Morgunblaðið - 17.11.2009, Blaðsíða 13

Morgunblaðið - 17.11.2009, Blaðsíða 13
Fréttir 13INNLENT MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 17. NÓVEMBER 2009 Peningar Ráðherra segir að erlend- ir kröfuhafar bíði ekki eftir því að rétta meira fjármagn inn í íslenskt efnahagslíf. STEINGRÍMUR J. Sigfússon fjár- málaráðherra sagði á Alþingi í gær að sparisjóðakerfið hefði orðið græðgisvæðingunni að bráð með hryllilegum afleiðingum fyrir byggð- ir landsins og væri því verulega lask- að. Steingrímur var að svara fyrir- spurn frá Birki Jóni Jónssyni, þingmanni Framsóknarflokks, um hvað liði endurreisn sparisjóðakerf- isins, sem boðuð var fyrr á þessu ári. Sagði Steingrímur að það hefði reynst erfiðara verkefni en til stóð að styrkja sparisjóðakerfið með 20% eiginfjárframlagi, vegna þess að ekki væri ljóst hvort slíkt fjárframlag dygði til að koma sparisjóðnum á réttan kjöl. Enn ein úttekt stæði nú yfir á því og væri búist við niður- stöðu innan skamms. Birkir Jón sagði að erlendir kröfu- hafar sparisjóðanna, þar á meðal þýskir sparisjóðir, biðu niðurstöðu í málinu. Þeir hefðu ritað ríkisstjórn- inni bréf og bæðu um svör. Stein- grímur sagði að erlendir kröfuhafar biðu ekki eftir því að rétta meira fjármagn inn í íslenskt efnahagslíf og ef til vill væri niðurstaðan sú, að þeir væru ekki reiðubúnir til að gera nóg, með þátttöku íslenska ríkisins, til að sparisjóðirnir kæmust í lífvæn- legra horf. Sparisjóðakerfið varð græðgisvæðingu að bráð ÁRLEG höf- undakynning verður haldin í Bókasafni Sel- tjarnarness í dag, þriðjudag- inn 17. nóvember kl. 20. Að þessu sinni verða kynntar fimm bækur og höfundar þeirra og eru það þau Jón Kalmar Stefáns- son með Harm englanna, Kristín Marja Baldursdóttir með Karls- vagninn, Sigurður Þ. Ragnarsson og Hólmfríður Þórisdóttir með Íslandsveður, Steinunn Sigurðar- dóttir og Styrmir Gunnarsson með bók sína Umsátrið. Höfundakynning á Seltjarnarnesi Kristín Marja Baldursdóttir KYN og völd eru viðfangsefni ráð- stefnu sem haldin er á Grand Hótel dagana 18.-19. nóvember nk. Meðal þeirra spurninga sem þar er leitað svara við er hvers vegna tekist hafi að auka völd kvenna í stjórnmálum á Norðurlöndum en ekki að sama skapi á vinnumark- aðnum. Undanfarin ár hefur hópur norrænna fræðimanna unnið að því að safna og greina upplýsingar um valdahlutföll kynjanna. Ráðstefnan hefst að kvöldi 18. nóvember með ávarpi Árna Páls Árnasonar félagsmálaráðherra og síðan flytur erindi Claes Borg- ström, fyrrverandi umboðsmaður jafnréttismála í Svíþjóð. Næsta dag verða svo niðurstöður hvers lands kynntar. Aukin völd í pólitík en ekki í atvinnulífi Kynin Eru ekki jafnvaldamikil. OLGA Kolbrún Vilmundardóttir, landfræðingur hjá Náttúru- fræðistofnun, flytur erindi um þróun rofbakka og áfok úr fjör- um við Blöndulón miðvikudaginn 25. nóvember nk. kl. 12.15. Fyrirlesturinn er hluti af Hrafna- þingi, fræðsluerindum Náttúru- fræðistofnunar, sem eru að jafnaði á dagskrá annan hvern miðvikudag yfir vetratímann. Veturinn 2009- 2010 fara fyrirlestrar Hrafnaþings fram í sal söngskólans Domus Vox á Laugavegi 116, 2. hæð. Hrafnaþing hefst aftur í vetur Blöndulón LAGADEILD Háskólans í Reykjavík stend- ur fyrir hádeg- isfundi þriðju- daginn 17. nóvember frá kl. 12-13 í stofu 201 í húsakynnum Háskólans í Reykjavík í Ofanleiti. Viðfangsefni fundarins er hóp- málsóknir. Gísli Tryggvason, aðjunkt við lagadeild HR og talsmaður neyt- enda, mun fara yfir gildandi rétt og þörf á úrbótum og Guðrún Björk Bjarnadóttir, aðjunkt við lagadeild HR og lögmaður hjá Samtökum at- vinnulífsins, fjallar um ákvæði ís- lenskra laga um hópmálsóknir. Fundarstjóri er Sigurður Tómas Magnússon, sérfræðingur við laga- deild HR. Aðgangur er ókeypis og öllum opinn. Er hópmálsókn tímabær á Íslandi? Hæstiréttur Þórunn J. Hafstein Henrik W.K. Kaspersen Jukka Viljanen Eric Barendt Kyrre Eggen Eiríkur Jónsson Björg Thorarensen Haukur Arnþórsson Árni Matthíasson Mannréttindastofnun Háskóla Íslands og dómsmála- og mann- réttindaráðuneytið efna til alþjóðlegrar ráðstefnu um ábyrgð á birtingu og dreifingu efnis á Internetinu. Fjallað verður um helstu knýjandi álitaefni á þessu sviði, m.a. um alþjóðlega dreifingu á barnaklámi, kynþáttahatri og meiðyrðum, hvernig gerendur verði fundnir og hvar þeir verði dregnir til ábyrgðar fyrir dómstólum. Þá verður fjallað um skyldu ríkja til að vernda friðhelgi einkalífs einstaklinga. Norræna ráðherranefndin veitir styrk vegna ráð- stefnunnar í tilefni af formennsku Íslands árið 2009. Ábyrgð á Internetinu Responsibility for Expression and Information on the Internet 13.00-13.10 Þórunn J. Hafstein, settur ráðuneytisstjóri dómsmála- og mannréttindaráðuneytis 13.10-13.30 Fighting Cybercrime: Meaning of Council of Europe Cybercrime Convention 2001 Próf. Emeritus Dr. Henrik W.K. Kaspersen, ráðgjafi Evrópuráðsins og hollenska dómsmálaráðuneytisins á sviði netglæpa 13:30-13.50 State Obligations under Article 8 of the ECHR Ph.D. Jukka Viljanen, lektor í mannréttindum við háskólann í Tampere, Finnlandi 13.50-14.10 The Legal Control of Pornography and Hate Speech on the Net in the United Kingdom Próf. Eric Barendt, Goodman prófessor í fjölmiðlarétti við University College, London 14.10-14.25 Fyrirspurnir og umræður 14.25-15.00 Kaffihlé 15.00-15.20 Jurisdictional Issues in Private Litigation Dr. juris Kyrre Eggen, hæstaréttarlögmaður og einn eigenda lögfræðistofunnar Wiersholm, Mellbye & Bech í Osló. 15.20-15.40 Responsibility for Internet Defamation in Icelandic Law Eiríkur Jónsson LL.M., lektor og doktorsnemi við Lagadeild Háskóla Íslands, LOGOS lögmannsþjónusta styrkir stöðuna 15.40-16.00 How to prevent Anonymity on the Internet Ph.D. Haukur Arnþórsson, stjórnsýslufræðingur 16.00-16.15 The Internet and the Media Árni Matthíasson, blaðamaður og verkstjóri á mbl.is og umsjónarmaður blog.is 16.15-16.45 Fyrirspurnir og umræður Fundarstjóri: Björg Thorarensen, prófessor og forseti Lagadeildar Háskóla Íslands Nánari upplýsingar: www.hi.is og http://hi.is/is/felagsvisindasvid_deildir/lagadeild/adal/conference Ráðstefnan er öllum opin og aðgangur ókeypis. Fimmtudaginn 19. nóvember í fundarsal Þjóðminjasafns Íslands Dagskrá ráðstefnunnar

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.