SunnudagsMogginn

Ulloq
Ataaseq assigiiaat ilaat
Saqqummersitaq pingaarneq:

SunnudagsMogginn - 22.11.2009, Qupperneq 28

SunnudagsMogginn - 22.11.2009, Qupperneq 28
28 22. nóvember 2009 P assaðu þig Palli! öskraði ég. Það hvein í loftinu þegar skúmurinn smaug við höfuðið á Páli Stef- ánssyni ljósmyndara sem rétt náði að beygja sig áður en grimmur fuglinn náði að slá hann. Við vorum staddir á yfirráðasvæði skúmsins í öræfunum út af Kvískerjum. Skúmurinn er ránfugl og getur náð því að verða um 30 ára gamall. Hálfdán á Kvískerjum hefur merkt skúm sem varð rúmlega þrítugur. Hann getur verið skeinu- hættur, sérstaklega á varptímanum þegar unginn er kom- inn úr eggjunum. Skúmurinn ver ungana sína af öllu afli og víkur aldrei. Hver myndi heldur ekki verja börnin sín fyrir áreiti af þessu tagi? Það er til marks um grimmd skúmsins að hann er senni- lega eini fuglinn á Íslandi sem hefur orðið manni að bana. Sögusagnir eru um að haförn hafi líka banað manni en engar sannanir. Það var hins vegar rétt um aldamótin 1900 sem grimmur og árásargjarn skúmur sló ungan dreng á gangi á aurunum þar sem skúmurinn verpir. Fannst hann liggjandi í polli, hafði sennilega drukknað eftir að skúmurinn rotaði hann Ég var í sveit á Kvískerjum og merkti ófáa skúmsungana með þeim stórmerkilegu bræðrum, Hálfdáni og Helga Björnssonum. Sækja þurfti beljurnar langleiðina niður í fjöru og reka heim seinni hluta dagsins, þegar leið fram á sumarið. Á þeim árum þekkti maður nánast hvern einasta skúm á söndunum og hvernig þeir höguðu sér. Misgrimmir eins og gengur eftir svæðum. Nú 30 árum síðar vildi ég fá að vita hvort grimmdin gengi í erfðir á sömu svæðunum. Ég hef sennilega merkt skúm- inn, sem nú var hvað æstastur, sem unga. Það var á þessu sama svæði sem skúmurinn sló göngustaf úr höndunum á mér þegar ég var að sækja beljurnar sem drengur. Eitt sinn hafði ég ekkert nema skiptilykil til að verja mig þegar fuglinn gerði árás, hélt honum á lofti fyrir ofan höfuðið á mér því hann slær á hæsta punkt. Fuglinn sló skiptilykilinn tvisvar úr hendinni á mér áður en ég komst af hans umráðasvæði. Mér hefur alltaf fundist skúmurinn fallegur fugl. Hann minnir mig á bresku Spitfire-orrustuflugvélina úr síðari heimsstyrjöldinni. Vænglagið er svipað og ekki spillir fyr- ir að Íslendingurinn Þorsteinn Jónsson háði marga hildina á þannig flugvél í stríðinu. Stórkostlega merkilegur mað- ur. Sem strákur í sveit á Kvískerjum gat ég setið tímunum saman og horft á skúminn fljúga. Einn skúmur getur verið eins og heil orrustusveit. Skúmurinn er farfugl, yfirgefur landið um miðjan september og byrjar að tínast til baka í mars. Við félagarnir, Páll Stefánsson og ég, höfum gert það í gegnum árin að fara bara eitthvað snemma á morgnana, taka myndir og koma svo til baka seint um kvöld sama dag. Þennan dag ákváðum við að fara í Öræfin, ég ætlaði að mynda skúm í árásarham og kanna hvort hann væri jafn grimmur á sama svæðinu og þar sem ég hafði verið sleginn 30 árum áður. Við Palli höfum það fyrir reglu þegar við erum að keyra að sjái annar eitthvað sem hann langar að mynda má hinn ekki taka eins mynd, helst á hann að taka mynd í hina áttina. Ég mynda yfirleitt í svart/hvítu en Palli í lit. Lagt var af stað í þessa tilteknu ferð klukkan 3 um nótt- ina. Við vorum báðir hundsyfjaðir og hræddir um að sofna hreinlega undir stýri. Við skiptumst á að keyra til að hvíla hvor annan en okkur syfjaði samt. Það var því ekkert hægt að hvílast, farþeginn varð að tala við bílstjórann allan tím- ann til að halda honum vakandi. Við vorum ekki búnir að keyra nema í rúmlega tvo tíma þegar við rákumst á puttaferðalang með bakpoka á miðjum veginum. Það var annaðhvort að nema staðar og taka manninn upp í bílinn eða keyra yfir hann! Við völdum fyrri kostinn. Maðurinn kynnti sig og sagðist vera frá Belgíu. Palli sem er yfirleitt svolítið frakkur og blátt áfram spurði: „Are you a beaurocrat?“ Hann gekkst vandræðalega við því og sagði okkur að hann hefði ekki ferðast áður utan stórborga. Hann hafði heldur ekki getað sofið um nóttina, þögnin var að æra hann. Við bentum honum kurteislega á, að það væri ekki gáfulegt að stöðva bíla með því að standa úti á miðri götu. Það gætu verið syfjaðir ökumenn á ferð svona snemma morguns. Eitt gleymdum við að upplýsa puttaferðlanginn um þegar við lögðum í hann eftir að hafa gengið frá bakpokanum hans: Við vorum í miðri hestakeppni. Hestakeppni er göfug íþrótt sem við Palli fundum upp til að halda okkur vakandi við aksturinn. Keppnin felst í því að sá sem sér hestastóð á undan öskrar svo hvín í bílnum: Heeeesstaaaar, einn, tveir, þrír, fjórir, fimm, eftir því hvað margir hestar eru í stóðinu. Síðan er skrifað niður og talið hvor hefur séð fleiri hesta. Þetta heldur okkur vakandi, það er ógerlegt að sofna undir stýri við þessi læti. Við vorum rétt lagðir af stað með puttaferðalanginn aftur í þegar Palli öskraði: „Heeesssstaaaar!“ og byrjaði að telja. Nokkrum sekúndum síðar veinaði ég: Heeeestaaaar! Það var annað stóð bak við hól með 14 hestum. Hvernig er stað- an spurði? ég Palla. Við vorum ekkert að velta fyrir okkur ferðamanninum aftur í. „43-31 fyrir mig,“ sagði Palli. Ég mótmælti kröftuglega og sakaði hann um að telja vitlaust. Eftir þetta skipti engum togum að bankað var í axlirnar á okkur. Skelfingu lostinn maðurinn bað okkur vinsamlega að hleypa sér út. „Ég er að hugsa um að ganga í Skaftafell,“ sagði hann og við vorum ekki einu sinni komnir í Vík í Mýr- dal. Við hleyptum honum út og sáum hann í baksýnisspegl- inum hrista höfuðið, guðs lifandi feginn að vera laus við þessa hálfvita. Okkur fannst hann líka hálfskrýtinn og húmorslaus. Hann lifði sennilega eftir mottóinu: Til hvers að hafa eitt- Undir árásum orrustu- fugla Sagan bak við myndina Ragnar Axelsson rax@mbl.is

x

SunnudagsMogginn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: SunnudagsMogginn
https://timarit.is/publication/785

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.