Morgunblaðið - 17.11.2009, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - 17.11.2009, Blaðsíða 4
4 FréttirINNLENT MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 17. NÓVEMBER 2009 Eftir Unu Sighvatsdóttur una@mbl.is ÞAÐ sem af er ári hafa 3.080 börn fæðst á Landspítala – háskólasjúkra- húsi, á fæðingardeildinni og í Hreiðr- inu. Í fyrra voru fæðingar alls 3.386 talsins og má því telja öruggt að stefni í fæðingarmet í ár en í fyrra varð líka töluverð aukning frá árinu 2007. „Við ættum að vera búin að ná sömu tölu og í fyrra núna um miðjan desember,“ segir Guðrún G. Egg- ertsdóttir, yfirljósmóðir fæðingar- deildar Landspítalans. Á fæðingardeild eru skráðar þær fæðingar sem í vændum eru og er planið nokuð jafnt í desember og það var í nóvember. „Það stenst nú aldrei alveg en gef- ur að minnsta kosti smáhugmynd um hvað er í vændum og miðað við það ættum við að geta verið svona 100- 140 fæðingum yfir í ár,“ segir Guð- rún. Stefnir í fjölgun yfir meðaltali Fjölgun fæðinga hefur verið um 2% á landsvísu á ári síðastliðin 10 ár en mest varð þó aukningin á milli ár- anna 2007 til 2008 því þá varð hún 7,8% á LSH. Gangi spár eftir verður fjölgun fæðinga í ár líka yfir meðal- tali síðustu 10 ára. Mikið álag hefur verið á starfsfólki fæðingardeildar undanfarin misseri, vinnuhlutfall ljósmæðra hefur verið skorið niður í sparnaðarskyni á sama tíma og barnsfæðingum fjölgar. Allt er þó gert til þess að konurnar finni ekki fyrir álaginu og segir Guð- rún starfið ganga ágætlega. „Við er- um í góðu jafnvægi, en auðvitað er verið að horfa á hvern einasta þátt sem leið til sparnaðar í rekstri, með hagræðingu vakta, engri yfirvinnu og fleira.“ Fæðingamet í vændum á næstunni  Fæðingum hefur fjölgað um 2% árlega síðasta áratug en nú stefnir í að fjölgunin verði yfir meðaltali  Gera má ráð fyrir að 100-140 fleiri Íslendingar fæðist í ár en í fyrra Morgunblaðið/Ásdís Glæný Fleiri Íslendingar fæðast með hverju árinu og stefnir í nýtt met. Eftir Önund Pál Ragnarsson onundur@mbl.is UM tólfþúsund hjón og pör í skráðu sambýli voru, á árinu 2008, að jafn- aði með milljón krónur eða meira í samanlagðar mánaðartekjur, sam- kvæmt talnagögnum á vef embættis ríkisskattstjóra. Stærstur hluti þess hóps er búsettur á höfuðborgar- svæðinu og Suðurnesjum. Þetta eru um 15% af öllum hjónum og sambýl- ingum sem telja fram til skatts á landinu. Umtalsverður hópur fólks yrði því fyrir áhrifum af mögulegri sam- sköttun á tekjum hjóna í hærri skattþrepum. Haft var eftir Stein- grími J. Sigfússyni fjármálaráð- herra í Morgunblaðinu í gær að slík samsköttun væri rædd í fjármála- ráðuneytinu sem líkleg breyting á skattkerfinu. Út frá sömu gögnum má áætla að á árinu 2008 hafi um 7.500 hjón og pör að jafnaði haft 1,2 milljónir króna eða meira á mánuði og um 4.000 haft eina og hálfa milljón eða meira. Að sögn Indriða H. Þorlákssonar, aðstoðarmanns fjármálaráðherra, er þó mjög ólíklegt að farin verði leið algerrar samsköttunar. Hún getur enda leitt til minni tekjuskattgreiðslna í þrepaskiptu skattkerfi, þegar tekjur hjóna eru mjög misháar. Engu að síður má vit- anlega hugsa upp ýmsar útfærslur af samsköttun sem geta leitt til tekjuauka fyrir ríkið en Indriði segir þó að sama skattprósenta eigi að gilda fyrir fólk, óháð því hvort það er gift, í sambúð eða einhleypt. Hann segir rætt um að fara ein- hvers konar blandaða leið en ekki hafi verið ákveðið við hvaða fjár- hæðir eigi að miða. Hvað tekjuskatt varðar er sam- sköttun hjóna og sambýlisfólks í dag eingöngu sú að ónýttan persónu- afslátt, 506.640 krónur á ári, má flytja á milli maka. Hún er til dæmis ekki falin í því að tekjur hjóna séu lagðar saman og sú summa notuð til að staðsetja þau í skattstiganum. Hjúskapur meira skattamál en áður Alger samsköttun hjóna og sambýlisfólks ekki í spilunum Í HNOTSKURN »Rætt er um að setja áþrepaskiptan tekjuskatt með a.m.k. þrjú þrep. »36% skatt á tekjur upp að250.000 krónum, 41% á tekjur upp að hálfri milljón og 47% á tekjur þar fyrir ofan. »Samsköttun á hjónum meðháar tekjur, sem leið til auka tekjur ríkissjóðs, væri ekki mjög breiður skattstofn. BISKUP Íslands, Karl Sigurbjörns- son, segir að regl- ur þjóðkirkjunnar gefi svigrúm fyrir prestskosningar við sameiningu prestakalla eins og þá sem sam- þykkt hefur verið fyrir Selfoss- og Hraungerðis- prestaköll. „Það eru gamlar reglur og hefðir fyrir því að presturinn sem eftir situr verði sóknarprestur,“ sagði Karl. Því er ljóst að séra Kristinn Ágúst Frið- finnsson í Hraungerðisprestakalli verður sóknarprestur í hinu samein- aða prestakalli. Sem kunnugt er var séra Óskar H. Óskarsson ráðinn tímabundið sem prestur á Selfossi í afleysingum. Hann ætlar að hverfa til fyrri starfa sem prestur við Ak- ureyrarkirkju þegar afleysingu hans á Selfossi lýkur. Karl taldi að rök margra sem sam- þykktu sameiningu Selfoss- og Hraungerðisprestakalla á nýliðnu kirkjuþingi hefðu verið að með því gætu orðið tveir prestar á Selfossi. Að öðrum kosti hefði það ekki verið hægt vegna kostnaðar. „Embætti prests verður auglýst og það verður hægt að hafa kosningu til þess,“ sagði Karl. Hann reiknaði með að embætti prests í sameinuðu prestakalli yrði auglýst á allra næstu dögum. Samkvæmt starfsreglum um presta þjóðkirkjunnar er skylt að efna til almennrar prestskosningar óski minnst þriðjungur atkvæðis- bærra sóknarbarna í prestakalli eftir því. Skrifleg ósk um kosningu þarf að berast biskupi eigi síðar en hálfum mánuði eftir að prestakallið var aug- lýst laust til umsóknar. Karl sagði að í raun og veru væri ekki mikill munur á stöðu eða kjörum sóknarprests og prests í sama prestakalli. Sóknarpresturinn væri þó í fyrirsvari og ábyrgur fyrir því að allt gengi eðlilega fyrir sig. Hann væri þó ekki yfirmaður hins prests- ins. gudni@mbl.is Sóknarbörn geta komið á kosningu Karl Sigurbjörnsson Óskar H. Óskarsson Kristinn Ágúst Friðfinnsson Á Selfossi ganga nú undir- skriftalistar með áskorun til bisk- ups um að þar fari fram almennar prestskosningar. Listarnir liggja m.a. frammi á bensínstöðvum og áhugafólk safnar undirskriftum. Sigríður Jensdóttir, sem unnið hefur að undirskriftasöfnuninni, segir að ekki nægi að fólk setji nafn sitt á Facebook-síðu til stuðnings séra Óskari H. Ósk- arssyni. Það verði að skrifa á listana sem sendir verða biskupi Íslands. Undirskriftasöfnun ÞRÖSTUR Leó Gunnarsson leikari, Jón Atli Jónasson leikritahöfundur og Ágústa Skúladóttir leikstjóri fengu í gærkvöldi viðurkenningar úr Minningarsjóði frú Stefaníu Guðmundsdóttur. Sjóðurinn var formlega stofnaður 1965 til minningar um móður Önnu Borg, en hún og Poul Reumert, eig- inmaður hennar, lögðu drög að honum. Tilgangurinn er að gera hæfileikaríkum leikurum mögulegt að kynn- ast erlendri leiklist og var fyrst veitt úr sjóðnum 1970. Sjóðurinn hefur alls verðlaunað 34 listamenn. VERÐLAUNAHAFAR ÚR LEIKARASTÉTT Morgunblaðið/Árni Sæberg Lyfjaval.is • sími 577 1160 Bílaapótek Hæðarsmára Mjódd • Álftamýri V ol ta re n G el ® (D ík ló fe na kt ví et ýl am ín 11 ,6 m g/ g) er no ta ð se m st að -b un d in út vo rt is m eð fe rð vi ð vö ðv a- og lið ve rk ju m .L yf ið m á ek ki b er a á sk rá m ur ,o p in sá re ða á ex em ,v ar is ts ne rt in gu vi ð au gu og sl ím hú ði r, no tis t ei ng ön gu út vo rt is og m á al d re it ak a in n. Þ eg ar ly fið er no ta ð án áv ís un ar læ kn is sk al ha fa sa m b an d vi ð læ kn i ef ei nk en ni b at na ek ki eð a ve rs na in na n vi ku . Á m eð gö ng u sk al áv al t le ita rá ða læ kn is eð a ly fja fr æ ði ng s áð ur en ly fið er no ta ð, þ ó sk al þ að ek ki no ta ð á sí ða st a þ rið ju ng im eð gö ng u. V ol ta re n G el ® er ek ki æ tla ð b ör nu m yn gr ie n 12 ár a. Lí til hæ tt a er á of sk öm m tu n ve gn a út vo rt is no tk un ar ly fs in s. Le sa sk al va nd le ga le ið b ei ni ng ar á um b úð um og fy lg is eð li. G ey m ið þ ar se m b ör n hv or ki ná til né sj á. M ar ka ðs le yf is ha fi: N ov ar tis H ea lth ca re .U m b oð á Ís la nd i: A rt as an eh f., S uð ur hr au ni 12 a, 21 0 G ar ða b æ . Hefur þú prófað verkjastillandi og bólgueyðandi í túbu? 25% afsláttur* Díklófenak tvíetýlamín 11,6 mg *50g pakkningar

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.