Morgunblaðið - 17.11.2009, Blaðsíða 16

Morgunblaðið - 17.11.2009, Blaðsíða 16
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 17. NÓVEMBER 2009 Eftir Kristínu Heiðu Kristinsdóttur khk@mbl.is Nú þegar fengitíminn nálg-ast þurfa sauðfjárbænd-ur þessa lands að veltafyrir sér hvaða sæð- ingahrúta þeir ætla að nota á fé sitt til kynbóta. Ný hrútaskrá kom út í gær en hennar er ævinlega beðið með mikilli eftirvæntingu. „Eftir- væntingin felst fyrst og fremst í því hvaða nýju hrútar eru í boði hjá sæð- ingastöðvunum og eins er spennandi að sjá nýjar tölur um aðra hrúta, hvernig lömbin undan þeim hafa komið út, frjósemi þeirra og fleira,“ segir Guðmundur Jóhannesson rit- stjóri skrárinnar. Hann segir um 25.000 ær vera sæddar árlega, sem eru um 5% af öllu fé í landinu. „Vissulega eru sumir hrútar vin- sælli en aðrir, sumir þeirra eru alltaf upppantaðir og ekki fá allir bændur allt það sæði sem þeir vilja. Þeir eig- inleikar hrútanna sem eru eftirsótt- astir eru kjötgæðaeiginleikarnir. Hrútar sem gefa kjötmestu lömbin með minnstu fituna, sem og bestu flokkun sláturlamba, eru vinsæl- astir. Það er í takt við kröfur mark- aðarins.“ Hrútasæði sent til Noregs Guðmundur segir að nú bjóði sæð- ingastöðvarnar upp á tvo drauma- hrúta, þá Raft og Kveik frá til- raunabúinu á Hesti í Borgarfirði. „Þeir gefa góð lömb og eins eru dæt- ur þeirra mjólkurlagnar og frjósam- ar. Hægt er að stóla á að hrútarnir frá Hesti séu alltaf vinsælir enda hafa afkvæmarannsóknir verið stundaðar þar í fimmtíu ár. Fram- farir eru örar og því endurnýjast sæðingahrútarnir mjög hratt. Við höldum í þá hrúta sem eru góðir ær- feður, því í ræktun er ekki nóg að hrúturinn sé góður, ærin þarf að vera það líka.“ Þegar hrútur er dæmdur fær hann einkunn fyrir læri, malir, bak, háls og herðar, bringu, útlög, fót- stöðu, ull og haus. Þeir fá ekki stig fyrir geðslag og fríðleika eins og tíðkast í hrossaræktinni, enda er til- gangur ræktunar þeirra ekki að gera þá að sýningargripum, þó vissulega séu hrútasýningar við- hafðar, en þá er meira um að þuklað sé á byggingu þeirra en að horft sé til fegurðar á velli. Þegar flett er í gegnum hrúta- skrána vekur athygli að sumir hrút- ar hafa svokallað Þokugen. „Þoku- nafnið kemur til af því að það tókst að einangra mikilvirkan frjósem- iserfðavísi sem rakinn var til kind- arinnar Þoku. Ær sem eru með Þokugen eru fleirlembdar.“ En hvað verður um sérkenni ís- lenska sauðfjárkynsins, er ekki hætta á að þau tapist niður þegar einblínt er nánast einvörðungu á kjötgæðin í ræktuninni? „Eitt af hlutverkum sæðingastöðva er að við- halda sérkennum og því pössum við vel upp á að bjóða upp á mislita sæð- ingarhrúta, í öllum litum, við erum líka með kollótt fé og núna erum við með ferhyrndan hrút á sæðingastöð- inni. Eins erum við með for- ystuhrúta, til að vernda þá sérstöku eiginleika sem slíkt fé býr yfir. Vissulega er ekki þörf fyrir for- ystufé í dag eins og var hér áður þegar vetrarbeit var algeng, en fjöldi bænda er með eina til tvær for- ystuær sér til gamans. Forystufé er sérlega vitrar kindur og þær leiða hópinn. Til eru sögur af forystuk- indum sem fundu á sér veðurskipti og þær fóru ekki út ef vont veður var í aðsigi og leiddu hópinn heim áður en veðrið skall á. Hjörðin virðist æv- inlega fylgja forystuánni, hún treysta algerlega á þennan for- ingja.“ Guðmundur bætir við þeirri ánægjulegu frétt um gjaldeyr- issköpun sæðingastöðvanna að nú sendi þær hrútasæði til Noregs í fyrsta sinn, en sæði hefur verið sent til Bandaríkjanna í rúm tíu ár. Góður hrútur þarf að hafa margt til að bera Morgunblaðið/Steinunn Ásmundsdóttir Vörpulegir Það verður nóg að gera hjá þessum hrútum á næstu misserum eins og öðrum hrútum landsins en þeir koma lítið að uppeldi afkvæmanna. Í HNOTSKURN »Að hámarki er hægt að nárúmlega 2000 sæð- isskömmtum úr hverjum hrút yfir fengitímann. »Sæðistakan fer yfirleittfram um klukkan fimm að morgni og sæðið er komið í dreifingu um allt land til swæð- ingarmanna um hádegisbil. »Það fer vaxandi að bændursjái sjálfir um að sæða sitt fé og sumir þeirra taka að sér að sæða fyrir nágranna sína, en hægt er að fara á námskeið í sæðingum. „ÞETTA var rosalega gaman. Hingað mættu fjölmarg- ir pabbar á öllum aldri með dætur sínar og þeir stóðu sig með mikilli prýði,“ segir Edda Björk Kristjánsdóttir hárgreiðslumeistari en hún og Daði Hendricusson héldu námskeið um helgina á hárgreiðslustofunni Kompaníinu í Turninum þar sem þau kenndu feðrum hinar ýmsu aðferðir við að flétta hár dætranna. „Hefð- in hefur verið sú að mömmurnar sjá um hárið á stelp- unum og því verða pabbarnir stundum bjargarlausir í þessum málum þegar konan bregður sér að heiman. Þörfin fyrir þessa þjónustu er því fyrir hendi,“ segir El- ísabet og bætir við að dæturnar hafi verið mjög kröfu- harðar, einn pabbinn þurfti að endurtaka fléttuna mjög oft áður en dóttir hans varð ánægð. khk@mbl.is Pabbar og afar læra að flétta dæturnar – meira fyrir áskrifendur Fáðu þér áskrift á mbl.is/askrift JÓLABLAÐIÐ Morgunblaðið gefur út stór- glæsilegt jólablað föstudaginn 27. nóvember 2009 Í jólablaðinu í ár komum við víða við, heimsækjum fjölda fólks og verðum með fullt af spennandi efni fyrir alla aldurshópa. Jólablaðið er flottasta sérblaðið sem Mogginn gefur út og er eitt af vinsælustu blöðum lesenda. Pöntunartími auglýsinga er fyrir klukkan 12 mánudaginn 23. nóvember. Nánari upplýsingar veitir Katrín Theódórsdóttir í síma 569 1105, kata@mbl.is Meðal efnis verður : Uppáhalds jólauppskriftirnar. Uppskriftir að ýmsu góðgæti til að borða á aðventu og jólum. Villibráð. Hefðbundnir jólaréttir og jólamatur. Smákökur. Eftirréttir. Jólakonfekt. Grænmetisréttir og einnig réttir fyrir þá sem hafa hollustuna í huga þegar jólin ganga í garð. Jólasiðir og jólamatur í útlöndum Jólabjór og vínin. Gjafapakkningar. Tónlistarviðburðir, söfn, kirkjur á aðventu og í kringum jólahátíðina. Kertaskreytingar, þar á meðal jólakerti. Heimagerð jólakort. Jólaföndur. Jólabækur og jólatónlist. Jólaundirbúningur með börnunum. Margar skemmtilegar greinar sem tengjast þessari hátíð ljóss og friðar. Ásamt fullt af öðru spennandi efni.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.