Morgunblaðið - 24.11.2009, Qupperneq 2

Morgunblaðið - 24.11.2009, Qupperneq 2
2 FréttirINNLENT MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 24. NÓVEMBER 2009 Morgunblaðið Hádegismóum 2, 110 Reykjavík. Sími 5691100 Fréttir ritstjorn@mbl.is Fréttastjórar Sunna Ósk Logadóttir, sunna@mbl.is Egill Ólafsson, egol@mbl.is Viðskipti vidsk@mbl.is Björn Jóhann Björnsson, fréttastjóri, bjb@mbl.is Menning menning@mbl.is Umræðan | Bréf til blaðsins Guðlaug Sigurðardóttir, ritstjórnarfulltrúi, gudlaug@mbl.is Minningar mbl.is/sendagrein, Arnór Ragnarsson Íþróttir sport@mbl.is Sigurður Elvar Þórólfsson, seth@mbl.is Víðir Sigurðsson, vs@mbl.is mbl.is netfrett@mbl.is Guðmundur Sv. Hermannsson fréttastjóri gummi@mbl.is Faxafeni 5 • Sími 588 8477 Áttu von á gestum? Jólatilboð Eftir Agnesi Bragadóttur agnes@mbl.is MALCOLM Walker, forstjóri bresku verslanakeðjunnar Iceland, sem áður var í eigu Baugs Group, Fons og Lands- bankans, segir að Jón Ásgeir Jóhannesson hafi komið að máli við sig og spurt hvort hann vildi hjálpa honum og kaupa hlut í Högum. Hann hafi verið já- kvæður en ekki tekið neina ákvörðun enn. „Ég kem á engan hátt að þess- um deilum á Íslandi, um framtíðar- eignarhald á Högum. Ég rek bara mitt fyrirtæki hér í Bretlandi og það gengur mjög vel, þótt ég segi sjálfur frá. Við eigum gott sam- starf við Landsbankann og Glitni, alveg á sama hátt og við áttum í góðu samstarfi við Jón Ásgeir,“ sagði Malcolm Walker í samtali við Morgunblaðið í gærkvöld. Walker kvaðst hafa átt í góðu samstarfi við Jón Ásgeir í þrjú ár, þ.e. á meðan eignarhald á Iceland- keðjunni var í höndum Baugs Group og tengdra aðila. „Við Jón Ásgeir vorum aldrei neinir sér- stakir vinir en mér líkaði við mann- inn og bar virðingu fyrir honum og ég held að það hafi verið gagn- kvæmt,“ sagði Walker. „Mig tekur það sárt sem hefur verið að gerast síðustu sex mánuð- ina eða svo hjá Baugi Group og mig tekur það einnig sárt hvernig hefur gengið á Íslandi frá því í októberbyrjun í fyrra. Jón Ásgeir á samúð mína þótt ég skilji ekki öll deilumálin á Íslandi til hlítar því ég veit að þetta hefur reynst honum erfitt,“ sagði Walker. Þarf að kynna mér málið Walker sagði að sér skildist að Hagar væru gott fyrirtæki og vel rekið. „Jón Ásgeir sagði mér að þeir myndu tapa Högum vegna þess að bankarnir ætluðu að fara að beita veðköllum vegna útistand- andi lána en hann hefði tækifæri til þess að ná yfirráðum aftur í fyrir- tækinu ef hann kæmi inn með nýtt fjármagn og hann spurði hvort ég væri reiðubúinn til þess að hjálpa honum. Ég sagðist mundu hjálpa honum ef ég gæti,“ sagði Walker. Walker segir að Jón Ásgeir hafi þá spurt sig hvort hann væri tilbú- inn að kaupa ákveðinn hlut í Hög- um. „Ég svaraði honum: Ég veit það ekki en ég skal skoða það. Þar erum við staddir nú. Ég sagði ekki, já, ég skal gera það, en ég sagði vissulega að ég myndi skoða málið. Ég þarf að kynna mér málið nánar áður en ég tek ákvörðun,“ sagði Malcolm Walker að lokum. Jón Ásgeir bað mig um hjálp Malcolm Walker, forstjóri Iceland-verslanakeðjunnar bresku, kveðst reiðubúinn að skoða fjárfestingu í Högum Morgunblaðið/Halldór Kolbeins Malcolm Walker BRESKI auðkýfingurinn Tom Hunter er ekki með- al þeirra erlendu fjárfesta sem sagðir eru ætla að endurfjármagna 1998 ehf., fyrrverandi eiganda smásölukeðjunnar Haga. Þetta segir talsmaður hans, Euan Hunter, í samtali við Morgunblaðið. Að sögn talsmannsins eru Tom Hunter og Jón Ásgeir Jóhannesson ágætir vinir og eru enn með einhver sameiginleg verkefni í gangi. Hins vegar sé af og frá að Tom Hunter ætli að fjárfesta á Íslandi. Greint var frá því í Morgunblaðinu 6. nóvember að Donald McCarthy hefði nýlega verið skráður sem þriðjungshluthafi í einkahlutafélaginu JMS Partners, en Jón Ásgeir Jóhann- esson er skráður framkvæmda- stjóri í því félagi. McCarthy hef- ur einnig verið nefndur til sögunnar sem mögulegur fjár- festir í 1998. Forsvarsmenn 1998 hafa ekki viljað tjá sig um hvort Donald McCarthy sé einn þeirra sem hyggjast taka þátt í endur- fjármögnun 1998, en hann sat um árabil í stjórn Baugs. thg@mbl.is Hunter ekki meðal fjárfesta Tom Hunter Eftir Baldur Arnarson baldura@mbl.is „VIÐ fengum um 100 tonn af gull- deplu í trollið og erum að kasta aftur. Þetta er góður afli,“ sagði Albert Sveinsson, skipstjóri á Faxa RE 9, um borð í skipi sínu vestast í Grindavíkurdjúpi, um 31 sjómílu suður af Reykjanesi í gær- kvöldi. „Við ætlum að bíða og sjá hvernig framhaldið verður. Það er útlit fyrir brælu á miðunum næstu daga,“ sagði Albert. Með þessum afla Faxa er gull- depluvertíðin hafin, en þrátt fyrir nokkra leit hafði nánast ekkert fengist af gulldeplu í mánuðinum, að sögn Jóns Atla Gunnarssonar, skipstjóra á Ísleifi VE. „Við höfum verið einir við leit að gulldeplu undanfarið. Til stóð að senda rannsóknaskipið Bjarna Sæ- mundsson í leit að gulldeplu og síld en svo var gulldeplan blásin af. Það myndi skila mestum ár- angri ef fleiri skip væru við leitina og ekki væri verra ef rann- sóknaskip væri með,“ segir Jón Atli. Fór í tvo þriggja daga túra Jón Atli segir áhöfnina á Ísleifi hafa farið í tvo þriggja daga túra þar sem svo hafi virst sem gull- deplan væri „dreifð uppi á land- grunninu og minna úti í land- grunnsköntunum. Við höfum leitað austan og vestan við Vestmann- eyjar með landgrunnskantinum en höfum séð lítið af gulldeplu í veið- anlegu ástandi. Í janúar sáum við að gulldeplan safnaðist saman í miklum lóðningum en menn voru að þróa veiðarfærin á þeim tíma. Og þótt við séum komin með betri veiðarfæri er þetta allt á tilrauna- stigi enn þá,“ segir Jón Atli. Tæpir tveir milljarðar Samkvæmt bráðabirgðatölum Fiskistofu komu 38.339 tonn á land á síðasta vetri, en gulldeplu var fyrst farið að veiða sérstaklega í sérútbúin troll um og upp úr síð- ustu áramótum. Stefán Friðriksson, aðstoðar- framkvæmdastjóri Vinnslustöðvar- innar í Vestmannaeyjum, segir að gróflega megi áætla að verðmæti gulldeplu á síðustu vertíð hafi ver- ið tæpir tveir milljarðar króna en hann býst við að það verði meira á þessari vertíð ef aflabrögð verða svipuð. Enginn viti þó framhaldið. Gulldeplan er smár fiskur, frá þremur og upp í sjö sentimetra að lengd, og um 600 stykki í kílóinu. Morgunblaðið/Þorkell Á gulldeplu Faxi RE 9 siglir inn í höfnina í Reykjavík. Faxi með góðan afla af gulldeplu Fleiri skip hefði þurft til leitar ÞAÐ virðist mótsögn að Arion banki hafi upplýst á sunnudag að Hagar væru ekki til sölu en greini frá því í gær að fjár- hagsleg endurskipulagning á fyrirtækinu standi nú fyrir dyrum, m.a. með nýjum eig- endum. Þetta er meðal þess sem segir í fjölpósti, sem send- ur var til allra þeirra sem hafa skráð sig á vefsíðu Þjóðar- hags. Þjóðarhagur hefur undanfarið unnið að því að koma saman hópi fjárfesta til að gera tilboð í Haga en fékk þau svör á sunnudag að félagið væri ekki til sölu. Stjórnendur bankans eru gagnrýndir í póstin- um fyrir að vilja ekki tjá sig um ástæður þess, en í tilkynningu bankans í gær segi að ríkis- bankinn skoði nú tilboð, m.a. frá nýjum fjár- festum, og beri saman við aðra kosti. Í póstinum segir að það sé mikil ráðgáta hvers vegna bankinn skoði tilboðið en vilji ekki ræða við Þjóðarhag. „Það er vandséð hvernig Arion ríkisbankinn ætlar að gæta þess jafnræðis sem stjórnsýslulög kveða á um.“ bjarni@mbl.is Þjóðarhagur gagnrýnir Arion Guðmundur Franklín Jónsson „Arion banki hefur móttekið tilboð frá Jóhannesi Jónssyni kaupmanni, erlendum fjárfestum og stjórn- endum Haga um fjárhagslega endurskipulagningu 1998 ehf., móðurfélags Haga. Samkvæmt tilboðinu kemur ekki til neinna afskrifta skulda 1998 ehf. Arion banki þarf að taka sér tíma til að meta til- boðið og bera saman við aðra kosti í stöðunni þar sem málið er flókið. Það er í samræmi við þá megin- reglu bankans að leita lausna á skuldavanda fyrir- tækja með eigendum og stjórnendum. Niðurstöðu varðandi tilboðið er að vænta um miðjan janúar. Starfsfólk bankans áréttar að í þessu máli er unnið eftir verklagsreglum bankans sem eru í samræmi við lög um aðgerðir í þágu einstaklinga, heimila og fyr- irtækja vegna banka- og gjaldeyrishrunsins, sem ný- verið voru samþykkt á Alþingi.“ Tilkynning Arion vegna 1998 ehf. Morgunblaðið/Árni Sæberg

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.