SunnudagsMogginn - 22.11.2009, Side 19

SunnudagsMogginn - 22.11.2009, Side 19
22. nóvember 2009 19 Sigríður: „Ég á margar sterkar minningar tengdar Ingu frænku en hún bjó mikið í útlöndum þegar ég var að alast upp, fyrst í Rússlandi og svo á Kúbu. Þau eru þrjú systkinin Inga er elst og svo kemur mamma, Rannveig Haraldsdóttir, og yngstur er bróðir þeirra, Þröstur Haraldsson. Fyrsta minningin sem ég á um Ingu er tengd jól- unum. Þá safnaðist öll fjölskyldan saman heima hjá afa og ömmu á Hjaltabakka og það var hringt í Ingu. Ég man að það stóðu allir og biðu eftir að fá símann og það þurfti að nýta mínúturnar og segja það sem mestu máli skipti. Tíminn var naumur. Ég stressaðist svo yfir þessu, bara fjög- urra ára, að fá að tala við Ingu frænku á Kúbu. Ég var búin að ákveða allt sem ég ætlaði að segja henni frá leikskólanum og myndlistaskólanum sem ég var byrjuð í en lokaðist alveg þegar ég fékk símtólið í hendurnar þannig að það eina sem ég gat sagt var; „Inga, veistu hvað? Ég sá jólasveina á Skólavörðustíg.“ Hún sendi mér margar fallegar gjafir á þessum tíma. Ég á alveg undurfallegan rússneskan stól sem hún sendi mér þegar hún bjó í Moskvu. Þetta er handmálaður tréstóll sem er hægt að skrúfa í sundur og koma fyrir í ferðatösku. Ég hef þennan stól uppi við í stofunni hjá mér í dag. Svo sendi hún mér líka pels og pelshúfu og þýddi fyrir mig rússnesk ævintýri og handskrifaði þau með trélitum. Ég kann þessar sögur allar utan að og sagði strákunum mínum þær enda ótrúlega falleg ævintýri. Síðan man ég eftir því eitt sinn þegar Inga kom heim frá Kúbu með einhvern furðulegan ávöxt. Ég hafði aldrei séð svona áður og vissi ekkert hvað þetta var og við fengum öll að smakka. Ég man bragðið enn og man að mér fannst þetta frekar vont og dularfullt og skrítið. Við vorum að spá í hvaða bragð þetta væri og þótti það minna einna helst á banana en þetta var sem sagt avo- cado. Í dag borða ég avocado með bestu lyst og finnst sjálfsagt að geta fengið þennan áður fram- andi ávöxt. Þegar Inga flutti svo heim frá Kúbu, með son sinn Hilmar Ramos nýfæddan, þá flutti hún heim til mömmu. Ég man sérstaklega eftir því frá þeim tíma þegar Inga var að gera leikfimiæfingarnar sínar með Hilmari. Hún er svo mikil bók- menntakona þannig að hún hafði náttúrulega lesið uppeldisfræði Dr. Spock til hins ýtrasta. Hún var að gera ungbarnaleikfimi með Hilmari inni í herbergi, hreyfði fætur hans og hendur fram og til baka og þuldi taktfast með á spænsku „un, dos, unidos, unidos og un, dos“ og það þótti mér stórmerkilegt. Þegar Inga bjó á Kúbu með manni sínum, Ra- mos, var þar mikill íbúðaskortur svo þau bjuggu á hóteli árum saman. Vegna þessa lærði hún ekki að elda. Svo þegar hún kom heim þá vildi hún hafa algjört næði í eldhúsinu þar sem við bjugg- um saman þar sem hún var að tileinka sér elda- mennskuna. En ég var einhvern veginn alltaf að koma og trufla hana og syngja og Inga hefur fengið að kenna á unglingaveiki minni. Svo var það eitt sinn þegar ég var unglingur og var að syngja við matarborðið að hún stoppaði hún mig af og sagði við mig; „Maður á ekki að syngja sult í búið.“ Ég hef örugglega verið frekar leiðinleg, svona eftir á að hyggja.. Þegar ég var unglingur var Inga aðstoðarleik- stjóri í Þjóðleikhúsinu. Náttbólið hét þetta leikrit og ég man að Róbert Arnfinnsson var einn af að- alleikurunum. Það var rússneskur leikstjóri í þessu verki og ég fékk að fara með og fylgjast með æfingum. Mér fannst alveg ofboðslega gam- an að sitja úti í sal og hlusta á Ingu frænku tala bæði á rússnesku og íslensku. Seinna var maðurinn minn Kristján Franklín í leikriti hjá rússneskum leikstjóra, Alexei Borod- ín, sem setti upp leikritið Feður og synir í Borg- arleikhúsinu og hann lék þar aðalhlutverkið. Við héldum matarboð fyrir leikstjórann og konu hans og þá var nú ekki lítið gaman að eiga frænku sem var vel að sér í leikhúslífinu, lista- heiminum og Moskvu og gat líka talað rúss- nesku. Við eignuðumst þar sameiginlega vini, rússneskan leikstjóra og listafólk og ég var mjög stolt af henni enda ekki sjálfgefið að geta haldið matarboð heima hjá sér og geta hringt í móð- ursystur sína sem kemur og talar reiprennandi rússnesku. Hún þekkti líka verk leikstjórans og hann þekkti ljóð og þýðingar Ingu. Mér þykir líka vænt um að hafa fengið tæki- færi til að upplifa svo margt í sögu fjölskyld- unnar í gegnum ljóð og sögur Ingu. Í sjálfs- ævisögu sinni lýsir hún á svo einstakan hátt lífinu þegar hún var að alast upp og hvernig al- þýðufólkið lifði. Það var margt fallegt við það en það var líka margt erfitt. Það kemur líka fyrir að strákarnir mínir, sem eru 18 og 10 ára, koma heim úr skólanum glaðir vegna þess ljóð eftir Ingu var í skólabókinni þeirra. Það er sterkur þráður á milli okkar Ingu en við erum samt mjög ólíkar. Til dæmis heillaðist ég af Bandaríkjunum þegar ég var þar í starfsnámi en ég efast um að hún deili þeim áhuga með mér. Inga er djúpt þenkjandi, róleg og hlédræg. Hún er í senn grúskari og fræðimaður og ákaflega víðsýn menntakona.“ Fjölskyldan sameinaðist í kringum símtólið „Þegar Inga bjó á Kúbu með manni sínum, Ramos, var þar mikill íbúðaskortur svo þau bjuggu á hóteli árum saman. Vegna þessa lærði hún ekki að elda. Svo þegar hún kom heim þá vildi hún hafa algjört næði í eldhúsinu þar sem við bjuggum saman þar sem hún var að tileinka sér elda- mennskuna.“ Ingibjörg Haraldsdóttir Hún var í námi við Kvikmyndaháskólann í Moskvu og er útskrifuð þaðan með MA gráðu í kvikmyndastjórnun. Hún vann við leikhússtörf í Havana á Kúbu og skrifaði greinar þaðan fyrir dagblaðið Þjóðviljann. Eftir heimkomuna starfaði hún sem blaðamaður á Þjóðviljanum í nokkur ár, en hefur síðan verið ljóð- skáld og þýðandi að atvinnu. Sat í stjórn Rithöf- undasambands Íslands og var meðal annars 4 ár formaður. Fyrsta ljóðabók Ingibjargar kom út 1974, en þær eru nú orðnar sjö talsins. Nú í haust kom út Ljóðasafn, sem inniheldur allar bækurnar ásamt nýrri ljóðum, frumsömdum og þýddum. Auk ljóða hefur hún gefið út endur- minningabók: Veruleiki draumanna (2007). Ingibjörg hefur þýtt allmargar skáldsögur, að- allega úr rússnesku, þar á meðal 7 eftir Dostoj- evskí og 3 eftir Mikhaíl Búlgakov. Einnig hefur hún þýtt ljóð eftir Tomas Tranströmer úr sænsku, svo og ljóð og sögur úr spænsku. Ingibjörg er tvígift og tvískilin. Hún á tvö uppkomin börn og tvö barnabörn. Sigríður Arnardóttir er fædd í Reykjavík 1965. Félags- og fjölmiðlafræðingur. Fór í starfsnám til bandarísku fjölmiðlasamsteypunnar Saga Comm- unication og hefur starfað á fjölmiðlum í rúma tvo áratugi. Sem þáttastjórnandi í sjónvarpi m.a. með ,,Fólk með Sirrý“ vikulega í beinni útsendingu á SkjáEinum í 5 ár, Örlagadagurinn á Stöð 2, annar umsjónarmaður Morgunsjónvarps Stöðvar 2 um tíma og las fréttirnar. Ritstjóri á tímariti og út- varpi, sjónvarpsþula, blaðamaður, stýrði sjón- varpsþáttum og útvarpsþáttum um árabil á RÚV og er nú með þáttinn ,,Sirrý á sunndags- morgnum“ á Rás 2. Auk þess rekur hún fyrirtæki og er með www.sirry.is og þjálfar hópa innan fyr- irtækja og stofnana í að tjá sig af öryggi, m.a. hefur hún starfað fyrir BHM, VR, Háskólann á Bif- röst, HR, Samskip og fjölmörg önnur fé- lagasamtök og fyrirtæki. Sirrý er gift Kristjáni Franklín Magnús og eiga þau tvo syni. Svooona hollt Því lengi býr að fyrstu gerð Veldu aðeins það besta fyrir barnið þitt, því lengi býr að fyrstu gerð. Sumt breytist aldrei Klappastíg 44 – Sími 562 3614 Mikið úrval af aðventukrönsum frá Svíþjóð Verð frá kr. 2700,-

x

SunnudagsMogginn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: SunnudagsMogginn
https://timarit.is/publication/785

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.