SunnudagsMogginn - 22.11.2009, Síða 32
32 22. nóvember 2009
R
óðurinn framundan verður þungur en al-
menningur er tilbúinn að leggja mikið af
mörkum. Hins vegar hefur fólk uppi rétt-
mæta kröfu um að boðaðar skattahækkanir
verði aðeins til skamms tíma og að þeim fjármunum
sem þannig aflast verði varið gagnlega. Fólk er tilbúið
að taka þátt í uppbyggingunni sjáist ljóstíra við enda
þeirra dimmu ganga sem við erum nú að fara í gegn-
um,“ segir Kristinn Örn Jóhannesson, formaður VR.
Í auglýsingunni um ölið er ævinlega krafist virðingar
og ofan í kaupið réttlætis en hið síðarnefnda er afstætt
hugtak. Spurningar um þetta tvennt brenna vísast á
fólkinu sem situr andspænis þeim sem standa vaktina á
skrifstofu VR, sem í dag er skammstöfun fyrir „virðingu
og réttlæti“ en ekki Verzlunarmannafélag Reykjavíkur
eins og félagið hét lengst af.
Innan vébanda VR eru um 25 þúsund manns og félag-
ið fast í sessi, vel stætt og vel skipulagt. „Og getur haft
gríðarleg áhrif ef það vill,“ segir Kristinn sem tók við
formennsku í VR á aðalfundi félagsins í byrjun apríl á
þessu ári. Hann nam flugrekstrarfræði og starfaði lengi
sem slíkur, uns félagsmálin tóku yfir.
Ég fylgi hefðunum
Eldar kviknuðu innan VR í kjölfar bankahrunsins sl.
haust en þá þótti mörgum sem Gunnari Páli Pálssyni,
þáverandi formanni félagsins, hefði illa tekist að þjóna
tveimur herrum, sem formaður í stéttarfélagi og fulltrúi
í stjórn Kaupþings. Það leiddi til þess að kosningar voru
knúnar fram í félaginu, þar sem tveir buðu sig fram
gagnvart Gunnari. Þar sigraði Kristinn Örn sem fékk
tæp 42% greiddra atkvæða.
Kristinn segir það vissulega hafa verið nokkurt átak
að taka við formennskunni, enda hafi ríkt jafnvægi inn-
an VR og allt starf verið eftir hefðum sem mótast hafi á
löngum tíma.
„Auðvitað fylgir maður hefðunum. Hins vegar þegar
maður kemur inn nýr inn í svona embætti er nauðsyn-
legt að setja allan ágreining eða persónulegan ágreining
til hliðar og horfa á hagsmuni heildarinnar; þess mikla
fjölda fólks sem á félagið sem bakhjarl. Það er líka mik-
ilvægt að þetta fólk geti tekið virkan þátt í stefnumótun
félagsins. Hún á að vera meira en bara innanhússvinna
fárra útvalinna,“ segir Kristinn. Hann telur þetta mik-
ilvægt meðal annars í ljósi þess að nokkur félög versl-
unarmanna úti á landi hafa á síðustu misserum samein-
ast VR án þess að félagsleg áhrif liðsmanna þeirra hafi
að fullu verið tryggð. Nauðsynlegt sé að huga að þeim
þætti.
„Mér þótti vinnan við stöðugleikasáttmálann í sumar
yfirborðskennd. Því miður náðist ekki að fara nógu
djúpt í hlutina. Raunar hefur mér fundist talsvert skorta
á það innan ASÍ að þeir sem taka þátt í félagsstarfi innan
hreyfingarinnar fái allar nauðsynlegar upplýsingar í
tíma en því fylgir að sá sem best er upplýstur verður
mest ráðandi. Það er valdapólitík sem mér hugnast ekki
og verður að breyta,“ segir Kristinn Örn.
Hann segir engum vafa undirorpið að verkalýðs-
hreyfingunni hafi þó tekist að veita stjórnvöldum að-
hald. Ella hefði ríkisstjórn kosið að stoppa í fjárlagagatið
alfarið með skattahækkunum. Betur megi þó ef duga
skuli.
„Í stöðugleikasáttmálanum náðum við því í gegn að
45% af halla ríkissjóðs yrðu fjármögnuð með skatta-
hækkunum en 55% átti ná í gegn með niðurskurði. Því
miður hefur hallað á með þessi hlutföll og svo virðist
sem leysa eigi málið með skattahækkunum í meiri mæli
en samið var um.“
Réttmætar táknmyndir
Fyrirkomulag skattamála er eilíft umfjöllunarefni. Í eðli
sínu er skattlagning alltaf óvinsæl þótt allir viðurkenni
að ekki verði hjá henni komast. Og nú er ríkiskassinn er
götóttur og galtómur.
„Í þeim snúningi á skattamálunum sem nú er verið að
taka, er mikilvægt að halda í það einfalda skattkerfi sem
við Íslendingar höfum. Með því verndum þá sem
minnst hafa með hækkun persónuafsláttar. Reynsla mín
frá til dæmis Danmörku er að jaðarskattaáhrif af þrepa-
skatti, geta haft slæm áhrif, líka fyrir atvinnurekendur.
Á Norðurlöndum er algengt að þegar komið er fram á
haust vilji fólk ekki taka aukavinnu enda búið að ná
þeim tekjum á árinu sem það ætlar sér og vill ekki fær-
ast upp í næsta skattþrep. Ég held að svona þrepaskatt-
kerfi sé í raun hættulegt með tilliti til vinnugleðinnar og
dugnaðarins sem mun á endanum koma okkur út úr
kreppunni,“ segir Kristinn.
Meðallaun félaga í VR í dag eru um 400 þúsund krón-
ur á mánuði. Kannanirnar og niðurstöður hafa verið
lagðar til grundvallar í kjarabaráttu VR, þar sem Krist-
inn segir að mikilvægt sé að hækka lægstu laun. Þar
viðurkennir hann að afgreiðslufólkið í stórmörkuðum –
sem er í VR vel að merkja – sé enn sem fyrr á sinn hátt
réttmætar táknmynd láglaunafólks.
„Lægstu samningarnir hafa ráðið launakjörum fólks-
ins lengi. Við verðum að hverfa frá því. Nauðsynlegt er
að neysluviðmið verði komið inn í alla útreikninga um
hver raunveruleg lágmarkslaun skuli að vera. Um 8 til
10% félagsmanna okkar fá laun samkvæmt taxta en hin
90% njóta yfirborgana eða hlunninda af einhverju tagi.
Álykta má að í þeim hópi sé meðal annars fólk sem hef-
ur lengi verið á sama vinnustað og sýnt honum tryggð.
Slíkt er mjög einkennandi fyrir íslenskan vinnumarkað
sem er sveigjanlegur og bregst skjótt við aðstæðum,
þótt sorglega margir séu án atvinnu. Að vinna bug á böli
atvinnuleysis er stærsta viðfangsefnið á næstunni.“
Ljóstíra
við enda
ganga
Stjórnvöld hafa seilst lengra
en um var samið við að stoppa
í fjárlagagatið með skatta-
hækkunum, segir Kristinn
Örn Jóhannsson, formaður
VR. Hann tók við forystu fé-
lagsins á umbrotatímum en
segir mikilvægt að setja per-
sónulegan ágreining til hliðar
og vinna fyrir heildina.
Sigurður Bogi Sævarsson sbs@mbl.is
Morgunblaðið/Kristinn
„Að vinna bug á böli at-
vinnuleysis er stærsta
viðfangsefnið á næstunni,“
segir Kristinn Örn Jóhann-
esson formaður VR.