Morgunblaðið - 17.11.2009, Qupperneq 8

Morgunblaðið - 17.11.2009, Qupperneq 8
8 FréttirINNLENT MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 17. NÓVEMBER 2009 Áskriftarsjóður ríkisverðbréfa Góður ávöxtunarkostur – einnig í áskrift Hafðu samband við ráðgjafa okkar í síma 460 4700 eða kynntu þér málið á www.iv.is *Árleg meðalávöxtun frá 15.01.2001 til 31.10.2009. Ávöxtun í fortíð er ekki ávísun á ávöxtun í framtíð. Áskriftarsjóður ríkisverðbréfa er verðbréfasjóður skv. lögum nr. 30/2003 um verðbréfasjóði og fjárfestingarsjóði. Rekstrarfélag verðbréfasjóða ÍV hf. er rekstrarfélag sjóðsins. Útboðslýsingu og nánari upplýsingar er hægt að nálgast á heimasíðu www.iv.is. Fjárfestar eru hvattir til að kynna sér útboðslýsingu sjóðsins og þá sérstaklega umfjöllun um áhættuþætti. Við öflum fyrir þig 9,8% 100%RÍKISTRYGGING MEÐALÁVÖXTUN* Strandgata 3 600 Akureyri I Sigtún 42 105 RVK Sími: 460 4700 I www.iv.is I iv@iv.is FRÉTTASKÝRING Eftir Unu Sighvatsdóttur una@mbl.is Í FRUMVARPI til nýrra fjölmiðla- laga sem kynnt var fyrir Alþingi í október eru ákvæði um að sjón- varpsauglýsingar verði bannaðar í dagskrá sem ætluð er börnum yngri en 12 ára. Nánar tiltekið verður bannað að auglýsa 5 mínútum áður en barnaefni hefst og 5 mínútum eftir að því lýkur. Í greinargerð með frumvarpinu kemur fram að með þessu banni sé komið til móts við sjónarmið margra aðildarríkja ESB um að takmarka verði auglýsingar með óhollum matvælum sem beint er að börnum. Tillagan er m.a. rökstudd með því „hversu móttækileg börn eru fyrir ýmiskonar viðskiptaorðsendingum auk þess sem rannsóknir sýna sí- fellda aukningu offitu meðal þeirra.“ Ung börn hafi almennt ekki þroska til að skilja muninn á auglýs- ingum og öðru efni þrátt fyrir að þau geri greinarmun frá 5 ára aldri sé það ekki fyrr en við 8 ára aldur sem þau hafi þroska til að skilja að auglýsingar séu hlutdrægar. Ýmsar ranghugmyndir Í tilefni af þessum fyrirhuguðu lagabreytingum hélt Friðrik Ey- steinsson, aðjúnkt í markaðsfræði við viðskiptafræðideild Háskóla Ís- lands, fyrirlestur á föstudag undir yfirskriftinni „Hafa auglýsingar nei- kvæð áhrif á börn?“ þar sem m.a. kom fram að rökin baki auglýs- ingabanninu stæðust ekki skoðun. „Fólk er haldið alls kyns rang- hugmyndum um hvernig auglýs- ingar virka,“ segir Friðrik. M.a. sé algengt að þegar verið er að leggja mat á áhrif auglýsinga sé áhorf á auglýsingar ekki mælt, heldur heildaráhorf á sjónvarp. Sú ályktun sé svo dregin að þar sem börn horfi mikið á sjónvarp þá horfi þau jafnframt mikið á auglýs- ingar og til þeirra megi svo rekja of- fituna. „Ástæðan er að sjálfsögðu sú að þau horfa bara of mikið á sjón- varp, þau sitja of mikið kjur,“ segir Friðrik. Rannsóknir hafi verið gerð- ar í m.a. Svíþjóð, Belgíu, Hollandi og Bretlandi en hvergi hafi verið sýnt fram á með sannfærandi hætti að auglýsingar hafi áhrif t.d. á mat- arvenjur barna, notkun þeirra á tóbaki eða áfengi eða að auglýsingar hafi yfirleitt nokkur langtímaáhrif. Til viðbótar vísar Friðrik í rann- sókn sem birt var árið 2007 þar sem kannað var hvort tengsl væru á milli auglýsingaáreitis í sjónvarpi í Bandaríkjunum og aukinnar of- þyngdar eða offitu 2-11 ára barna. Samanburður var gerður á milli tveggja ára, 1977 áður en offita varð vandamál og 2004 eftir að hún var farin úr böndunum. Niðurstöðurnar voru m.a. að auglýsingar voru sýnd- ar í 19% færri mínútur árið 2004 en tæpum 30 árum fyrr, auk þess sem auglýsingum fyrir matvöru hafði fækkað um 9%. Á sama tíma hafði hinsvegar auglýsingum sem ýta undir kyrrsetu, s.s. fyrir kvikmynd- ir og tölvuleiki, fjölgað og offita u.þ.b. fimmfaldast. Enn sé það því hreyfingarleysið sem sé orsökin. Auglýsingar hafa samt áhrif „Svo hafa menn gert samanburð á milli landa og þá kemur í ljós að það er engin fylgni á milli fjölda auglýsinga per klukkutíma og of- þyngdar. Hún er sama vandamál í Svíþjóð, þar sem þær eru bannaðar, og í löndum þar sem sýndir eru tug- ir auglýsinga per klukkutíma.“ Friðrik neitar því hinsvegar ekki að auglýsingar hafi áhrif, annars myndi enginn auglýsa. En rann- sóknir sýni að með auglýsingum sé hægt að hafa áhrif á hvaða vöru- merki fólk kaupir ef það ætlar sér að kaupa vöruna á annað borð, en ekki á hversu mikið magn það kaupi eða hvort það leiðist út í ofneyslu. Auglýsingabann á barnatíma órökstutt Segir fólk haldið alls kyns ranghugmyndum Morgunblaðið/Kristinn Barnatími Auglýsingabannið mun hefjast 5 mínútum áður en barnadagskrá í sjónvarpi hefst og stendur þar til 5 mínútum eftir að útsendingunni lýkur. Í HNOTSKURN »Bannið á einungis við umsjónvarp en enga aðra fjöl- miðla sem birta barnaefni og auglýsingar. »Ekki hefur verið sýnt framá tengsl milli auglýsinga og kauphegðunar barna. »Mikilvægustu áhrifavald-arnir hvað varðar viðhorf og atferli barna eru fjölskylda og jafningjar. Í nýju fjölmiðlafrumvarpi er gert ráð fyrir banni við auglýsingum í kringum barnatíma í sjónvarpi. Engar rannsóknir hafa sýnt fram á langtímaáhrif auglýsinga á neysluviðhorf barna. Eftir Örn Arnarson ornarnar@mbl.is ÞVERRANDI trú á því að gengi ís- lensku krónunnar muni styrkjast umtalsvert á næstu misserum gerir það að verkum að innflytjendur og smásalar bíða færis til þess að hækka vöruverð til samræmis við þróunina. Þetta er mat Snorra Jak- obssonar, sérfræðings hjá rann- sóknarfyrirtækinu IFS-greiningu. IFS spáir 8,38% verðbólgu á árs- grundvelli í nóvember en Snorri segir verðbólgu næstu mánaða háða töluverðri óvissu vegna stöðu krón- unnar og svo áhrifa skattahækk- unaráforma ríkistjórnarinnar. Verðbólgumæling hagstofunnar í október benti til þess að menn hefðu vanmetið áhrif gengislækkunar krónunnar undanfarið á verðlag. Snorri segir ýmislegt gefa ástæðu til þess að ætla að gengisþróunin muni hafa frekari áhrif á verðlag. Ekki síst vegna þess að væntingar manna um styrkingu krónunnar fara nú þverrandi og þar með aukast líkurnar á því að menn fari að velta breytingunum út í verðlag- ið. Viðbúið sé að jólavarningurinn hafi verið keyptur til landsins á lægra gengi en þær vörur sem voru fyrir í verslunum og það mun vafa- laust leiða til einhverra verðhækk- ana í desember. Verðhækkanir vegna vsk. Í framhaldinu er ekki útilokað að verslunarmenn muni nota tækifærið þegar hækkanir á virðisaukaskatti taka gildi um áramótin og hækka verð á innfluttum varningi frekar til þess að bregðast við gengisþróun- inni. Þrátt fyrir að IFS-greining geri enn ráð fyrir að verðbólga muni ganga niður fljótt á næsta ári telja sérfræðingar fyrirtækisins að meiri hætta sé á því en áður að hún verði þaulsætnari en vonir hafa staðið til. Eins og fjallað var um í blaðinu á fimmtudag hefur mátt sjá vísbend- ingar á skuldabréfamarkaði um að verðbólguvæntingar hafi breyst til hins verra á undanförnum mánuð- um. Nýjasta verðbólguspá Seðla- bankans, sem birtist í Peningamál- um á dögunum, endurspeglar þessa þróun. Í henni kemur fram að verð- bólga muni hjaðna hægar en spáð hefur verið í fyrri verðbólguspám bankans. Þannig gerir bankinn ráð fyrir að verðbólgan muni að með- altali mælast 8% fyrstu sex mánuði næsta árs en muni svo loks lækka niður í 3% á seinni hluta ársins. Beðið færis til þess að hækka vöruverðið Óvissa ríkir um verðlagsþróun á næstunni Morgunblaðið/Golli Fyrir neytendur Erfitt er að átta sig á hver verður þróun verðlags. Í HNOTSKURN »IFS spáir 8,38% verðbólguá ársgrundvelli í nóv- ember. »Spánni fylgir umtalsverðóvissa en sérfræðingar IFS telja að slæmar geng- ishorfur geti leitt til frekari verðhækkana á næstunni. »Sérfræðingar IFS teljaekki ólíklegt að verslunar- menn noti tækifærið og hækki verð til samræmis við geng- isþróun þegar hækkanir á virðisaukaskatti taka gildi.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.