SunnudagsMogginn - 22.11.2009, Side 23

SunnudagsMogginn - 22.11.2009, Side 23
22. nóvember 2009 23 Ú t er komin viðtalsbókin ,,Milli mjalta og messu“, þar sem Anna Kristine Magn- úsdóttir ræðir við fimm af tæplega fimm hundruð viðmælendum úr samnefndum útvarpsþætti hennar. Einn viðmælenda er Erla Jóhannsdóttir, sem fyrir rúmri hálfri öld missti móður sína, systur og nána ættingja í snjóflóði norður í Bjarnarfirði. Það var á aðventunni árið 1948. Þá reyndi hún að hringja í föður sinn, sem ætlaði að sækja hana í farskóla norður í Asparvík, en náði aldrei sambandi. Auk eftirminnilegs viðtals við Erlu fékk Anna Kristine í hendur minningar föður hennar, Jóhanns Kristmundssonar, sem lifði snjóflóðið af og skrifaði um þá skelfi- legu reynslu að heyra dætur sínar deyja. Beðið eftir pabba ,,Þegar ég fór í farskólann var ég að fara að heiman í fyrsta skipti, ellefu ára göm- ul,“ segir Erla Jóhannsdóttir. „Ég var af- skaplega lítil og aum í mér þegar ég fór en aldrei óraði mig fyrir því þegar ég kvaddi móður mína þann dag að ég væri að kveðja hana í hinsta sinn. Mamma kvaddi mig með þeim orðum að hún vonaði að ég lærði aldrei að blóta og ég myndi haga mér vel. Ég hef staðið við það og sterk- asta blótsyrðið mitt er „ótæti“. Þrátt fyrir að enginn á heimilinu svar- aði símhringingum mínum hvarflaði aldrei að mér að neitt alvarlegt væri að, enda var ég nú ekki nema ellefu ára. Það var búið að vera ágætt veður, svona harðfenni og svo snjóaði ofan á harð- fennið og það hafði verið blindbylur þessa daga, en svo birti upp þarna 16. desember. Ég taldi því að ástæðan fyrir því að pabbi kom ekki þann 12. væri sú að veðrið hefði einfaldlega verið of slæmt til ferðalaga. En faðir Erlu lá grafinn í snjóflóðinu í húsinu í Goðdal. Þar lá hann í fjóra sólar- hringa og hlustaði á konu sína og dætur deyja. Eftir hann liggur ótrúleg frásögn af þeim harmleik sem hann upplifði: ,,… Tíminn leið, stórhríðin lamdi rúst- irnar. Inni í þeim var háð barátta við dauðann, vonlaus að vísu, og nokkrir höfðu þegar fengið hvíld. Hvíld frá því lífi sem ekki hafði sýnt þeim sína björtu hlið svo nokkru næmi, hægur dauðdagi var því kærkomin lausn. Aðrir háðu þar bar- áttu fyrir áframhaldi hamingjusams lífs. Þeir vissu að þeir voru börnum sínum, systkinum og foreldrum ómissandi leið- arljós, en hinn grimmi örlagavaldur, dauðinn, spyr ekki að slíku. Frá baráttu þeirra vitum við ekki að segja. Við skul- um vona, því við vitum ekki annað, að eldri konurnar tvær hafi fengið hægt andlát. Um hin fjögur er vitað að þar var baráttan milli lífs og dauða háð sólar- hringum saman. Barátta eldri telpunnar, Svanhildar mun einsdæmi, því hún var með lífsmarki klukkan ellefu á fimmtu- dagskvöldi er hún var loks grafin úr rúst- unum en andaðist ekki fyrr en klukkan tvö árdegis á föstudag. Slík barátta er sem betur fer lögð á fáa og erfitt er að skilja þegar máttarvöldin leggja slíka byrði á herðar saklausu barni, sem ekki hefur svo mikið sem gert flugu mein. Það er erfitt að skilja að þar fái hver umbun verka sinna, og mikil hljóta þau laun í öðru lífi að vera sem slíkum ein- staklingum hlotnast.“ ,,Erla mín, það fórust allir nema pabbi þinn …“ Börn búa yfir þeim fágæta eiginleika að velta sér ekki mikið upp úr hlutum sem þau vita ekki af. Þótt Erla væri áhyggju- full yfir því að pabbi hennar kæmi ekki og hún næði ekki símsambandi heim, hélt hún áfram að lifa lífi hins saklausa barns. ,,Ég var úti að leika mér með hinum krökkunum þegar Helgi, kennari við skólann, kallaði á mig inn á kenn- arastofu. Hann sagði við mig: ,,Erla mín, það varð slys heima hjá þér. Það fórust allir þar nema pabbi þinn og hann er hel- særður. Farðu nú út aftur að leika þér.“ Ég man ósköp lítið frá þessari stund en man þó að ég fór og settist á rúmið mitt og grét. Ekki batnaði gráturinn við að ég tók eftir að mér var farið að blæða og hélt að nú myndi ég líka deyja. Ég var svo fá- fróð um slíka hluti enda hafði mamma ekki enn talað um blæðingar við mig, án efa talið mig of unga til að þess þyrfti og því nógur tími. Þá kom að mér sautján ára stúlka, Dúdda, sem síðar varð ljós- móðir, og hún sagði mér að ég hefði setið alveg stjörf. Þessa stúlku hitti ég síðar fyrir tilviljun á Kanaríeyjum. Hún kom til mín og kynnti sig og sagðist hafa sest hjá mér; hún hefði orðið jafn stjörf af sorg yfir þessum fréttum. Síðan hefði ég farið inn á herbergið mitt, lagst út af í rúminu og þá kom húsmóðirin í skólanum til mín. En það kemur aldrei neinn í stað móður, enginn. Það er ekki hægt. Ég var þarna í Asparvík um jólin og það fór nú ósköp vel um mig þarna. Húsmóðirin átti mörg börn og ég var bara eins og eitt þeirra þessi jól. Ég frétti mjög lítið af mínu fólki, bræður mínir, Bergþór, sem síðar varð grasafræðingur og lést árið 2006, og Haukur, verkfræðingur, voru á Reykjaskóla í Hrútafirði og pabbi á Land- spítalanum, enda mikið slasaður. Það einkennilega er að ég átti móðurbræður og móðursystur í firðinum, en enginn bauð mér dvöl hjá sér né heimsótti mig. Ég fékk ekki að hlusta á útvarp og mér var haldið í algjörri óvissu og einsemd. Dagarnir eftir slysið og næstu vikur á eft- ir eru sem í þoku.“ Hrópað á Guð ,,Ég hrópaði og bað, – bað Guð almátt- ugan að miskunna sig yfir fólkið mitt en láta þjáningarnar bitna á mér,“ skrifar Jóhann. „Ég bað þess að ef það ætti nú að deyja að gefa því rólegt andlát, en yf- irfæra heldur dauðastríð þess á mig. Ég hrópaði bænina og róaðist.“ Og Erla fær orðið: „Það var þessi hræðilega upplifun hans að heyra í börnunum sínum og geta ekki komið þeim til hjálpar. Það er náttúrlega ekki hægt að hugsa sér að maðurinn skyldi nokkurn tímann halda sönsum eftir þetta og mér finnst merkilegt að hann skyldi komast þetta áfram eins og hann gerði í nokkur ár á eftir og fékk aldrei nokkra einustu hjálp. Auðvitað hefðum við systkinin og ekki síst pabbi þurft að fá áfallahjálp. Við fengum enga hjálp, varla frá okkar nánustu því þau voru svo heltekin af sorg að við gleymd- umst. Kannski var bara ekki litið á okkur börnin sem mannverur sem myndu skilja hlutina. Ég hef oft hugsað um þetta: Hvers vegna tók okkur enginn í fangið? Pabbi var mikið kalinn. Hann kól á báð- um olnbogum og báðum fótum og það þurfti að taka af honum annan fótlegg- inn. En það var minningin um dauða dætra hans og eiginkonu sem fór verst með hann eins og kemur fram í samtali hans við Jónas, sem lét lífið í þessu flóði: „Við töluðum um líkur fyrir björgun, bjuggumst við pósti norður yfir háls þann dag og fram eftir daginn eftir. Jónas sagði mér oft að Ásdís litla væri bæði þyrst og svöng og um kvöldið bað hann mig ákaft að reyna að koma til sín og taka hana, hún kalli grátandi á mömmu sína – „nú kallar hún á pabba sinn, heyrir þú ekki til henn- ar?“ spyr Jónas. … Ég braust um af alefli, rak axlir og olnboga út í klakahelluna sem kringum mig hafði myndast. Ekkert lát var á neinu, ég fann sárt til í hægri oln- boganum og hætti þessum þýðingarlausu umbrotum. Jafnvel neyðaróp yngstu dóttur minnar og vonin um að ef ég gæti losað mig myndi ég máske getað bjargað dætrum mínum og konu, þeim þrem manneskjum sem mér hafði þótt vænst um í lífinu, gat ekki veitt mér þann styrk sem þurfti til þess að losa þær viðjar er hið miskunnarlausa snjóflóð hafði nú bundið mig í. Ég bað Jónas að hlúa að Ásdísi og hugga eftir því sem hann gæti.“ Mér fannst pabbi rólegri eftir slysið en áður. Hann var svolítið strangur við okk- ur, en ég veit að hann komst aldrei nokk- urn tímann yfir þetta og vegna þess hve strangur hann var við okkur þá gátum við svo lítið hjálpað honum af því að … ja, við urðum aldrei náin við pabbi.“ Fjölskyldan sem grófst undir snjóflóði í Goðdal Fjórir létust í snjóflóði í Goðdal fyrir rúmri hálfri öld. Erla Jóhannsdóttir segir Önnu Kristine Magnúsdóttur frá þeim atburðum í bókinni Milli mjalta og messu. Svanborg Ingimundardóttir, móðir Erlu. Anna Kristine Magnúsdóttir Erla Jóhannsdóttir, fermingarmynd. Systkinin Bergþór, Erla og Haukur voru að heiman í skóla þeg- ar snjóflóðið skall á Goðdal og kannski varð það þeim til lífs.

x

SunnudagsMogginn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: SunnudagsMogginn
https://timarit.is/publication/785

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.