Morgunblaðið - 17.11.2009, Blaðsíða 27

Morgunblaðið - 17.11.2009, Blaðsíða 27
Menning 27FRÉTTIR MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 17. NÓVEMBER 2009 RÚSSNESKAN við Háskóla Íslands sýnir klassíska mynd, Ekki einu sinni í draumi … í stofu 101 í Lögbergi í dag kl. 16. Myndin er frá 1980 og segir frá unglingunum Kötju og Róman sem fella hugi saman. Móðir Kötju og faðir Rómans höfðu átt í ástarsambandi fyrir löngu og nú reynir móðir Róm- ans að gera allt sem hún getur til að stía unga fólkinu í sundur. Ung kennslukona, sem sjálf á við sín vandamál að stríða, reynir að koma þeim til hjálpar með ófyr- irsjáanlegum afleiðingum. Hér skapa mynd og tónlist órjúfanlega heild. Leikstjóri er Ilja Frez en tónlist samdi Aleksej Rybnikov. Enskur texti. Kvikmyndir Ekki einu sinni í draumi … Ekki einu sinni í draumi … TVÆR stærstu lúðrasveitir Reykjavíkur, Lúðrasveitin Svanur og Lúðrasveit Verka- lýðsins, munu sameinast og halda saman glæsilega marsa- tónleika í Ráðhúsi Reykjavíkur annað kvöld, miðvikudags- kvöldið 18. nóvember, kl. 20. Sveitirnar spila hvor í sínu lagi og líka saman. Stjórnandi Lúðrasveitar- innar Svans er Matthías V. Baldursson en stjórn- andi Lúðrasveitar verkalýðsins er Snorri Heim- isson. Í frétt frá sveitunum segir að oft hafi verið kvartað yfir því að lúðrasveitir spili fáa marsa á tónleikum sínum, en nú verði bætt úr því! Að- gangur er ókeypis. Tónlist Lúðramarsar óma í Ráðhúsinu Svanur á æfingu. ÓLAFUR Egilsson, fyrrver- andi sendiherra í Kína, heldur fyrirlestur á vegum Konfúsíus- arstofnunar á morgun í tilefni af 60 ára afmæli Alþýðu- lýðveldisins Kína. Ólafur talar m.a. um múmíur í Vestur-Kína af bláeygðu og ljóshærðu fólki er bent gætu til ferða norræns fólks á þær slóðir áður fyrr. Þá verður stiklað á stóru í sam- skiptum við Kína síðan Árni Magnússon frá Geita- stekk fór þangað á síðari hluta 18. aldar. Einkum verður þó farið yfir vaxandi samstarf þjóðanna eftir stofnun formlegs stjórnmálasambands milli þeirra 1971 og síðan íslenskt sendiráð tók til starfa í Beijing 1995. Hugvísindi Um bláeygar múmíur í Kína Ólafur Egilsson Nú er þetta mun ákveðnara og þétt- ara, meira líf í því … 28 » „SJÁIÐI bara mynd sem hann kall- ar Maður með dagblað. Í hringiðu mannlífsins í Bologna mætir Karl R. Lilliendahl manni með fallegan trefil, bíllykla og blað sem hann heldur þétt að sér. Hann snýr sér að ljósmyndaranum sem fangar augnablikið með linsunni. Barnið á myndinni í dagblaðinu horfir á sama hátt beint á ljósmyndarann. Á minna en einu augnabliki er allt bú- ið, engin dramatík lengur; bara tveir fótgangandi menn sem mæt- ast og taka hvor eftir öðrum.“ Svo skrifar Christina Hedquist gagnrýnandi um ljósmyndasýningu Karls R. Lilliendahl sem nú stendur yfir í Galleri Mazarin í Söderhamn í Svíþjóð. Sýning Karls sem gagn- rýnandinn hrífst svo af heitir Uno og sýnir myndir frá Ítalíu. „Þetta er mjög flott og rosalega gaman að fá svona góð viðbrögð, og að það skili sér sem ég var að hugsa þegar ég tók myndirnar,“ segir Karl. „En svo sér fólk myndirnar líka öðruvísi – sér kannski eitthvað nýtt sem ég hafði sjálfur ekki áttað mig á. Það er gaman.“ Karl hélt sína fyrstu ljósmynda- sýningu á Íslandi haustið 2007. „Sænskur ljósmyndari sem var hér að mynda kom á sýninguna. Hann varð hrifinn af myndunum og kom mér í samband við fólk úti,“ segir Karl, en sýningin hans í Söderhamn er sú fjórða í Svíþjóð. Mynd Karls Maður með dagblað. Gaman að fá góð viðbrögð Karl R. Lilliendahl fær góða dóma í Svíþjóð Eftir Bergþóru Jónsdóttur begga@mbl.is PAPA Jazz, Lífshlaup Guðmundar Steingrímssonar heitir ný bók, rituð af Árna Matthíassyni blaðamanni um þennan atkvæðamikla djass- trommuleikara okkar. Kynni þeirra Árna og Guðmundar tókust á sér- stæðan hátt. „Ég keypti æskuheimili Guð- mundar í Hafnarfirði, og upp úr því urðum við ágætis vinir,“ segir Árni. „Hann kom svo til mín fyrir nokkr- um árum og bað mig að hjálpa sér að skrifa ævisögu. Ég var ekki á því, vegna þess að mig langar ekki að skrifa bækur. Guðmundur byrjaði þó á verkinu, en þegar hann kom til mín í annað sinn gat ég ekki sagt nei og skrifaði þessa bók.“ Alltaf með þeim ungu Árni segir það merkilegt við feril Guðmundar, að hann hafi varla nokkurn tíma lagt niður kjuðana. „Við þekkjum það í músíkbrans- anum, að menn eiga sín tímabil og hverfa svo af sjónarsviðinu. Ungu mennirnir vilja ekki vinna með gamla settinu. Þannig hefur þetta alltaf verið og hver kynslóð þarf að skapa sér sess. Guðmundur hefur þó alltaf haldið áfram, öll þessi ár.“ Árni kann skýringu á þessu. Þeg- ar Guðmundur Ingólfsson píanóleik- ari fluttist heim til Íslands náðu þeir nafnarnir strax mjög vel saman. „Guðmundur Ingólfs var virtúós sem allir vildu spila með. Það sam- starf varð til þess að þeir spiluðu mikið með ungu fólki, og allir vildu spila með Guðmundunum tveimur. En það er fleira sem spilar inn í. Guðmundur Steingrímsson er bæði duglegur og skipulagður maður og mjög kraftmikill. Hann keyrir menn áfram og skapar þeim tækifæri. Þannig hafa margir félagar hans ef- laust spilað mun meira en þeir ella hefðu gert.“ Trommusettið var kallað djass Árni segir að í íslenskri tónlistar- sögu sé aldrei talað um djass og dægurtónlist. „Það er sú saga sem ég hef reynt að draga fram í bókinni. Þar er margt smálegt og skemmti- legt sem kemur í ljós. Í elstu heim- ildum um djassmúsík á Íslandi kem- ur fram að það sem kallað var djasshljómsveit var hljómsveit með trommusetti, og trommusettið kall- að djass. Áður en Ríkisútvarpið hóf útsendingar voru hér tilraunaút- sendingar þar sem mikið var um lif- andi tónlist.“ Guðmundur hefur kennt fjölda ís- lenskra trommuleikara, og Árni seg- ir áhrif hans mikil. „Guðmundur er svo góður tromm- ari tæknilega séð. Hans áhrif á því sviði hafa verið gríðarleg. Guðmund- ur er ekki fútúrískur eða módern- ískur trommari, en getur spilað allan andskotann. Ég tel að áhrif hans séu miklu meiri í tækni en stíl.“ Árni segir að talsvert sé til af bók- um um íslenska tónlistarmenn. „Flestir eru þeir úr klassíkinni, en spiluðu sumir dægurtónlist í bland, til að hafa fyrir salti í grauninn. En þeir tala ekki um það. Í ævisögu eins þeirra segir frá því þegar hann spil- aði á Borginni. Hann segir frá því hvaða fræga fólk hann sá á borginni, en ekki orð um músíkina, með hverj- um hann spilaði og hvaða músík. Það var fyrir neðan virðingu margra að spila dægurtónlist og því er ekki auðvelt að finna heimildir í bókum.“ Lífshlaup Guðmundar Steingrímssonar Morgunblaðið/RAX Papa popp og Papa jazz Árni og Guðmundur, sem varð áttræður í haust. Í HNOTSKURN » Ítarefni með bók Árna umGuðmund er margvíslegt. Þar má nefna lista yfir erlenda listamenn sem hann hefur leikið með, lista yfir plötur sem hann leikur á, tölu yfir helstu viðburði íslenskrar djasssögu, lista yfir tímarit sem fjallað hafa um djass, ít- arefni úr dagblöðum, lista yfir tónleika erlendra listamanna á vegum Jazzvakningar, nafnaskrá og heimildaskrá. Tabula gratulatoria fylgir í bókarlok. Allir vildu spila með þeim ÞORSTEINN frá Hamri hlýtur verðlaun Jónasar Hallgrímssonar að þessu sinni. Þau voru veitt á hátíðardagskrá í tilefni dags íslenskrar tungu í Ketilhúsinu á Akureyri í gær. Auk þess voru veitt- ar tvær sérstakar viðurkenningar fyrir störf í þágu íslenskrar tungu og hlutu þær Þórbergs- setrið á Hala í Suðursveit og Baggalútur. „Það er mér mikill heiður og ánægja að verð- launin skuli hafa fallið í minn hlut, ekki síst af því að þau eru tengd nafni Jónasar Hallgrímssonar, sem er okkur sífellt hugstæður og verður alltaf stærri, hvernig og hvar sem maður nálgast hann,“ sagði Þorsteinn frá Hamri við Morgunblaðið. Katrín Jakobsdóttir mennta- og menningar- málaráðherra nefndi að Þorsteinn hefði kvatt sér hljóðs fyrir hálfri öld og væri meðal fremstu skálda Íslendinga. „Á miðri atómöld orti hann tví- tugur að aldri undir dróttkvæðum hætti í bland við yngri og frjálsari form. Á mótunarárum Þor- steins tókust á gamall og nýr siður í skáldskap og hann hefur glímt við þessi siðaskipti með sér- stökum hætti,“ sagði ráðherrann. Þorsteinn vék í þakkarávarpi sínu að hugmynd, sem varpað var fram fyrir nokkrum árum; að dregið yrði úr vægi íslenskrar tungu í viðskiptalíf- inu. „Mér finnst stóreinkennilegt að mönnum skuli hafa dottið þetta í hug,“ sagði Þorsteinn við Morgunblaðið. Þjóðinni hefði tekist að varðveita tunguna og þróa í gegnum aldirnar, „hún er því líftaug okkar og helsti menningargrunnur“. Í ráðgjafarnefnd um verðlaun og viðurkenn- ingar á degi íslenskrar tungu sitja Kristín Helga Gunnarsdóttir, Kristján Árnason og Þórarinn Eldjárn. skapti@mbl.is Þorsteinn frá Hamri hlýtur verðlaun Jónasar Hallgrímssonar Tungan er líftaug og menningargrunnur Heiður Þorsteinn frá Hamri á Akureyri í gær. Morgunblaðið/Skapti Hallgrímsson

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.