SunnudagsMogginn - 22.11.2009, Side 12

SunnudagsMogginn - 22.11.2009, Side 12
12 22. nóvember 2009 Þ rjár eru þær orðnar, hljóðvers- skífur Senuþjófanna, og nú er fjórða platan komin út, tvöföld tónleikaskífa undir heitinu Segðu ekki frá (með lífsmarki). Og sveitin rétt tveggja ára gömul! Um er að ræða upptökur frá árinu 2007. Alger hending réð því að sveitin varð til á sínum tíma (sjá fylgju) en um nokkurs konar íslenskt- sænskt samstarf var að ræða í byrjun. Guðmundur Kristinn Jónsson, hljóm- sveitarstjóri, tók vin sinn og samstarfs- mann Sigurð Guðmundsson með sér í sveitina ásamt gítarséníinu Guðmundi Péturssyni og svo voru tveir Hjálmar lóðs- aðir inn, Svíarnir Mikael, „Mikke“ Svens- son og Nils, „Nisse“ Törnqvist. Ráð þótti að skrafa lítið eitt og skegg- ræða um hljómleikaplötuna og þetta sam- starf allt og hitti blaðamaður á þá Guð- mund Kristin, Kidda, og Megas í Norræna húsinu í vikunni. Skarpur „Við bókuðum Laugardalshöll stuttu eftir að samstarfið var komið í gang og sumum fannst það djarft,“ segir Kiddi. „Þeir áttu að fara fram um haustið en til að hita mannskapinn upp ákváðum við að taka nokkur „gigg“ úti á landi. Tónleikarnir í Bræðslunni, á Borgarfirði eystri, voru þeir fyrstu. Og hlutirnir smullu það vel saman strax í byrjun að upptökur þaðan eru inni á plötunni.“ Megas fylgist athugull með Kidda og nærtækast er að spyrja hvernig honum falli að vinna með þessum mönnum? „Lögin voru eiginlega komin án æfinga,“ segir hann skarpri röddu. „Það þurfti ekki að skipuleggja neitt, þannig …eitt tvö orð og þá var þetta komið. Venjulega tala ég ekki við hljómsveitarmeðlimi þeirra sveita sem ég hef unnið með (hlær létt) nema kannski einn, og Guðmundur hefur verið best til þess fallinn að koma mínum hug- myndum á framfæri.“ Megas hefur unnið með hinum ýmsu hljómsveitum í gegnum tíðina, má nefna Júdas, Sjálfsmorðssveitina, Nýdönsk og Hættulegu hljómsveitina. Hljóðversplötur Senuþjófanna, Frágangur og Hold er mold og svo Á morgun (sem inniheldur gömul og gegn íslensk dægurlög) hafa fengið lof- samlega rýni og fólk er nánast hálf bit yfir því öryggi sem leikur um plöturnar. Um þessa nýju tónleikaplötu sagði Einar Falur Ingólfsson hér í Morgunblaðinu fyrir stuttu: „Þessir nýju diskar með hljóðrit- unum frá tónleikum Megasar og Senuþjóf- anna á sjö stöðum staðfesta þá tilfinningu sem undirritaður hefur haft um skeið, að í Senuþjófunum hafi Megas fundið bestu meðreiðarsveina sína til þessa.“ En hvað segir meistarinn? Hefur sam- starfið rifið upp sköpunarkraftinn? Hvað hefur þetta gert fyrir hann sem listamann. „Þetta er bara draumur,“ segir hann, án þess að hugsa. Eiginlega eins og spurn- ingin sé óþörf. „Að geta farið með fullt af efni í stúdíó og bara komið því einn, tveir og þrír á koppinn. Ég er ekki að segja að þetta hafi verið einhverjir veifiskatar hér áður fyrr, allt hafa þetta verið topplistamenn. En það er bara einhver andi þarna …það er nánast eins og fyrsta „teik“ dugi, þetta rúllar allt svo fyrirhafnarlaust áfram.“ Þunglynt eða glaðlynt? Kiddi segir að í blábyrjun hafi þeir hisst og ákveðið að prufa hvort þetta myndi ganga yfir höfuð. „Við prófuðum bara eitt lag fyrst. Því að stundum smella hlutirnir og stundum alls ekki. Ég hef prófað að vinna með fullt af listamönnum þar sem hlutirnir hafa alls ekki gengið upp.“ Kiddi segir að spilamennska með Meg- asi kalli á mikla sköpun. Lögin taki stöð- ugum breytingum og klassíkerar séu skammlaust settir í yfirhalningu. „Það var t.d. fyndið að vera að vinna í Tónlist Arnar Eggert Thoroddsen arnart@mbl.is Flestir eru á því að sjaldan eða aldrei hafi meistari Megas náð jafn miklu flugi og með hljóm- sveitinni Senuþjófunum og hefur þetta einkar farsæla samstarf magnað upp og dregið fram það besta í öllum þeim sem að koma. Rokk og ról

x

SunnudagsMogginn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: SunnudagsMogginn
https://timarit.is/publication/785

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.