Morgunblaðið - 17.11.2009, Blaðsíða 15

Morgunblaðið - 17.11.2009, Blaðsíða 15
Fréttir 15ERLENT MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 17. NÓVEMBER 2009 Reuters Gegn ritskoðun Barack Obama á fundi með námsmönnum í Sjanghæ í gær áður en hann hélt til Peking þar sem hann ræðir við kínverska ráðamenn í dag. Eftir Boga Þór Arason bogi@mbl.is BARACK Obama, forseti Bandaríkjanna, sagði á opnum fundi með kínverskum námsmönnum í Sjanghæ í gær að allir ættu að njóta tiltekinna grunnréttinda: málfrelsis, trúfrelsis og upplýs- ingafrelsis. Obama sagði að þetta væru algild rétt- indi en gagnrýndi ekki beinlínis mannréttindabrot kínverskra stjórnvalda. „Allir ættu að njóta réttindanna, þeirra á meðal þjóðarbrot og trúarhópar, hvort sem þeir búa í Bandaríkjunum eða Kína, og allar þjóðir,“ sagði Obama. Obama hafði verið sakaður um að láta mann- réttindabrot Kínverja liggja í þagnargildi til að stofna ekki viðskiptahagsmunum Bandaríkjanna í hættu. Hann hafði einnig verið gagnrýndur fyrir að vilja ekki eiga fund með Dalai Lama, andlegum leiðtoga Tíbeta, þegar tíbetski leiðtoginn fór til Washington fyrir Kínaferð forsetans. Obama minntist ekki á mannréttindabrot Kín- verja gagnvart Tíbetum eða önnur viðkvæm mál- efni sem varða mannréttindi. Um 520 námsmenn voru á fundinum og nokkrir þeirra fengu tækifæri til að leggja spurningu fyrir forsetann. Námsmennirnir forðuðust viðkvæm málefni og mesta athygli vakti spurning sem barst í tölvupósti. Obama var þar spurður hvort hann þekkti „netvarnamúrinn mikla“, hugtak sem notað hefur verið yfir ritskoðun kínverskra yfirvalda á netinu. „Ég hef alltaf verið einarður stuðnings- maður frjálsrar netnotkunar. Ég er mikill stuðn- ingsmaður þess að ritskoðun sé ekki beitt. Ég við- urkenni að ólík ríki eru með ólíkar hefðir,“ svaraði Obama. „Ég tel að því frjálsara sem upplýsinga- streymið er því öflugra verði samfélagið.“ Kína ekki andstæðingur Obama orðaði svörin varfærnislega til að ergja ekki ráðamennina í Peking og lagði áherslu á að bandarísk stjórnvöld litu ekki á Kína sem and- stæðing þrátt fyrir vaxandi efnahagsmátt lands- ins. „Bandaríkjastjórn leitast ekki við að hafa hemil á Kína,“ sagði hann. „Þvert á móti getur uppgangur öflugs, velmegandi Kína eflt samfélag þjóðanna.“ Ekki var ljóst í gær hversu margir Kínverjar fylgdust með opna fundinum. Honum var ekki sjónvarpað út um allt landið en sjónvarpsstöð í Sjanghæ sýndi hann í beinni útsendingu. Kín- verska fréttastofan Xinhua birti þýðingu á svörum Obama á vefsetri sínu. Hvíta húsið sjónvarpaði fundinum á vefsetri sínu en ekki kom fram í gær hversu margir Kínverjar nýttu sér þá þjónustu. Í kvöldfréttum kínverska ríkissjónvarpsins var ekki fjallað um heimsókn bandaríska forsetans fyrr en liðnar voru 25 mínútur af fréttatímanum. Skýrt var frá komu Obama til Peking síðar um daginn en ekki fjallað um svör hans á opna fund- inum með námsmönnunum í Sjanghæ. Allir njóti grunnréttinda  Obama leggst gegn ritskoðun á netinu á opnum fundi með kínverskum námsmönnum  Forsetinn gagnrýndi þó ekki beinlínis mannréttindabrot í Kína Reuters Leiðtogafundur Barack Obama ræddi við Hu Jintao, forseta Kína, í Peking í gær. Róm. AFP. | Bene- dikt XVI. páfi fordæmdi „græðgi“ spá- kaupmanna á leiðtogafundi sem haldinn var í Róm í gær um mat- vælaöryggi í heiminum. Páfi hvatti ríki heims til að sporna gegn „græðgi sem fær spákaupmennsku til að skjóta upp kollinum, jafnvel í við- skiptum með korn, rétt eins og fara eigi með matvæli sem hverja aðra verslunarvöru“. Leiðtogar um 60 ríkja sátu fund- inn sem var haldinn á vegum Mat- væla- og landbúnaðarstofnunar Sameinuðu þjóðanna (FAO). Leið- togar auðugustu ríkja heims mættu þó ekki. Í lokaályktun fundarins hétu leiðtogarnir „brýnum aðgerð- um“ til að draga úr matvælaskorti en lofuðu ekki auknu fjármagni til baráttunnar gegn hungri í heim- inum. Ekki var heldur minnst á það markmið SÞ að binda enda á hung- ursneyð fyrir árið 2025. Páfi for- dæmir græðgi Benedikt páfi Vill stöðva brask í kornviðskiptum STEFNT er að því að taka upp rafræn strætó- og lestarkort í Dan- mörku árið 2012 og útlit er fyrir að fargjöldin verði þá mun dýrari en nú, að sögn danskra fjölmiðla. Áætlað er að með tilkomu raf- rænu kortanna tapi strætó- og lesta- fyrirtækin tekjum að andvirði 150 til 200 milljóna danskra króna á ári, jafnvirði 3,7 til 5 milljarða íslenskra króna. Ástæðan er einfaldlega sú að margir viðskiptavinanna gleyma að taka pappírsfarmiða úr vösunum þegar þeir setja fötin í þvottavél. Þessir farmiðar verða aldrei notaðir. Með tilkomu rafrænu kortanna missa því fyrirtækin miklar tekjur og þau ætla að bæta sér það upp með því að hækka fargjöldin, að sögn danska dagblaðsins Jyllands- Posten. bogi@mbl.is Milljarðar tapast í þvottavélum Svo virðist sem upp hafi komið deila milli Bandaríkjamanna og Kínverja um hvernig rita eigi nafn Obama á kínversku. Nafnið hefur verið ritað „Ábama“ í kínverskum fjölmiðlum og opinberum skjölum en bandarísk stjórnvöld vilja að notuð verði umritunin „Úbama“ þar sem hún líkist meira nafni forsetans. Háttsettur embættismaður í kínverska utanríkisráðuneytinu hefur viðurkennt að „Úbama“ sé réttara en ólíklegt þykir að umrituninni verði breytt úr þessu. Kínverskir gárungar hafa valið allt aðra umritun og nota „Maóbama“ eða „Úbamaó“, þ.e. blanda saman nöfnum for- setans og Maós formanns. Ábama, Úbama, Úbamaó? Meirapróf Upplýsingar og innritun í síma 567 0300, 894 2737 Næsta námskeið byrjar 18. nóvember 2009 heldur áfram kl. 20-22 Miðvikudag 18. nóv og fimmtudag 19. nóv Skráið ykkur í síma 525 3000 eða á jol@blomaval.is Takmarkaður sætafjöldi Ókeypis aðgangur Jólaskreytinga-

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.