SunnudagsMogginn - 22.11.2009, Blaðsíða 24
24 22. nóvember 2009
Konurnar töluðu mikið saman og eyrun á mér sem
krakka lengdust alltaf þegar þær töluðu um karlmenn.
Mér varð snemma ljóst að í augum kvenna voru karl-
menn nánast önnur dýrategund, óútreiknanleg, barna-
leg og stundum hættuleg dýrategund. Samt vildi kon-
urnar allt fyrir þessa karla sína gera, þær reyndu
endalaust að ala þá upp og koma þeim til manns. Þegar
ég svo sem unglingur fór sjálfur að taka þátt í vinnu-
samfélagi karlanna, þá sá ég þá í nýju ljósi. Í gegnum ald-
irnar hafa íslenskir karlmenn barist við náttúruöflin upp
á hvern dag. Þess vegna eru þeir svona trylltir, illa sið-
aðir en frábærlega úrræðagóðir í nauðvörn.“
Það er dásamleg saga í bókinni, sem hljómar næstum
eins og fallegt ævintýri, þar sem sögumaður, sem þá er
þrettán ára og vinnur sem sendill, kemur inn til konu
og sér rúm fullt af bókum. Konan lánar drengnum bæk-
ur og gefur honum seinna kassa af bókum. Mörgum ár-
um seinna birtist hún honum í draumi og segir við
hann að ef hann eignist dóttur vilji hún að hann skíri
hana Unni. Þú eignaðist dóttur sem heitir Unnur. Er
þessi saga af konunni alveg sönn?
„Já, fjórtán ára gamall kynntist ég góðri konu sem var
mikill lestrarhestur og hafði ástríðu til að miðla þeirri
þekkingu. Hún vék að mér bókum og við áttum okkar
prívatbókaklúbb þar sem við ræddum efni bókanna.
Hún hafði vit á að láta mig hafa bækur sem hún taldi að
ég kæmist í gegnum, Gamla manninn og hafið eftir
Hættuleg dýrategund
Hvernig voru aðstæður þinnar fjölskyldu?
„Pabbi var skipstjóri til sjós og afkoma hans hefði átt
að vera góð en hann fékk ekki alltaf útborgað. Mamma
þurfti stundum dögum og vikum saman að eltast við út-
gerðarmenn til að reyna að pína út launin hans svo hægt
væri að borga húsaleiguna. Á þessum tíma þurftu sjó-
menn að búa við það að fá ekki aflahlutinn greiddan fyrr
en eftir dúk og disk. Í dag eru sjómenn þokkaleg milli-
stétt í landinu hvað laun varðar og vel að því komnir.“
Varstu hamingjusamt barn?
„Það er ekki endilega samasemmerki á milli þess að
búa við þröng kjör og þess að geta ekki haft ánægju af líf-
inu. Ég og félagar mínir nutum mikils frelsis í æsku. Í dag
myndu kannski sumir kalla það eftirlitsleysi, jafnvel
umhirðuleysi, en það er alls ekki rétt. Þetta var bara
frelsi. Mér sýnist að krakkar í dag hafi ekki þetta svigrúm
til frelsis.
Á þessum tímum þótti sjálfsagt að börn stunduðu
vinnu við hlið fullorðinna og tólf ára krakkar gengu til
allra verka. Ég fór tíu ára gamall í sveit og var þar tvö
sumur og vann mikið. Tólf ára fór ég að vinna í fiski í
Vestmannaeyjum. Þetta þóttu engin tíðindi, var bara
sjálfsagt. Frá þrettánda ári var ég flest sumur á sjó með
föður mínum. Ég beið ekki neinn skaða af þessari miklu
vinnu, hvorki á líkama né sál.“
Þegar maður les bók þína þá fer ekki framhjá manni
að það voru konurnar sem héldu heimilunum saman.
„Já. Það var mjög algengt að konur hefðu með sér ná-
grannasamfélag. Þær hjálpuðust að. Stundum var ekki til
matur á einhverju heimilinu. Það gat átt sér ólíkar
ástæður, aflabrest, atvinnuleysi, óreglu, veikindi. Þá var
reynt að veita aðstoð. Stundum voru send út áköll í
hverfinu. Þegar mig langaði til að læra að spila á gítar þá
var enginn aur til á heimilinu fyrir gítar. Þá gengu skila-
boð á milli kvennanna í hverfinu: Er einhvers staðar gít-
ar á lausu? Á einu heimilinu fannst laskaður gítar uppi á
háalofti og hann var síðan sendur niður í slipp þar sem
bátasmiður tók að sér að gera við gripinn. Þetta var allt
gert upp á gustuk og hjálpsemi, sem ekki er algengt að
finna í dag.
É
g byrjaði á bókinni Fluga á vegg mér til dægra-
styttingar og var að rifja upp gömul atvik. Í
miðjum klíðum sá ég að þarna var orðið til efni
í bók. Þannig fæddist sú hugmynd að skrifa
tvær og kannski þrjár bækur,“ segir Ólafur Haukur. „Ég
vil ekki flokka þetta sem ævisögu, kannski í og með
vegna þess að það eru gerðar ákveðnar kröfur til ævi-
sagna, bæði um trúverðugleika og nákvæmni í sambandi
við tímatal og ýmis smáatriði. Svo leiðist mér þetta heiti
skáldævisaga og vil ekki setja bókina í þann flokk.
Þannig að ég vil kalla þetta laustengdar sögur af strák í
skilgreindu tímarúmi í vesturbæ Reykjavíkur. Strák-
urinn segir frá og ég reyni að láta sögumannsröddina
þroskast í gegnum sögurnar. Ég vona að það skili sér
með einhverju móti þannig að maður skynji ákveðna
þroskasögu í gegnum það hvernig strákur sér og skynjar
og segir frá.
Þetta er uppvaxtarsaga. Manni finnst að þrátt fyrir
erfiðleika og harða lífsbaráttu í umhverfinu þá sé þetta
í vissum skilningi heimur sem hafi yfir sér notalegan
blæ. Ertu sammála því?
„Á þessum tíma var talsvert um fátækt og það þótti
gott að hafa mat á borðum, þak yfir höfuðið og spjarir á
kroppnum. Lífið var einfalt í sniðum og snerist um að
fjölskyldan hefði í sig og á. Væntingarnar náðu ekki
mikið lengra hjá flestum. Það sem fólk telur sjálfsagða
hluti í dag, fín húsgögn, flunkuný heimilistæki, bíla í
hlaði og reglubundin ferðalög til útlanda, var ekki á
dagskrá hjá fjöldanum. En innan rammans sem þetta líf
setti voru ýmis lífsins gildi sem mér finnst rétt að minna
á eins og samheldni, heiðarleiki, nægjusemi og það að
gera gott úr hlutunum. Þegar kom að því seinna að
þjóðfélagið rétti úr kútnum og fólk fór að huga að því að
byggja yfir sig þá voru þessi gildi enn við lýði. Ég man
eftir því að stórfjölskyldan safnaðist saman á sunnudög-
um inni í Smáíbúðahverfi, þar sem föðurbræðurnir og
þeirra konur voru að byggja yfir sig, til þess að leggja
steypu, slá utan af og skafa steypuborð. Við krakkarnir
réttum nagla sem voru notaðir aftur og aftur. Allir
mættu og hjálpuðust að. Þessi vinna var engin áþján
heldur samhjálp veitt með glöðu geði. Ég veit ekki betur
en öllum hafi fundist þetta vera góðar stundir.“
Viðtalið
Kolbrún Bergþórsdóttir
kolbrun@mbl.is
Gott líf er
tíðindalítið
Rithöfundurinn og leikritaskáldið Ólafur
Haukur Símonarson hefur sent frá sér nýja
bók, Fuglalíf á Framnesvegi. Bókin er sjálf-
stætt framhald af bókinni Fluga á vegg sem
kom út í fyrra og hlaut lofsamlega dóma
gagnrýnenda. Í nýju bókinni, eins og þeirri
fyrri, er á heillandi hátt rakin uppvaxtarsaga
drengsins Óla í vesturbænum.
Konurnar töluðu mikið saman og eyr-
un á mér sem krakka lengdust alltaf
þegar þær töluðu um karlmenn. Mér
varð snemma ljóst að í augum kvenna
voru karlmenn nánast önnur dýrateg-
und, óútreiknanleg, barnaleg og
stundum hættuleg dýrategund. Samt
vildi konurnar allt fyrir þessa karla
sína gera, þær reyndu endalaust að ala
þá upp og koma þeim til manns.“