Morgunblaðið - 17.11.2009, Side 17
Daglegt líf 17ÚR BÆJARLÍFINU
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 17. NÓVEMBER 2009
Sameiningu sveitarfélaga á Snæ-
fellsnesi bar á góma í síðasta bæj-
arlífspistli þar sem um þær mundir
hafði bæjarstjórnin í Grundarfirði
óskað eftir viðræðum við önnur
sveitarfélög á Snæfellsnesi um
mögulega sameiningu. Héraðsnefnd
sem skipuð er fulltrúum þessara
sveitrafélaga tók málið upp og af
þeim fundi spurðust þau tíðindi að
ekki væri að finna hljómgrunn fyrir
slíkum viðræðum milli sveitarfélaga.
Það hefur síðan verið í umræð-
unni að það geti orkað tvímælis að
bæjarfulltrúarnir sjálfir séu að
fjalla um sameiningu þar sem sam-
einingin snerti jú þeirra eigin skinn.
Það hefur einnig verið bent á að til
sameiningar komi fyrr eða síðar og
þá með stjórnvaldsboði og sé því
vænlegra fyrir sveitarfélögin að
hafa frumkvæðið í þessu málefni
frekar en fá á sig lögskipaða sam-
einingu án þess að fá nokkru um
það ráðið hvernig sú sameining,
teiknuð upp á skrifborði í ráðuneyti,
líti út.
Það er gaman að verða gamall í
Grundarfirði heyrðist á skotspónum
um daginn, það er svo fjölbreytt af-
þreying sem er í boði sagði sá hinn
sami. Það er leikfimi tvisar í viku,
söngæfingar einu sinni í viku,
handavinna tvisvar í viku, og svo er
spilað og farið í ferðir og hver dagur
nánast fullbókaður sagði sá sem um
ræðir. Það er augljóst að upp á lífs-
hamingjuna skiptir miklu máli að
hafa að einhverju að hverfa eftir að
starfsævinni lýkur. Við Íslendingar
höfum verið það heppnir fram til
þessa að geta nýtt starfskrafta
eldra fólks nánast meðan heilsa og
þrek og vilji hefur staðið til vinnu
en breyttir tímar eru nú augljóslega
fyrirsjáanlegir og þá skiptir máli að
geta látið sig hlakka til þess að hafa
slíkt framboð af afþreyingu á efri
árum.
Líkamsræktarstöð hefur nú verið
opnuð í Grundarfirði. Líkamsrækt-
arstöðin sem starfrækt verður í
kjallara íþróttahússins var opnuð
með pompi og prakt síðastliðinn
laugardag. Fram að þessu hafa þeir
sem huga að ástandi líkama síns
ekið til Ólafsvíkur um 20 km leið
sem eru þá rúmlega 40 km báðar
leiðir og þá oftar en ekki nokkrum
sinnum í viku. Þetta er kannski ekki
langur spotti í akstri en sé mið tekið
af sívaxandi eldsneytiskostnaði bif-
reiða er þessi opnun líkamsræktar-
unnendum mikil búbót.
Fjölbrautaskóli Snæfellinga er með-
al þeirra skóla sem valdir hafa verið
til þess að taka þátt í 40 ára afmæl-
ishátíð Appolo 11. FSN er einn af
fimm alþjóðlegum framhaldsskólum
sem taka þátt í undirbúningi hátíð-
arinnar með fræðslu um geimvís-
indi, samkeppni um myndverk og
göngukeppni. Fróðleikur um geim-
ferðir og stjarnvísindi er ofarlega á
dagskrá í aðdraganda afmælisins og
kynningarefni verður til reiðu í
náms- og kennslukerfi skólans. Af
þessu tilefni verður sérstakur
þemadagur/þekkingarmaraþon í
FSN fimmtudaginn 19. nóvember
þar sem m.a. verður settur gagn-
virkur fundur með vísindamönnum í
Johnson Space Center í Bandaríkj-
unum sem liður í afmælishátíð
NASA.
Fiskispjall er nauðsynlegur enda-
punktur á bæjarlífspistli úr Grund-
arfirði þar sem líf fólks grundvallast
á fiski. Aflabrögð hafa verið ágæt
það sem af er hausti og gæftir
þokkalegar. Sægarpur hóf fyrir
nokkru aftur veiðar og vinnslu á
beitukóngi og Reykofninn er í stöð-
ugri vinnslu á sæbjúgum, hvort
tveggja telst til óhefðbundinna
veiða og vinnslu og eru dæmi um
áhugaverð sprotafyrirtæki í sjávar-
útvegi.
GRUNDARFJÖRÐUR
Gunnar Kristjánsson fréttaritari
Morgunblaðið/Gunnar Kristjánsson
Afþreying Eldri borgarar í Grundarfirði hafa nóg að gera. Hér taka þær
Guðlaug, Pálína, Vigdís og Jónína þátt í skemmtilegu spilahlaupi.
Jón Ingvar Jónsson skrifar áheimasíðu sína, heimskringl-
a.net: „Þann 5. nóvember Anno
Domini Nostri Iesu Christi 2009,
hélt séra Hjálmar Jónsson teiti í
Máli og Menningu vegna úgáfu bók-
ar sinnar sem ber heitið Hjart-
sláttur.
Hjálmar, sem hempupróf tók,
hróður sinn allsstaðar jók,
hvar sem hann dvaldist
hann dýrlingur taldist;
samt er hann bestur á bók.
Strax á útgáfudegi lenti Hjart-
sláttur, bók séra Hjálmars Jóns-
sonar á náttborði mínu. Hégómi
minn fékk mig til að ganga strax úr
skugga um það hvort mín væri ein-
hversstaðar getið í ritinu.
Ég sofna við guðsmannsins hjartslátt
og hlýju
og háleitust gildin.
Á blaðsíðu 229
er tærasta snilldin.“
Og hann greiðir séra Hjálmari
atkvæði sitt á Leirnum, póstlista
hagyrðinga:
Hatar lesti, en hjá oss sest
hátt þó flestir væli.
Góður prestur gerir mest
gagn í pestarbæli.
Ekki það að Hjálmar þurfi að
reiða sig á atkvæði, horfinn af þingi
yfir í Dómkirkjuna, eins og Jón
Ingvar vekur máls á:
Þó að hverfi úr þingsins röðum,
þjóna vilji á æðri stöðum
séra Hjálmar klár og kænn,
hann mun sækja beint á brattann,
berjast hart við sjálfan Skrattann
sem vafalaust er vinstri grænn.
VÍSNAHORNIÐ | pebl@mbl.is
Hjálmar og Hjartsláttur
Greiðsluáskorun
Innheimtumenn ríkissjóðs skora hér með á gjaldendur eft-
irtalinna gjalda að gera skil nú þegar eða í síðasta lagi
innan 40 daga frá dagsetningu áskorunar þessarar:
Gjöldin eru: Staðgreiðsla tekjuskatts, útsvars og tryggingagjalds sem fallið hefur í eindaga til
og með 16. nóvember 2009, virðisaukaskattur sem fallið hefur í eindaga til og með 5. nóv-
ember 2009 og önnur gjaldfallin álögð gjöld og ógreiddar hækkanir er fallið hafa í eindaga til
og með 16. nóvember 2009, á staðgreiðslu tekjuskatts, útsvars og tryggingagjalds, virðis-
aukaskatti, virðisaukaskatti í tolli, vanskilum launagreiðenda á gjöldum í og utan stað-
greiðslu, fjármagnstekjuskatti á skilaskylda aðila, áfengisgjaldi, launaskatti, bifreiðagjaldi, úr-
vinnslugjaldi, olíugjaldi, kílómetragjaldi, viðbótar- og aukaálagningu söluskatts vegna fyrri
tímabila, skráningargjaldi vegna lögskráningar sjómanna, vinnueftirlitsgjaldi, vörugjaldi af
innlendri framleiðslu, vörugjaldi af ökutækjum, eftirlitsgjöldum, aðflutningsgjöldum, skila-
gjaldi á umbúðir, fasteignagjöldum, skipulagsgjaldi, skipagjöldum, fisksjúkdómagjaldi, jarð-
arafgjaldi, sektum skattrannsóknarstjóra, ofgreiddri uppbót á eftirlaun og álögðum þing- og
sveitarsjóðsgjöldum, sem eru:
Tekjuskattur og útsvar ásamt verðbótum á ógreiddan tekjuskatt og útsvar, sérstakur tekju-
skattur manna, eignarskattur, sérstakur eignarskattur, fjármagnstekjuskattur, slysatrygg-
ingagjald vegna heimilisstarfa, tryggingagjald, búnaðargjald, iðnlánasjóðs- og iðnaðar-
málagjald, markaðsgjald, gjald í framkvæmdasjóð aldraðra og skattur af verslunar- og
skrifstofuhúsnæði, ofgreiddar barnabætur og ofgreiddar vaxtabætur.
Fjárnáms verður krafist án frekari fyrirvara að þeim tíma liðnum fyrir vangoldnum eftirstöðv-
um gjaldanna ásamt dráttarvöxtum og öllum kostnaði, sem af innheimtu skuldarinnar kann að
leiða, á kostnað gjaldenda.
Athygli skal vakin á því að auk óþæginda hefur fjárnám í för með sér verulegan kostnað fyrir
gjaldanda. Fjárnámsgjald í ríkissjóð er allt að 12.700 kr. fyrir hvert fjárnám. Þinglýsingar-
gjald er 1.350 kr. og stimpilgjald 1,5% af heildarskuldinni, auk útlagðs kostnaðar eftir atvik-
um. Eru gjaldendur hvattir til að gera full skil sem fyrst til að forðast óþægindi og kostnað.
Þá mega þeir gjaldendur, sem skulda staðgreiðslu, staðgreiðslu tryggingagjalds, vörugjald, af-
dreginn fjármagnstekjuskatt, áfengisgjald og virðisaukaskatt, búast við því að starfsemi þeirra
verði stöðvuð án frekari fyrirvara, þeir gjaldendur er skulda bifreiðagjöld og þungaskatt mega
eiga von á að skráningarnúmer verði tekin af ökutækjum þeirra án frekari fyrirvara og þeir
gjaldendur sem skulda gjöld þar sem lögveð fylgir mega búast við að send verði út sérstök
greiðsluáskorun fyrir gjaldföllnum kröfum. Greiðsluáskorunin hefur ekki áhrif á þessi inn-
heimtuúrræði þannig að fyrrgreindur 40 daga frestur frá dagsetningu áskorunar þessarar gildir
ekki í þessum tilvikum.
Reykjavík, 17. nóvember 2009.
Tollstjóri
Sýslumaðurinn í Kópavogi
Sýslumaðurinn í Hafnarfirði
Sýslumaðurinn í Keflavík
Sýslumaðurinn á Akranesi
Sýslumaðurinn í Borgarnesi
Sýslumaðurinn í Stykkishólmi
Sýslumaðurinn í Búðardal
Sýslumaðurinn á Ísafirði
Sýslumaðurinn í Bolungarvík
Sýslumaðurinn á Patreksfirði
Sýslumaðurinn á Hólmavík
Sýslumaðurinn á Siglufirði
Sýslumaðurinn á Sauðárkróki
Sýslumaðurinn á Blönduósi
Sýslumaðurinn á Akureyri
Sýslumaðurinn á Húsavík
Sýslumaðurinn á Seyðisfirði
Sýslumaðurinn á Eskifirði
Sýslumaðurinn á Höfn
Sýslumaðurinn í Vestmanna-
eyjum
Sýslumaðurinn á Selfossi
Sýslumaðurinn í Vík
Sýslumaðurinn á Hvolsvelli