja
má að búið sé að brúa tímabilið frá því sýn-
ing er frumsýnd og þangað til ágæti hennar
spyrst út. Við þurfum ekki lengur að bíða eftir
orðsporinu,“ segir Bergur.
Þau Halldóra telja skýringuna á þessu fyrst
og fremst liggja í því að sýningar hússins hafi
upp til hópa fallið í frjóan jarðveg. Það spilli
heldur ekki fyrir að áskriftarkortin séu á
sanngjörnu verði.
Sýningartíminn er líka almennt styttri en
áður og fyrir vikið verða sýningar betri og
þéttari, að mati Halldóru og Bergs. Betra sé
að leika sýningu nokkrum sinnum í viku en
bara einu sinni.
Eini ókosturinn, að þeirra dómi, er að
hætta hefur þurft sýningum fyrir fullu húsi,
þar sem þær rekast á önnur verkefni. „Þetta
gerðist t.d. með Dauðasyndirnar á sínum
tíma en nú er búið að taka þá sýningu upp
aftur, þannig að sá möguleiki er fyrir hendi,“
segir Bergur.
Halldóra kveðst finna ofboðslega hlýju og
þakklæti í áhorfendum. „Fólk er greinilega
tilbúið að gleðjast og nærast andlega. Það
kemur fyrir hjartað.“
Fólk kemur
fyrir hjartað
Bergur Þór og Halldóra eru ánægð með andann í Borgarleikhúsinu
og hlýjuna og þakklætið sem streymir frá leikhúsgestum.