SunnudagsMogginn - 22.11.2009, Blaðsíða 22

SunnudagsMogginn - 22.11.2009, Blaðsíða 22
22 22. nóvember 2009 Í marsmánuði 1979 fórst vélbáturinn Ver frá Vest- mannaeyjum og með honum fjórir af sex manna áhöfn. Tveimur var bjargað, annar þeirra var skipstjórinn, Árni Magnússon. Nú hefur sonur hans, Þorlákur Árna- son, skrifað bók, Orðin sem aldrei voru sögð, þar sem sjó- slysið er þungamiðjan. Þorlákur er yfirþjálfari yngri flokka knattspyrnuliðs Stjörnunnar í Garðabæ. Þetta er önnur bók hans en í fyrra sendi hann frá sér barnabókina Ævintýri Lilla sem fjallar um ofvirkan strák með athyglisbrest. Sú bók hefur verið kennd í lífsleikni í grunnskólum landsins. Við urðum að bjarga okkur Um Orðin sem aldrei voru sögð, segir Þorlákur: „Þetta er skáldsaga sem byggist á raunverulegum atburðum. Ég var tíu ára þegar sjóslysið varð. Báturinn fékk á sig hnút austur af Bjarnarey, lagðist á hliðina og sökk á skömmum tíma. Skip- verjarnir sex börðust við það í nær hálfa klukkustund að opna gúmbjörgunarbátinn þar sem þeir héldu sér á floti við björg- unarbátshylkið. Fjórir þeirra, kornungir menn, króknuðu í sjónum og drukknuðu áður en náðist að opna hylkið og blása björgunarbátinn upp. Faðir minn, sem var skipstjórinn, og annar maður komust loks í björgunarbátinn. Vélbátur kom skömmu síðar að og bjargaði pabba og félaga hans. Enginn sjálfvirkur sleppibúnaður var um borð í Ver, en hann hefði bjargað lífi allra um borð. Eftir þetta beitti Árni Johnsen sér fyrir því að handfrjáls búnaður var hafður um borð í öllum fiskiskipum.“ Hvaða áhrif hafði þetta slys á þig og líf fjölskyldunnar? „Þegar maður er barn og vondir hlutir gerast þá bíður maður eftir viðbrögðum foreldra sinna því manni finnst allt rétt sem þeir gera. Foreldrar mínir gerðu flest allt rétt en unnu samt aldrei úr slysinu. Það var engin áfallahjálp til á þessum tíma. Ég man eftir að hafa samviskubit gagnvart þeim börnum sem misstu pabba sinn í slysinu. Þetta var vit- anlega erfiðast fyrir pabba minn sem hafði horft á félaga sína fara í sjóinn og sá þá drukkna. Eftir slysið flutti fjölskyldan til Reykjavíkur. Við urðum að bjarga okkur og beittum okkur ákveðinni hörku til að gleyma slysinu. Þar skipti þögnin miklu. Enda heitir bókin Orðin sem aldrei voru sögð.“ Hetjusaga systur Í bókinni er einnig sögð saga tveggja systkina, drengsins, sem er sögumaður, og gengur vel í skóla og sinnir íþróttum og systur hans, sem verður dópisti. Þorlákur segir að þar sé hann einnig að fjalla um raunverulega atburði. „Það er rúmlega eitt ár á milli mín og systur minnar og við vorum mjög náin sem krakkar. Unglingar gera mistök og reka sig á og það er bara hluti af lífinu. Þegar við fluttum til Reykjavíkur fór systir mín að fikta við dóp og fór sífellt í harðari efni. Hún hafði notið ást- ar og umhyggju fjölskyldu sinnar og gat ekki kennt neinum um. Hún var bara ein af þeim krökkum sem vilja prófa allt. Hún er mjög vel gefin og var á þessum tíma snillingur í að ljúga og blekkja fólk til að geta haldið áfram líferni sínu. Hún hafði líka útlitið með sér. Ég man þegar Nick Cave kom hingað til lands fyrir tutt- ugu árum. Hann og hljómsveitarfélagar hans voru allir á heróíni sem var ekki til á Íslandi. Systir mín var í slagtogi með Íslendingum sem höfðu samskipti við hljómsveitina. Henni datt það snjallræði í hug að brjótast inn í bát, fara í læknakassann og stela þaðan morfíni. Hljómsveitin var komin með fráhvarfseinkenni og var haldið uppi á morfíni í Íslandsdvölinni.“ Hver er staða systur þinnar í dag? „Fólk sem er í óreglu hefur enga dagskrá. Því lengri tími sem það er í óreglu því erfiðara er að snúa við blaðinu. Svo kom að því að systir mín stóð frammi fyrir því að deyja vegna lífernis síns eða snúa við blaðinu. Saga systur minnar er hetjusaga. Hún hóf nýtt líf fyrir þó nokkru síðan. Það er frábært að hafa endurheimt hana. Maður særir þá mest sem standa manni næstir. Ég held að ég hafi tekið mestan skell- inn hvað varðar systur mína. Nú sé ég aftur í henni barnið sem var.“ Ánægður með árangurinn Hvernig var að skrifa þessa bók? „Það var mjög erfitt að skrifa bókina en ég gat ekki ýtt þessu efni frá mér. Þessi bók varð að koma út. Ég átti ekkert val. En það er húmor í bókinni þótt hún fjalli um erfiða hluti. Ég er ánægður með árangurinn. Ef fólk grætur og hlær þegar það les bókina þá verð ég mjög sáttur.“ Morgunblaðið/Heiddi Ég átti ekkert val Árið 1979 fórst vélbát- urinn Ver frá Vest- mannaeyjum. Fjórir menn létu lífið en tveir komust lífs af. Nú hefur sonur skipstjórans á bátnum, Þorlákur Árna- son, skrifað skáldsögu þar sem slysið er þunga- miðjan. Kolbrún Bergþórsdóttir kolbrun@mbl.is Þorlákur Árnason „Það var mjög erfitt að skrifa bókina en ég gat ekki ýtt þessu efni frá mér.“ Foreldrar mínir gerðu flest allt rétt en unnu samt aldrei úr slysinu. Það var engin áfallahjálp til á þessum tíma. Ég man eftir að hafa samviskubit gagnvart þeim börnum sem misstu pabba sinn í slysinu. Þetta var vitanlega erfiðast fyrir pabba minn sem hafði horft á félaga sína fara í sjóinn og sá þá drukkna.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

SunnudagsMogginn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: SunnudagsMogginn
https://timarit.is/publication/785

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.