Morgunblaðið - 17.11.2009, Blaðsíða 18

Morgunblaðið - 17.11.2009, Blaðsíða 18
18 MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 17. NÓVEMBER 2009 Hægt er að lýsa skoðun á ritstjórnargreinum Morgunblaðsins á slóðinni http://morgunbladid.blog.is/ Nú er orðiðljóst aðengin af- gerandi niðurstaða fæst á loftslags- ráðstefnunni í Kaupmannahöfn í næsta mán- uði. Raunsæismönnum hefur verið þessi staða lengi ljós. Fundur leiðtoga Austur- Asíuríkja slökkti í glóðum von- ar sem baráttumenn reyndu að halda í. Þær vonir voru þó ætíð bornar áfram af bjartsýni og óskhyggju. Baráttufólk taldi að þá Obama settist í sæti Bush, fyrrverandi forseta Bandaríkjanna, myndi djarfa fyrir nýjum degi í loftslags- málum veraldarinnar. Og vissulega hefur núverandi for- seti aðrar áherslur en Bush. Áherslur Obamas eru nær þeim sem Bill Clinton og Al Gore höfðu. Þess vegna skrif- aði Clinton undir Kyoto- yfirlýsinguna. Það gerði hann, þótt hann vissi að ekkert yrði með þá undirskrift gert. Þegar staðan var könnuð í öld- ungadeild Bandaríkjaþings kom í ljós að enginn, ENG- INN, þingmaður þar ætlaði að standa að lögleiðingu yfirlýs- ingarinnar, þrátt fyrir undir- skrift forsetans. Gore varafor- seti, sem enginn efast um að hefur einlægan vilja í málinu, hefur þó persónulega haft tölu- vert upp úr krafs- inu, því hann er sagður orðinn milljarðamær- ingur í bandaríkja- dölum talið á um- svifum sínum í loftslagsbaráttunni. Vera kann að stuðningur hafi aukist eitthvað við málið í bandaríska þinginu, en þó er enn langur vegur frá að það staðfesti eitt eða neitt í líkingu við Kyoto, hvað þá ef lengra er gengið. Ísland fékk tilteknar und- anþágur frá samkomulaginu. Sumir hér á landi líta á þær sem hneisu. Það er fráleitt. Kyoto-línan var dregin um árið 1990. Vegna ástandsins í fyrr- verandi kommúnistaríkjum, þar sem allt var fullt af úrelt- um eiturspýjandi verk- smiðjum, fengu því mörg ríki miklar innstæður til meng- unar. Ísland var langt komið með hitaveituvæðingu sína ár- ið 1990 auk þess sem raf- orkuframleiðsla þess er vist- væn og sjálfbær. Sérskilyrði fyrir Ísland voru því sjálfsagt réttlætismál, sem ber að vinna að. Vilji menn ekki halda á hagsmunum Íslands í lofts- lagsmálum er upplagt að fela samninganefndinni um Ice- save málið til meðferðar. Þá þarf ekki um að binda. Lítt mun þokast í loftslagsmálum í Kaupmannahöfn} Loftslagsráðstefnan skilar sennilega litlu Ríkisstjórninhefur nú haft minnihluta efna- hags- og skatta- nefndar undir með því að afgreiða úr nefndinni rík- isábyrgðarfrumvarp fjár- málaráðherra vegna Icesave. Frumvarpið fjallar um eitt allra brýnasta hagsmunamál þjóðarinnar til áratuga, en þrátt fyrir það leyfa stjórn- arflokkarnir ekki eðlilegar umræður um málið í þing- nefnd. Í áliti minnihluta sjálfstæð- is- og framsóknarmanna í nefndinni kemur fram að nefndin hafi ekki fjallað um þá gjaldeyrisáhættu sem fylgir því að forgangskröfur á skila- nefnd Landsbanka Íslands voru frystar í krónutölu miðað við 22. apríl sl. og að vextir á þær eða gengishagnaður verði eftirstæðar kröfur. Á það hef- ur verið bent að þarna sé um hundraða milljarða króna áhættu að ræða fyrir ríkissjóð, samþykki Alþingi ríkisábyrgð- arfrumvarp fjármálaráðherra. Má furðu sæta að nefndin fjalli ekki rækilega um málið. Fram kemur í áliti minnihlutans að hann hafi kallað eftir umfjölluninni, en því hafi verið hafnað. Því hafi einnig verið hafnað að beðið yrði eftir nið- urstöðu úr skoðun forsætisráð- herra sem tilkynnt hafi verið um á Alþingi fyrr í þessum mánuði. Vinnubrögð ríkisstjórnar- innar í Icesave-málinu eru því miður öll á sömu lund og þess vegna var ef til vill ekki við miklu að búast nú þegar þrýst- ingur ríkisstjórnarinnar á af- greiðslu málsins hefur aukist. En fyrst málið fékkst ekki nægilega rætt í efnahags- og skattanefnd og var þvingað órætt í gegnum fjárlaganefnd hlýtur það að fá þeim mun meiri umfjöllun þegar það kemur til annarrar umræðu í þingsal. Enginn þingmaður getur leyft sér að afgreiða mál- ið frá Alþingi án þess að hafa fengið við því fullnægjandi svör hversu mikil áhætta ís- lenska ríkisins er. Icesave-frumvarpið fékk ófullnægjandi umræðu í efnahags- og skattanefnd } Þröngvað í gegnum þingnefnd M júkt myrkrið umlykur nú landsmenn meirihluta sólar- hringsins. Þó að skammdegið geti reynst mörgum erfitt er ákveðin rómantík fólgin í þessum árstíma. Á sumrin verður ósköp hjá- kátlegt að kveikja á kerti þegar bjart er allan sólarhringinn en á veturna verður arineldur og kertaljós til að auka á vellíðan. Á þessum árstíma má líka gera sér vonir um góða stórhríð. Gera sér vonir, segi ég, því í stórhríð er fátt betra en að kúra sig inni með góða bók eða glápa á eitthvert fánýti í sjónvarpinu. Í góðri stórhríð er líka gaman að klæða sig vel og fara út, berjast við veðrið og koma ferskur inn aftur. Hita gott kakó eða te og hjúfra sig undir teppi eða sæng. Mér finnst gott að vera á Íslandi á haustin. Mér finnst gott að vera á Íslandi á sumrin. Ísland er land þitt, því aldrei skal gleyma Íslandi helgar þú krafta og starf Íslenska þjóð, þér er ætlað að geyma íslenska tungu, hinn dýrasta arf. Ísland sé blessað um aldanna raðir, íslenska moldin, er lífið þér gaf. Ísland sé falið þér, eilífi faðir. Ísland sé frjálst, meðan sól gyllir haf. Þetta er síðasta erindið í þessu ljóði um dásemd landsins okkar bláa. Margir hafa sagt að þetta ætti að vera þjóðsöngurinn okkar og víst er að í myndbandinu sem gert var við flutning Egils Ólafssonar á laginu er landið sýnt í sinni allra dýrustu mynd. Hjartað þrútnar af stolti við að hlusta á þetta og þjóðin ber sér ósjálfrátt á brjóst. Við eigum að geta verið stolt af landinu okkar. Og, jú, reyndar getum við verið stolt af landinu. Gerðir nokkurra landsmanna hafa hins vegar kveikt roða í mörgum ís- lenskum vanganum. Mér finnst gott að keyra út á land á öllum árstímum. Mér finnst gott að hitta samlanda mína og tala um landsins gagn og nauðsynj- ar. Nú styttist í jólin og þær stundir þegar ekkert er auglýst annað en það sem tengist jólunum. Á þessum árstíma getur fólk fyllst af til- hlökkun eftir tímum þegar eitthvað annað en Icesave eða Alþjóðagjaldeyrissjóðurinn stjórnar umræðunni. Á þessum tíma dregur fólk fram litríkar ljósaseríur til að hengja utan á hús sín og lýsa þannig aðeins upp um- hverfið þegar myrkrið mjúka er allsráðandi. Mér finnst gott að vera í myrkri. Mér finnst gott að vera í birtu. Mér finnst gott að vera á Íslandi á vorin. Mér finnst gott að vera á Íslandi að vetri. Mér finnst gott að vera Íslendingur. sia@mbl.is Sigrún Ásmundar Pistill Myrkrið mjúka STOFNAÐ 1913 Útgáfufélag: Árvakur hf., Reykjavík. Ritstjórar: Davíð Oddsson Haraldur Johannessen Aðstoðarritstjóri: Karl Blöndal Útgefandi: Óskar Magnússon FRÉTTASKÝRING Eftir Egil Ólafsson egol@mbl.is Þ etta eru einar mestu kjarabætur sem íslenskir launamenn hafa fengið í lengri tíma. Það er svo aftur mitt persónulega vandamál hvernig ég fer að því að trúa því að eignarskatturinn sé far- inn. Kannski einhvern tíma um ára- mót ef ég hugsa um það dag og nótt og ef ég klíp mig í handlegginn og trúi því að þetta sé ekki draumur fer ég að trúa því.“ Þetta sagði Pétur H. Blöndal al- þingismaður þegar greidd voru at- kvæði um að afnema eignarskatt. Ekki er útilokað að Pétur og aðrir andstæðingar skattsins eigi eftir að horfa fram á það á næstunni að þessi skattur verði lagður á að nýju því rík- isstjórnin er núna að skoða ýmsar leiðir til að afla ríkissjóði aukinna tekna með hærri sköttum. Eitt af því sem hefur komið til skoðunar er að leggja á eignarskatt. Skilaði 3,7 milljörðum Eftir þingkosningarnar 2003 ákváðu Sjálfstæðisflokkur og Fram- sóknarflokkur að endurnýja samstarf flokkanna og jafnframt var tilkynnt að skattar yrðu lækkaðir. Hæst bar lækkun á tekjuskatti um fjögur pró- sentustig, en samhliða var tilkynnt að eignarskattur yrði afnuminn. Síðasta árið sem skatturinn var innheimtur skilaði hann 3,7 milljörðum í ríkissjóð. Einstaklingar greiddu 2.250 milljónir í eignarskatt og fyrirtæki 1.480 millj- ónir. Þeir sem börðust gegn eignar- skatti töluðu gjarnan um hann sem ekknaskatt vegna þess að hann kæmi illa við ekkjur sem hefðu litlar tekjur en byggju í skuldlausum húsum. Jóhanna Sigurðardóttir, núverandi forsætisráðherra, hafði efasemdir um að rétt væri að leggja skattinn af þeg- ar hann var ræddur á þingi haustið 2004. Hún vildi hins vegar breyta skattinum á þann veg að hækka frí- tekjumark. „Staðreyndin er sú að um helm- ingur allrar eignarskattslækkunar- innar við niðurfellingu eignarskatts- ins fór til þeirra 25% framteljenda sem hæstar tekjur höfðu hvort sem litið er til einhleypra eða hjóna. Auk þess fór vel þriðjungur af tekjutapi ríkissjóðs vegna eignarskattslækk- unarinnar í að fella niður eignar- skatta á fyrirtæki eða tæpar 1.100 milljónir króna.“ Vinstri-grænir höfðu svipaða af- stöðu til tillögu þáverandi ríkis- stjórnar að leggja skattinn niður. Í nefndaráliti VG var bent á að þeir sem ættu meira en 100 milljónir í skuldlausa eign greiddu á þessum tíma 895 milljónir í eignarskatt. Síðasta árið sem skatturinn var innheimtur greiddu 15.370 eldri borg- arar, 67 ára og eldri, samtals um 652 milljónir króna. Skattleysismörk voru við 4,8 milljónir króna Eignarskattur var afnuminn í tveimur áföngum. Hann var lækk- aður um helming árið 2002 þegar skattprósentan fór úr 1,2% í 0,6%. Þegar eignarskattar voru lagðir á nam skatturinn 0,6% af nettóeign ein- staklings umfram 4,8 milljónir króna og tvöfalda þá upphæð hjá hjónum. Skattleysismörkin voru því frekar lág. Þær hugmyndir sem nú eru til skoðunar hjá ríkissjórninni um eign- arskatt gera ráð fyrir hærri mörkum. Morgunblaðið/Árni Sæberg Hús Ríkisstjórnin er núna að skoða hugmyndir um að leggja á eignarskatt. Verður eignarskattur endurvakinn? Ríkisstjórnin ræðir núna hug- myndir um að leggja á eign- arskatt, en skatturinn var lækk- aður um helming 2002 og lagður af árið 2005. Það ár skilaði hann 3,7 milljarða tekjum í ríkissjóð. Eru eignarskattar lagðir á í nágrannalöndum okkar? Það eru ekki mörg lönd í heim- inum sem leggja á eignarskatt. Hollendingar eru eina Evr- ópuþjóðin sem leggur á eign- arskatt. Slíkur skattur var inn- heimtur á Bretlandi, en hann var afar óvinsæll og hefur að mestu verið lagður af. Eign- arskattar eru hins vegar lagðir á í Bandaríkjunum, Kanada og Ástralíu. Hver er munur á fasteigna- skatti og eignarskatti? Skattstofn fasteignaskatta er fermetrafjöldi húsnæðis, en eignarskattur tekur mið af eign skattgreiðanda í húsnæðinu að frádregnum skuldum. Er langt síðan farið var að leggja á eignarskatt? Fyrstu skattalög sem sett voru hér á landi voru sett árið 1096 að frumkvæði Gissurar Ísleifs- sonar Skálholtsbiskups, en hann fól í sér 10% skatt á ár- lega eignaaukningu. Þessi eign- arskattur var kallaður tíund. Skatturinn skiptist í fjóra staði: fjórðungur fór til biskups, fjórð- ungur fór til þurfamanna, fjórð- ungur fór til kirkna og fjórð- ungur til presta. S&S

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.