SunnudagsMogginn - 22.11.2009, Page 18
18 22. nóvember 2009
Deila bókmenntaáhuganum
Tengsl
Ingibjargar Haraldsdóttur og systurdóttur
hennar, Sigríðar Arnardóttur.
Signý Gunnarsdóttir signyg@mbl.is
Morgunblaðið/Golli
Ingibjörg: „Ég kom til Íslands til að vinna
sumarið 1965 en þá hafði ég búið tvo vet-
ur í Moskvu. Ég vann sem fararstjóri og
fór með tvo sovéska hópa um Ísland á
vegum ferðaskrifstofu. Ég var þess vegna
mjög lítið heima þetta sumar en ég var
heima þegar Sirrý fæddist og ég fór á
spítalann og sá hana þar sem hún lá á
fæðingarheimilinu á Eiríksgötu. Það var
engu líkt. Þá átti ég sjálf ekkert barn og
þetta var allt saman mjög yndislegt.
Ég fór síðan aftur út til Moskvu og það
voru teknar myndir af henni fyrir mig og
ég fékk þær sendar út. Hún var alltaf
brosandi á öllum myndum enda algjört
sólskinsbarn eða það fannst mér, en ég
var kannski of langt í burtu til að vera
raunsæ. Ég sendi henni síðan ýmislegt frá
Rússlandi og kom líka með hitt og þetta
handa henni þegar ég kom heim. Ég held
að henni hafi þótt alveg ógurlega merki-
legt að eiga frænku í útlöndum og hún
var mjög hrifin af þessum gjöfum. Stund-
um þýddi ég einhverjar rússneskar sögur
fyrir hana og sendi henni.
Ég held að fyrsta minningin mín um
Sirrý, að minningunni á fæðingardeild-
inni undanskilinni, segi dálítið mikið um
hana. Hún hefur líklega verið fjögurra
eða fimm ára og ég var hér á Íslandi í fríi.
Hún var að leika sér við krakka inni í
herbergi þegar ég kom í heimsókn og ég
var að tala við mömmu hennar. Svo kíkti
ég inn í herbergið til að segja bless en þá
var hún með heilan hóp af krökkum á
sínum aldri í kringum sig. Þau sátu í
skeifu og hún stóð við endann og hún var
kennarinn. Þau voru með blöð og liti og
blýanta og hún var að kenna þeim. Mér
finnst þetta svo dæmigert fyrir hana. Mér
finnst hún alltaf hafa verið góður kenn-
ari. Það er hennar persónuleiki. Sirrý vill
fólki svo vel. Hún vill að allir séu góðir og
viti allt sem hægt er að vita um lífið. Hún
hefði orðið alveg frábær kennari ef hún
hefði gert það að sínu lífsstarfi. Hún hef-
ur náttúrlega verið frábær í því sem hún
hefur gert eins og alþjóð veit og þó að
hún hafi ekki verið skólakennari þá hefur
hún bæði kennt fólki og leiðbeint því og
hjálpað. Mér finnst það mjög góður eig-
inleiki og hennar aðalkostur.
Ég man líka eftir því þegar ég heimsótti
hana á Ísafjörð þegar hún var átta ára og
þá var bróðir hennar nýfæddur. Þá var
hún orðin læs auðvitað og ég man hvað
mér fannst hún Sirrý skemmtilegur
krakki. Þessa daga sem ég dvaldi á Ísa-
firði var hún sílesandi og hún bað mig
líka um að lesa fyrir sig og við fundum
okkur saman í bókmenntunum.
Við vorum svo lítið saman þegar hún
var barn vegna veru minnar í útlöndum
en mér þótti alltaf afar gaman að koma
heim og hitta hana. Svo þegar ég flutti til
Íslands í desember 1975, með son á fyrsta
ári í annarri hendinni og ferðatösku í
hinni hendinni, þá bauð Rannveig,
mamma hennar Sirrýjar, mér að búa hjá
sér og við bjuggum saman í tæpt ár. Það
var mjög góð sambúð. Síðan flutti ég á
Mánagötuna og seinna fluttu þau í sama
hús og ég bjó í og við urðum aftur sam-
býlisfólk, sem kom sér oft mjög vel ef við
þurftum á pössun að halda.
Það er svo erfitt að lýsa svona góðu og
fallegu fólki eins og Sirrý er. Ég man ekki
eftir neinu misjöfnu tengdu henni. Hún
er mjög vel lukkað eintak. Mér finnst eins
og hún hafi nú samt pínulítið smitast af
unglingaveiki á unglingsárunum en það
var engin óregla á henni. Þetta var bara
sama unglingaveiki og allir hinir smit-
uðust af. En hún var alltaf elskuleg líka.
Ég studdi hana svo seinna þegar hún
fór í framboð. Það var nú ekki mér að
kenna að hún komst ekki á þing, en ég
studdi hana. Ég fór á frambjóðendakvöld
og las upp ljóð. Ef það er eitthvað sem ég
gæti gert fyrir hana þá myndi ég gera
það, hvenær sem er. Ég hefði gjarnan
viljað sjá hana á þingi. Ég hugsa að hún
hefði fyrst og fremst alltaf verið að hugsa
um kjör og líðan venjulegs fólks ef hún
hefði farið á þing. Það er bara hennar stíll
einhvern vegin. Svo er hún auðvitað
ágætlega menntuð og er klár kona fyrir
utan allt annað. Ég sé hana kannski í ein-
hverju ljósi og öðrum finnst kannski eitt-
hvað annað um hana en mín tilfinning
fyrir henni er alltaf bara væntumþykja.
Mér finnst hún svo frábær.“
Hefði orðið alveg frábær kennari
„Þessa daga sem ég dvaldi
á Ísafirði var hún síles-
andi og hún bað mig líka
um að lesa fyrir sig og við
fundum okkur saman í
bókmenntunum.“