Morgunblaðið - 17.11.2009, Blaðsíða 12

Morgunblaðið - 17.11.2009, Blaðsíða 12
12 FréttirINNLENT MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 17. NÓVEMBER 2009 www.noatun.is FISKIBOLLUR KR./KG878 ÝSA Í RASPI KR./KG1198 OG GOTT! EINFALT Ódýrt og gott í Nóatúni 20% afsláttur 33% afsláttur KEAGAMALDAGS KINDAKÆFA KR./PK. 199 FPUPPÞVOTTA- VÉLATÖFLUR KR./PK. 619 LORENZINI SPAGHETTI KR./PK. 139 F ÚRFISKBOR ÐI ÚR FISKBORÐI ERSKIR Í FISKI F ÚRFISKBOR ÐI ÚR FISKBORÐI ERSKIR Í FISKI BANDALAG íslenskra áhugaleik- félaga mót- mælir fyr- irhuguðum stórfelldum niðurskurði á framlögum til starfsemi áhugaleikfélaga. Í ályktun bandalagsins kemur fram að niður- skurður á styrkjum til menningar og lista sé skiljanlegur í ljósi núverandi efnahagsástands. Áhugaleikfélögin hafi eins og aðrir verið því viðbúin að þurfa að taka á sig auknar byrð- ar. Bandalagið lýsir hins vegar yfir furðu með að niðurskurður á fram- lagi til starfsemi leikfélaganna nemi rúmlega 50%, sem er langt umfram 20% meðaltalið í niðurskurði til lista- starfsemi almennt. Áhugaleikfélög mót- mæla niðurskurði Leiklist Leikfélög eru ósátt við niðurskurð. SAMTÖK félagsmálastjóra fagna um þessar mundir aldarfjórðungs- afmæli. Af því tilefni er efnt til mál- þings samtakanna nk. föstudag frá kl. 13-17 í Salnum í Kópavogi. Samtökin voru stofnuð á Sauðár- króki 8. september 1984 og voru stofnfélagarnir 8. Nú eru 32 félagsmálaþjónustur í landinu starfandi, en meðlimir sam- takanna eru 34. Núverandi formað- ur er Gunnar M. Sandholt, félags- málastjóri í Skagafirði. Samtök félags- málastjóra 25 ára BÖÐVAR Jónsson, bóndi á Gautlöndum í Mývatnssveit, lést 84 ára að aldri á Heil- brigðisstofnun Þing- eyinga 14. nóvember sl. Hann fæddist 1. júlí 1925, sonur hjónanna Jóns Gauta Péturs- sonar og Önnu Jak- obsdóttur. Böðvar varð gagn- fræðingur frá Mennta- skólanum á Akureyri árið 1946. Hann tók við búinu af föður sínum og var bóndi á Gautlönd- um á árabilinu 1947-1997 eða þar til synir hans tveir tóku við búinu. Árið 1954 kvæntist Böðvar Hildi Guðnýju Ásvaldsdóttur frá Auðnum í Laxárdal, en hún lést árið 2000. Þau eignuðust fimm syni. Böðvar tók virkan þátt og var leið- andi í félags- og menningarstarfi í Mývatnssveit. Til margra ára sat hann í stjórn Skútustaða- hrepps og í rúmlega 60 ár vann hann að trygg- ingamálum í sinni sveit og var umboðsmaður Brunabótafélagsins og Samvinnutrygginga, síðar Vátrygginga- félags Íslands. Böðvar var samvinnumaður og sat um tíma í stjórn Kaupfélags Þing- eyinga auk þess sem hann var fulltrúi á þingum Sambands ís- lenskra samvinnufélaga. Böðvar var mikill áhugamaður um umhverfis- og landgræðslumál. Landgræðsla ríkisins veitti honum hin árlegu landgræðsluverðlaun árið 1994 og síðar sama ár fékk hann riddara- kross hinnar íslensku fálkaorðu fyrir landgræðslustörf. Andlát Böðvar Jónsson HARALDUR Ásgeirs- son, verkfræðingur og fyrrverandi forstjóri Rannsóknarstofnunar byggingariðnaðarins, andaðist á Landspít- alanum 15. nóvember sl. Haraldur fæddist á Sólbakka í Önundar- firði 4. maí 1918. For- eldrar hans voru Ás- geir Torfason, skip- stjóri og framkvæmda- stjóri, og kona hans, Ragnheiður Eiríks- dóttir húsfreyja. Haraldur varð stúdent frá Menntaskólanum á Akureyri árið 1940, lauk BSc-prófi í efnaverkfræði frá University of Illinois árið 1944 og MSc-gráðu árið 1945. Hann starfaði ungur m.a. sem verkfræðingur við atvinnudeild Háskóla Íslands, en var forstjóri Rannsóknarstofnunar byggingariðnaðarins frá stofnun 1965 og lét af þeim störfum árið 1985. Í starfi sínu lagði hann mikla áherslu á rann- sóknir, þróun og fram- farir, einkum varðandi steinsteypu. Hann vann m.a. að rannsóknum á alkalívirkni, styrkingu íslensks sements með íblöndun kísilryks, loft- blendi í steinsteypu auk rannsókna á styrkleika og veðrunarþoli. Haraldur vann einnig að ýmsum rannsóknar- og þróunarverkefnum, m.a. þróaði hann síldar- dælur til notkunar við síldarflutninga. Haraldur sinnti margvíslegum fé- lags- og trúnaðarstörfum og hlaut ýmsar viðurkenningar fyrir störf sín. Eiginkona Haraldar var Halldóra Einarsdóttur, hún lést 2007. Þau eignuðust fjögur börn. Útför Haraldar verður gerð frá Neskirkju nk. föstudag, 20. nóv- ember kl. 11. Andlát Haraldur Ásgeirsson Eftir Ólaf Bernódusson Skagaströnd | Það vekur oft heitar tilfinningar þegar gamlir bátar eru rifnir. Oftast er um að ræða atvinnutæki sem gefið hefur verið sérstakt nafn, blessað af presti með fyrirbænum um gott gengi og sem jafnvel hefur verið heimili manna um lengri eða skemmri tíma. Þannig hafa oftar en ekki myndast tengsl milli manns og báts. Í sjávarþorpi eins og Skagaströnd þekkir fólk lífsferil báta allt frá því þeir eru í smíðum og þar til þeir enda á bálinu eða eru klipptir í brotajárn. Fólk áttar sig á að þetta er eðlileg hringrás í atvinnusögu landsins. Hringrás ehf. – endurvinnsla fékk fyrir nokkru út- hlutað athafnasvæði á Skagaströnd til móttöku og flokk- unar á brotajárni. Þar er tekið á móti járnarusli af öllum toga víða að af landinu, það flokkað og síðan komið í skip til útflutnings. Fyrir nokkru rifu Hringrásarmenn gaml- an trébát sem staðið hafði umkomulaus í slippnum á Skagaströnd í mörg ár. Nú er stálbáturinn Sindri frá Kópaskeri kominn í slippinn og bíður þar eftir að verða klipptur niður eftir nokkra daga. Sindri hafði legið í höfninni á Sauðárkróki um alllangt skeið en björgunarskipið Húnabjörg dró hann til Skagastrandar fyrir nokkru. Allir gera sér ljóst að það er þjóðþrifaverk að endurnýta járnið úr gömlum bát sem lokið hefur hlutverki sínu en ekki eru allir sam- mála um hvað verði um „sál“ bátsins er skrokkurinn hverfur. Morgunblaðið/Ólafur Bernódusson Klipptur niður í brotajárn „EINS og fyrstu hugmyndirnar litu út er þetta mun betra núna,“ segir Sigrún Rósa Bergsteinsdóttir, kaupmaður í gleragunaversluninni Linsunni við Aðalstræti. Skipulags- ráð Reykjavíkur hefur lagt fram nýja tillögu um Ingólfstorg. Fyrri tillaga um breytingar á deiliskipu- lagi sem lögð var fram fyrir nokkru gerði ráð fyrir að tvö gömul hús vikju fyrir fimm hæða hóteli og að gamla Sjálfstæðishúsið þar sem skemmtistaðurinn Nasa er nú yrði rifið til að koma fyrir fimm hæða hóteli. Sigrún var meðal gagnrýnenda skipulagsins en gegnumgangandi sjónarmið í þeirra hópi var að litið væri fram hjá gildi gamalla húsa jafnframt því sem aukið skuggavarp inn á Ingólfstorg myndi flæma burt mannlíf sem þar hefur myndast. Samkvæmt nýrri tillögu verða húsin óhreyfð og hótelið minna. „Miðborgin þarf ekki nýtt hótel auk þess sem Kvosin þolir illa aukið umferðarálag sem því myndi fylgja. Við eigum sem kostur er að halda í gömlu timburhúsin eins og sjást í Grjótaþorpinu enda hafa slík hús aðdráttarafl en það hafa gömul gler- hýsi ekki. Það er fagnaðarefni að þyrma eigi Nasa en ég fæ illa séð að starfsemi hótels og skemmtistaðar eigi samleið,“ segir Sigrún sem telur ánægjulegt að þær breytingar sem nú hafa gengið í gegn hafi náðst með samtakamætti allra þeirra sem hafa látið sig málið varða. Fagna breyttu skipulagi

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.