Morgunblaðið - 24.11.2009, Side 1

Morgunblaðið - 24.11.2009, Side 1
Þ R I Ð J U D A G U R 2 4. N Ó V E M B E R 2 0 0 9 STOFNAÐ 1913 315. tölublað 97. árgangur Landsprent ehf. MBL.IS Morgunblaðið hvar sem er hvenær sem er mbl.is «ÍÞRÓTTIR KEPPENDUR SÝNDU FÍN TILÞRIF Á SILFURMÓTI ÍR «AFLISTUM Fullur af æskuþrótti en man þó Kanann 96 ára LITBRIGÐIN í húmi vetrar geta verið einstaklega heillandi og nánast ævintýraleg þegar sólin gengur til viðar. Þannig urðu Bessastaðir óvenjutignarlegir í síðdegisbirtunni í gær með Keili í baksýn. Enn styttir daginn, en nákvæmlega mánuður er til jóla. Að- eins nokkrum dögum fyrir aðfangadag eru sem kunnugt er vetrarsólstöður þegar sólin hættir að lækka á lofti. Vafalítið hlakka margir til þess þegar daginn fer að lengja á ný með tilheyrandi birtu. Veðurguðirnir hafa farið fremur blíðum höndum um land- ann það sem af er vetri en útlit er nú fyrir að það breytist næstu daga. Þannig er spáð kólnandi veðri og stífri norðaustanátt frá og með deginum í dag. Útlit er fyrir snjókomu víða um land um komandi helgi. LITADÝRÐIN RÆÐUR RÍKJUM Í SÓLSETRINU Morgunblaðið/Ómar  LÍKLEGT er að kröfuhafar gamla Lands- bankans muni láta reyna á neyðarlögin sem sett voru í kjölfar bankahrunsins haustið 2008. Við setningu neyðarlaganna voru innlán sett framar öðrum kröfum í þrotabú Landsbankans. Umræður spunnust upp um málið á kröfuhafafundi Landsbankans sem haldinn var í gær. Jafnframt var tilkynnt á fund- inum að eignir bankans hefðu rýrn- að nokkuð. »12 Kröfuhafar munu láta reyna á neyðarlög fyrir dómi  SVEITARFÉLÖGIN fá á þessu ári tæplega þrjá milljarða í útsvarstekjur vegna útgreiðslu á séreignasparnaði. Þetta eru um 12,4% af öllum útsvarstekjum sveitarfélaganna, en áætlað er að þær verði um 24 milljarðar á þessu ári. Kristinn Jónsson, bæjarstjóri í Snæfellsbæ, segir að þessar við- bótartekjur deyfi áhrif krepp- unnar á fjárhag sveitarfélaganna. Þó að gert sé ráð fyrir að eitthvað verði greitt út af séreignasparnaði á næsta ári verði það ekki nærri eins mikið og á þessu ári. Reykjavíkurborg fær um einn milljarð aukalega í útsvarstekjur vegna séreignasparnaðarins. »16 Fá 3 milljarða vegna séreignasparnaðar Eftir Agnesi Bragadóttur, Bjarna Ólafsson og Þórð Gunnarsson VANDSÉÐ er hvernig ríkisbankinn Arion ætlar að gæta þess jafnræðis sem stjórnsýslulög kveða á um við meðferð á málefnum 1998 ehf. að því er segir í fjöldapósti sem sendur var í gærkvöldi á þá sem skráð höfðu sig á vefsíðu Þjóðarhags. Walker skoðar málið Breski auðkýfingurinn Tom Hunt- er segist í samtali við Morgunblaðið ekki vera í hópi þeirra erlendu fjár- festa sem sagðir eru ætla að endur- fjármagna 1998 ehf., móðurfélag Haga. Annar breskur athafnamaður, Malcolm Walker, segir í samtali við Morgunblaðið að Jón Ásgeir Jóhann- esson hafi beðið hann um hjálp við að ná aftur yfirráðum í Högum. „Ég svaraði honum: Ég veit það ekki, en ég skal skoða það. Þar erum við staddir nú. Ég sagði ekki já, ég skal gera það, en ég sagði vissulega að ég myndi skoða málið.“ Tom Hunter og Malcolm Walker hafa um árabil verið viðskiptafélagar Jóns Ásgeirs og Baugs. Hunter tók m.a. þátt í kaupum Baugs á House of Fraser árið 2006 og Malcolm Walker er framkvæmdastjóri Iceland-versl- anakeðjunnar sem Baugur átti stóran hlut í. Jón Ásgeir situr enn í stjórn Iceland. Í ágúst sagði Jón Ásgeir í samtali við Morgunblaðið að stefnt væri að því að endurfjármagna Haga að nýju með þátttöku breskra fagfjárfesta á sviði smásöluverslunar. Í fjölpóstinum segir að mikil ráð- gáta sé hvers vegna bankinn skoði nú tilboð, sem m.a. sé frá nýjum aðilum, en vilji ekki ræða við Þjóðarhag. „Væntanlega hafa nýir erlendir fjár- festar mestan áhuga á markaðsráð- andi stöðu Haga, þeirri sömu og Þjóð- arhagur vinnur gegn.“ Þjóðarhagur hefur unnið að því að koma saman hópi fjárfesta til að gera tilboð í Haga, dótturfélag 1998 ehf., en fékk þau svör á sunnudag að fyr- irtækið væri ekki til sölu. Arion banki, áður Nýja Kaupþing, mun taka sér um tvo mánuði til að meta fram komið tilboð um fjárhags- lega endurskipulagningu 1998 ehf. Tilboðið var lagt fram af Jóhannesi Jónssyni, erlendum fjárfestum og stjórnendum Haga en í tilkynningu frá bankanum kemur ekki nánar fram í hverju tilboðið felst að öðru leyti en því að samkvæmt því komi ekki til neinna afskrifta skulda 1998 ehf. Við vinnslu fréttarinnar var án ár- angurs reynt að ná í Finn Svein- björnsson, forstjóra Arion banka, Ernu Bjarnadóttur, stjórnarformann bankans, Jón Ásgeir Jóhannesson, Jóhannes Jónsson og Sigurjón Páls- son, stjórnarformann 1998 ehf. Segja ákvörðun Arion ráðgátu Þjóðarhagur gagnrýnir meðferð bankans á málefnum Haga Morgunblaðið/Golli  Jón Ásgeir bað mig | 2 GRÆNN TILBÚINN TIL NOTKUNAR . RAUÐUR TILBÚINN TIL NOTKUNAR R. HVÍTUR TILBÚINN TIL NOTKUNAR GULUR TILBÚINN TIL NOTK UNAR lsi 3 - 11 0 R.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.