Morgunblaðið - 17.11.2009, Síða 7
Skráðu þig í Sparitilboð N1
fyrir miðnætti á föstudag.
Allir þeir sem hafa skráð sig í
Sparitilboðið geta sparað tugi
þúsunda í rekstrarkostnaði
bílsins og unnið ferðavinninga
og fleira skemmtilegt.
MISSTU EKKI
AF ÞESSU!
TUGÞÚSUNDA SPARNAÐUR OG
GLÆSILEGIR VINNINGAR
Dekur í
Laugum
Snyrti-
vörur
Sushi frá
OSUSHI
Ferð til
USA
Ferðir til
Evrópu
WWW.N1.IS
Skráðu þig
fyrir miðnætti
á föstudag!
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 17. NÓVEMBER 2009
Eftir Helga Bjarnason
helgi@mbl.is
ÚTGÁFA sögukorts fyrir Dalina og
síðar korta fyrir alla landshluta Ís-
lands hefur leitt til evrópsks verk-
efnis sem styrkt er af Leonardo-
áætlun Evrópusambandsins. Af-
rakstur þess, sex sögukort frá
fjórum löndum Evrópu, kemur út á
næstu mánuðum.
Rögnvaldur Guðmundsson, ferða-
málafræðingur hjá Rannsóknum og
ráðgjöf ferðaþjónustunnar, gerði
sögukort fyrir Dalabyggð árið 2000
og síðan kort fyrir Vesturland. Þessi
kort voru vinsæl og í framhaldi af
því ákvað Rögnvaldur að gera sögu-
kort fyrir allt landið. Verða þau sjö
talsins og koma út í janúar, ásamt
Íslandskorti.
Þekkingu miðlað
Í tengslum við þessa vinnu fékkst
styrkur hjá Leonardo-áætlun Evr-
ópusambandins til að miðla þessari
þekkingu til annarra landa. Fólk
sem unnið hefur að því að gera
Vatnsdæla sögu sýnilega og Skál-
holtsstaður tóku þátt í verkefninu
ásamt stofnunum í Noregi, Ung-
verjalandi og Orkneyjum og Suður-
eyjum í Skotlandi. Rögnvaldur segir
að þátttökuhéruðin noti kortin á
mismunandi hátt, það fari allt eftir
aðstæðum á hverjum stað.
Unnið er að því í Orkneyjum að
safna upplýsingum um sögu eyjanna
í seinni heimsstyrjöldinni. Aðal-
bækistöð breska flotans var í
Skalpaflóa (Scapa Flow) og 60 þús-
und breskir hermenn höfðu þar að-
stöðu í stríðinu. Julie Gibson, sem er
fulltrúi Orkneyinga í verkefninu,
segir að sögukortin séu þeirra leið til
að miðla þessum sögum úr stríðinu
og vekja athygli á sögustöðum.
Gert raunverulegt
„Eftir að búið er að velja staðina
sem fjallað er um þarf oft að leggjast
í mikla heimildarvinnu til að hægt sé
að myndskreyta atburði eða staði á
eins raunverulegan hátt og unnt er.
Það gefur þessum kortum gildi,“
segir Ingólfur Björgvinsson sem
teiknar öll kortin. Á bakhlið kort-
anna eru nánari upplýsingar um
sögustaðina.
Kortin verða notuð við þjálfun og
endurmenntun leiðsögumanna og
kennara auk þess sem ferðafólk á að
geta nýtt sér þau og heimafólk á við-
komandi stöðum.
Morgunblaðið/Helgi Bjarnason
Samvinna Rögnvaldur Guðmundsson, Julie Gibson frá Orkneyjum og Ing-
ólfur Björgvinsson tóku þátt í verkefnafundi sögukortaverkefnisins.
Samvinna um
útgáfu sögukorta
í sex löndum
Mynd/Ingólfur Björgvinsson
Sagan Þórólfur sleggja fær mynd
af sér í sögukorti Vatnsdæla sögu.
Íslendingar stjórna Evrópuverkefni
um sögukort sem koma út í vetur
Í HNOTSKURN
»Vatnsdæla saga og Skál-holt verða tekin fyrir á Ís-
landi.
»Kortin í Skotlandi fjallaum sögu seinni heimsstyrj-
aldarinnar í Orkneyjum og
sögustaði og sögu Suðureyja.
»Saga víkingatímans ogmiðalda á Hálogalandi í
Noregi er tekin fyrir og saga
og söguhetjur Nógrád-héraðs
í Norður-Ungverjalandi.
HÆSTIRÉTTUR hefur vísað frá
kæru, sem tengist ákæru vegna
meints skattalagabrots fyrrverandi
forsvarsmanna Baugs Group og
eignarhaldsfélagsins Gaums. Taldi
rétturinn að kæruheimild skorti.
Þau Jón Ásgeir Jóhannesson,
Tryggvi Jónsson og Kristín Jóhann-
esdóttir kærðu úrskurð héraðs-
dóms þar sem hafnað var kröfu
þeirra um að ákæruvaldinu yrði
gert skylt að afhenda verjendum
þeirra gögn málsins að nýju í sam-
ræmi við skilyrði laga um meðferð
sakamála þannig að þar yrði engin
óviðkomandi gögn að finna, að
ákæranda yrði gert skylt að til-
greina hvaða gögn málsins heyrðu
undir hvern lið ákæru og hvaða
gögn málsins heyrðu undir hvert
ákærðu.
Þau Jón Ásgeir, Kristín, Tryggvi,
Baugur og Gaumur eru ákærð fyrir
meiriháttar brot gegn skattalögum
á árunum 1998 til 2003. Jón Ásgeir
og Kristín eru meðal eigenda
Gaums, aðaleiganda Baugs Group,
sem er nú til gjaldþrotaskipta.
Hæstiréttur vísar frá kæru
í skattamáli tengdu Baugi