Morgunblaðið - 17.11.2009, Blaðsíða 28

Morgunblaðið - 17.11.2009, Blaðsíða 28
28 MenningFÓLK MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 17. NÓVEMBER 2009  Félagið Ísland-Palestína stendur fyrir samstöðu- og styrktartón- leikum á Batteríinu í Hafnarstræti annað kvöld, 18. nóvember, kl. 21. Fram koma Retro Stefson (Logi Pedro bassaleikari er á mynd), Reykjavík!, For a Minor Reflection og Útidúr. Aðgangseyrir er 1000 kr. og rennur óskiptur í neyð- arsöfnun fyrir íbúa Gaza-svæðisins. Rokk á samstöðu- og styrktartónleikum Fólk „VIÐ erum að halda þetta í fyrsta sinn en okkur langaði til að gera eitthvað í sambandi við „Trans- gender day of remembrance“ sem er haldinn há- tíðlegur 20. nóvember,“ segir Sesselja María Mortensen, formaður Félags hinsegin stúdenta, um trans-dagana sem standa nú yfir í Háskóla Ís- lands. Markmiðið með dögunum er að varpa ljósi á stöðu trans-fólks í íslensku samfélagi og vekja athygli á trans-málefnum. Hvað þarf helst að fræða fólk um um trans? „Við viljum fræða fólk um rétta hugtakanotkun og hvað það er að vera trans, það er frekar lítil þekking á trans og orð eins og kynskiptingur og kynskiptaaðgerð mikið notuð þótt trans-fólk vilji ekki nota þau. Dagskrá daganna samanstendur af frekar almennri umfjöllun um trans.“ Í dag kl. 11.40 fer fram málstofa í stofu 101 á Háskólatorgi um transgender-réttindabaráttu á Íslandi og áhrif að utan. Fyrirlesari er Anna Jonna Ármannsdóttir. Í kvöld kl. 18 verður mynd- in She’s a Boy I knew sýnd í Norræna húsinu. Á morgun flytur Jóna Ingibjörg Jónsdóttir erindið „Yfir og út – hugtök og sjálfsmyndir í trans- heimum“, auk Davíðs Þórs Jónssonar sem heldur stutt erindi. Trans-dögunum lýkur á föstudaginn með gender-bender-kvöldi félags hinsegin stúd- enta. „Það væri gaman að hafa einhverja svona dag- skrá að minnsta kosti á hverri önn. Við tókum þátt í jafnréttisdögum fyrr í haust með einum fyr- irlestri og stefnum að því að hafa málstofur reglu- lega,“ segir Sesselja að lokum. ingveldur@mbl.is Félag hinsegin stúdenta heldur trans-daga Morgunblaðið/Kristinn Stuð Trans-dagar standa yfir í Háskóla Íslands.  „Það var eitt sinn snót með fim- an fót sem flýtti sér á stefnumót,“ syngur Sigríðar Thorlacius svo ljúft á disknum Á Ljúflingshól. Hún mun eflaust syngja það jafn ljúflega á Rósenberg í kvöld þar sem hún verður með Heiðurspilt- unum sínum, Sigurði Guðmunds- syni, Gleðisveitinni Gúmesen og öðrum góðum gestum. Á þessum tónleikar verða lög af Á Ljúflingshól leikin auk annarra laga úr ranni Jóns Múla sem ekki náðu inn á plötuna. Einnig verða á dagskránni aðrar íslenskar dæg- urperlur sem Sigríður og Sigurður syngja saman og hvort í sínu lagi. Eftir Árna Matthíasson arnim@mbl.is ÞÓ að lítið hafi heyrst frá hljóm- sveitinni Úlpu undanfarin ár er hún enn starfandi og minnir rækilega á sig með nýrri breiðskífu sem kem- ur út í vikunni; Jahiliya. Nokkrar mannabreytingar hafa orðið í sveit- inni undanfarið og því birtist okkur ný Úlpa á næstu plötu. Kjarni Úlpu er sem forðum þeir Magnús Leifur Sveinsson og Bjarni Guðmann Jónsson. Frá því síðasta breiðskífa sveitarinnar kom út fyr- ir rétt rúmum fjórum árum hafa orðið nokkrar breytingar á sveit- inni, en hún þó aldrei hætt. Þeir rekja söguna svo að þegar bassa- leikari hennar til langs tíma dró sig út úr músíkinni ákváðu þeir að taka sé frí frá störfum og þeir Magnús Leifur og Bjarni Guðmann settu saman hliðarverkefni, Thun- dercats, sem sendi frá sér eina breiðskífu. Thundercats kom úr allt annarri átt en Úlpa, hljómborð og trommu- heilar, en þeir félagar segja að þá hafi verið farið að langa til að kom- ast í meira rokk, gítar, bassi og trommur. „Nú er þetta mun ákveðnara og þéttara, meira líf í því,“ segir Magnús Leifur. „Þetta er nákvæmlega eins og ég hef allt- af viljað að Úlpa væri,“ segir Bjarni Guðmann og Magnús Leifur tekur í sama streng: „Okkur finnst við hljóma meira núna eins og við eig- um að hljóma, eins og okkur lang- aði til að Úlpa væri.“ Áhugi frá Þýskalandi Platan nýja varð til í samvinnu þeirra tveggja en síðan kölluðu þeir á aðstoð til að spila músíkina á tónleikum og þeir tveir sem lögðu þeim lið, Björn „Bassi“ Ólafsson á trommur og Magnús Árni Öder á bassa, eru nú að fullu gengnir í sveitina eins og sjá mátti á Airwa- ves um daginn. „Þetta er reyndar hálfskrýtið því við erum að spila það sem við vorum búnir að semja tveir og taka upp,“ segir Magnús Leifur, „en þeir eru orðnir hluti af bandinu og verða þannig með á fullu þegar við förum í stúdíó að taka upp EP-plötu eftir áramót,“ heldur Bjarni Guðmann áfram. „Við vorum komnir á endapunkt með plötuna þegar þeir komu inn í bandið og okkur fannst rétt að klára hana í samræmi við það.“ Platan kemur út í vikunni, eins og getið er, og þeir félagar stefna á spilamennsku eftir því sem þeir fá að komast að. Það er þó líka sitt- hvað í gangi ytra og þýskt fyr- irtæki sem þeir hafa unnið með áð- ur hefur lýst áhuga sínum á að gefa plötuna út þar í landi. „Við erum þó ekkert farnir að pæla í því, þurfum að koma okkur almennilega í gang.“ Morgunblaðið/Kristinn Endurnærð Hljómsveitin Úlpa kemur til byggða. Nýr mannskapur, nýtt líf Úlpa sendir frá sér sína þriðju plötu, Jahiliya, í vikunni Eftir Arnar Eggert Thoroddsen arnart@mbl.is „ÞETTA hefur verið mjög mikil vinna,“ segir Haukur Heiðar Hauks- son, gítarleikari og söngvari Diktu. „Síðustu mánuðir hafa verið mjög stífir en við erum allir í fullri vinnu meðfram þessu. Þannig að síðustu mánuðir hafa einkennst af 200% vinnu og gott betur en það. En mað- ur sér ekki eftir einni sekúndu. Þetta er það sem gefur lífinu gildi.“ Diktuliðar tóku plötuna upp sjálfir í eigin hljóðveri/æfingahúsnæði og hafa þeir verið að sjálfmennta sig í þeim fræðum undanfarin ár. Með- limirnir fjórir eru nú jafnvígir á allt sem því viðkemur og unnu t.a.m. síð- ustu upptökulotuna tveir og tveir saman. „Þetta er vissulega mjög þétt grúppa,“ segir Skúli Z. Gestsson, bassaleikari sem er mættur í spjallið ásamt Hauki. „Að gera þetta svona sjálfir gerði þetta meira að plötunni „okkar“ einhvern veginn.“ Dikta hefur sig enda upp fyrir það að vera „bara“ hljómsveit, hér fer hópur manna sem er bundinn traustum vináttuböndum. „Sú staðreynd hjálpar,“ segir Haukur. „Við erum ekki bara að hittast sem hljómsveit, heldur líka sem vinir, og það gefur þessu öllu saman meira vægi. Við erum búnir að vera í þessu í ellefu ár og fyrir mína parta gæti ég ekki hugsað mér að búa til tónlist með manneskju sem ég væri ekki að tengja við á þann hátt.“ Allt tekið upp Vinirnir kasta ekki til höndunum þegar kemur að tónlistinni, allar æf- ingar eru teknar upp og þær eru nýttar í að vinna efni og semja frem- ur en að renna einfaldlega í gegnum settið. „Svo förum við í gegnum þessa klukkutíma og stundum heyrum við einhverja búta sem hægt er að nýta í lögin,“ segir Skúli. „Stundum eitt- hvert djamm sem allir voru búnir að gleyma!“ Lögin „Let Go“ og „Just Getting Started“ hafa hljómað nokkuð á öld- um ljósvakans og eftir að hafa unnið þau öðluðust Diktumenn sjálfstraust gagnvart því að keyra plötuna í gegn einir og óstuddir. Platan var hins vegar hljómjöfnuð af Jens nokkrum Bogren sem hefur unnið með þunga- rokksveitum eins og Opeth og Amon Amarth. Sköpunarkraftur Skúli segir að lokum að þeir fé- lagar eigi nóg inni og með tilkomu eigin upptökuaðstöðu sé enn meiri kraftur kominn í lagasmíða- og sköpunarferlið. Það hafi aldrei verið skemmtilegara að búa til tónlist en einmitt nú. „Það koma allir með eitthvað að borðinu og okkur fer vel að vinna saman. Við erum enn að leita, mætti segja, og ég vona innilega að við finnum aldrei það sem við erum að leita að.“ Við erum enn að leita  Gæðasveitin Dikta gefur út sína þriðju plötu, Get it Together  Kemur í kjölfar hinnar frábæru Hunting for Happiness, sem út kom fyrir fjórum árum Morgunblaðið/Árni Sæberg Vinir Dikta hefur starfað saman í ellefu ár og deila meðlimir vináttu auk óslökkvandi tónlistarástríðunnar. Dikta heldur útgáfutónleika vegna plötunnar á NASA, nú á fimmtu- daginn. Sveitin hefur líka sett Út- varp Dikta „í loftið“ (sjá myspace- og facebook-síður sveitarinnar). Þess má þá geta að fjögur aukalög fylgja plötunni ef hún er keypt á tonlist.is Sigríður Thorlacius & Heiðurspiltar í sveiflu

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.