SunnudagsMogginn - 22.11.2009, Side 44

SunnudagsMogginn - 22.11.2009, Side 44
44 22. nóvember 2009 Vitanlega er það einföldun dauðans að segja að hver áratugur hafi sín sérkenni, en má til sanns vegar færa – ef sjónarhornið er nógu þröngt. Þannig má slá því fram að áttundi áratugurinn hafi verið diskóáratugur (þó pönkið hafi komið fram á sama tíma). Um líkt leyti og diskóið lagði heiminn að fótum sér (eða heimurinn diskóið) gerðust menn með- vitaðir um fátækt og óréttlæti í músíkinni og margir tóku að líta á hana sem verk- færi til að gera menn meðvitaða og ábyrga. Aðrir sáu þó bara stuð í öllu sam- an, þar á meðal írsk-ítalskur strákur sem vann í plötubúð í Miami. Baka til í plötu- búðinni var hljóðver og þar fór strákur, Harry Wayne Ca- sey, að fást við músík. Menn lögðu við hlustir og eftir að hafa samið lög fyrir aðra um hríð kom fyrsta lagið með KC & The Sunshine Band út haustið 1973. KC & The Sunshine Band sló rækilega í gegn í Bretlandi, en gekk illa að komast á kortið heima fyrir þó aðrir listamenn hafi náð góðum ár- angri með lög eftir þá Casey og félaga hans. Það var ekki fyrr en þriðja skífa sveitarinnar, Part 3, kom út í október 1976 að hjólin tóku að snúast fyrir alvöru og snerust ört næsta áratuginn. Tvennt hafði Casey / KC lært af því að vinna í plötubúð; fólk átti erfitt með að læra lög og það var til fullt af fólki sem hafði engan áhuga á vitundarvakningu félagsþroska; það vildi bara skemmta sér. Hann beitti þeirri þekkingu sinni líka á markvissan hátt: heiti hvers lags var endurtekið í sífellu í textanum til að tryggja að enginn gleymdi því og síðan var heiti hvers lags endurtekið í sífellu til að tryggja að í því væri engin ádeila eða djúp merking (í laginu góða „Shake Your Booty“ er textinn eiginlega bara „shake your booty“ og „shake, shake, shake“, það fyrrnefnda endurtekið átján sinnum, það síðarnefnda tólf sinnum. (Til að fyr- irbyggja misskilning þá þýðir „shake yo- ur booty“ „hristu á þér rassinn“). arnim@mbl.is Poppklassík Part 3 - KC & The Sunshine Band Hristu á þér rassinn, átján sinnum Í júlí síðastliðnum lést Henry John „Harry“ Patch í hárri elli, 111 ára gamall; síðasti eft- irlifandi hermaðurinn sem þátt tók í fyrri heimsstyrjöldinni. Stuttu síðar gaf Radio- head út smáskífuna Harry Patch (In Memory Of), en hún tók lagið upp skömmu áður en Patch lést. Þetta uppátæki Radiohead-manna varð Matthew Friedberger, síðri helmingi Fiery Furnaces, tilefni til að hrauna yfir Radiohead fyrir tilgerð og almennan bjánagang; með því að semja lag um einhvern genginn sem öll- um finnist frábær séu þeir að baða sig í ljóma annarra. Svo sem gott og blessað, en málið er bara að Friedberger fór mannavillt; hélt að Radiohead hefði samið lag um tón- skáldið Harry Partch, en ekki hermanninn fyrrverandi Harry Patch (sem hann veit vænt- anlega hvorki haus né sporð á). Matthew og Eleanor Friedberger. Harry Patch er ekki Harry Partch Góðar fréttir voru að berast úr nýrokk- heimum en hin mjög svo stíliseraða sveit Interpol mun gefa út nýja plötu snemma á næsta ári. Sveitin er ekki einasta vel stíl- iseruð heldur er uppfærsla hennar á kulda- rokki níunda áratugarins hreinasta afbragð, eins og frumburður hennar Turn on the Bright Lights sannar líkast til best. Platan nýja kemur út í kjölfar Our Love To Admire sem út kom 2007, en það var þriðja plata hennar. Ku nýja plata bera með sér hljóm- rænt afturhvarf til téðs frumburðar og víst er að einhverjir munu fagna þeim fréttum inni- lega en síðasta plata var um margt dulítið vafasöm. Hin mjög svo stíliseraða sveit Interpol. Ný plata frá Interpol árið 2010 T ími friðar og stillu, blessuð jólin, nálgast óð- fluga. Jólin eru líka gósentíð markaðsmógúla og sölupunga og um jólaleytið kemur jafnan út (ó)heilnæmur slatti af veglegum safnöskjum; sem hentugt er að læða undir tréð. Hin geðþekka og ei- líflega rokkandi sveit, AC/DC, hefur nú skellt sér í slag- inn með safnkassa er nefnist Backtracks. Ekki er þó rétt að tala um kassa, heldur er um að ræða lítinn magnara sem hýsir góssið. Og er aukinheldur hægt að nota hann til gítarspils, en krafturinn er eitt vatt! Í magnaranum eru svo þrír hljómdiskar, tveir mynddiskar, ein vínyl- plata og 164 síðna harðspjalda sófaborðsbók. Raus OK, nú er búið að rausa um ytra byrðið, hönnunina og „jólasokks“-vinkillinn á þessu. Kassinn á væntanlega eftir að rata til vel stæðra manna á miðjum aldri, sem gældu í eina tíð við rokkstjörnudrauminn. En er eftir einhverju að slægjast, tónlistarlega? Um er að ræða safn sjaldgæfra laga sem hafa hingað til verið á tjá og tundri, lúrandi á b-hliðum o.s.frv. Megin- fengurinn felst í elsta efninu þegar sveitin var enn nokk- uð bundin við heimalandið, Ástralíu. Upp að Highway to Hell (1979) komu plötur sveitarinnar út sérstaklega í heimalandinu, og var iðulega annað snið á þeim plötum en þeim sem voru gefnar út á alþjóðavettvangi. Laga- uppröðun og -innihald var öðruvísi og hér er að finna alls tólf lög sem komu bara út í Ástralíu og eru sum þeirra að líta dagsins ljós á geisladiski í fyrsta skipti. Á hljómleikum Tveir diskanna bera þá með sér tónleikaupptökur og myndbönd og þar er einnig að finna heila tónleika sem voru teknir upp í München árið 2003. Það er því eftir að ýmsu að slægjast en kassinn markar þó engin endalok sköpunarlega séð hjá sveitinni en í fyrra kom platan Black Ice út, eftir að aðdáendur höfðu beðið eftir nýju hljóðversefni í átta ár. Þegar búið var að þurrka eftirvæntingarglýjuna úr augunum stóð hin prýðilegasta plata eftir, en ég, eins og margir, átti meira von á því en að um hálfgert stórslys yrði að ræða. Sveitin fékk vind í seglin eftir útkomu plötunnar, sem var vel tekið, og því vonandi ekki langt að bíða þar til ný hljóð- versplata lætur á sér kræla. Sídægra rokksins AC/DC rokka eins og enginn sé morgundagurinn. Svo einfalt, svo gott Forláta safnkassi með sjaldgæfu efni frá hinni dásamlegu rokksveit AC/DC kom út í byrjun mánaðar, ætluð sveittum jólasokkum. Arnar Eggert Thoroddsen arnart@mbl.is Þessi nýjasta safnaskja AC/DC er ekki sú fyrsta af þeim tog- anum í sögu sveitarinnar en útgáfa hennar vekur gamla og vel gilda spurningu: Hvar er safnplatan? Best Of? Greatest Hits? The Collection? Það er stórmerkilegt að þrátt fyrir að eiga tugi slagara, þrátt fyrir að hafa skapað bestu „rúnt“- tónlist allra tíma þá er engin hefðbundin safnplata til. Full- nægjandi skýringar hafa ekki verið gefnar upp, en Young- bræður eru viðskiptamenn slyngir og ástæðan liggur því efalaust í einhverju stórkost- legu markaðsplotti. Sem lítið rokk er í. Hvar er safnplatan? Svona lítur nýja boxið út. Tónlist Mörgum brá í brún þegar það spurðist að Bob Dylan hefði tekið upp jólaplötu og ekki varð undrun manna minni þegar í ljós kom að platan, Christmas in the Heart, er þrælfín. Í framhaldinu hefur Dylan, sem alla jafna er lítið gef- inn fyrir tónlistar- myndbönd, kom síðast fram í slíku fyrir ára- tug eða svo, sett saman myndband sem fer nú víða á netinu. Sú von manna hefur ekki ræst að sjá Bob Dylan í jólasveinabúningi með hvítt skegg, en hann hefur þó gert það fyrir aðdáendur sína að setja á sig gráa hárkollu og sprella með mannskapnum í laginu Must Be Santa - sannkallaður jólapolki. Jólapolkastuð í boði Bobs Dylans Bob Dylan í jólaskapi.

x

SunnudagsMogginn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: SunnudagsMogginn
https://timarit.is/publication/785

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.