Morgunblaðið - 24.11.2009, Side 30

Morgunblaðið - 24.11.2009, Side 30
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 24. NÓVEMBER 2009 Kvikmyndin Reiðmenn semfrumsýnd var um síðustuhelgi lofaði góðu. Hún erfrábærlega vel heppnuð blanda af spennutrylli og hrollvekju með frambærilegum efnivið og magnaðri notkun á táknfræði. Sjón- ræn umgjörð er hrífandi og persónu- sköpun og leikur fantagóð. Óþokk- arnir eru trúverðug samfélagsleg olnbogabörn og hefndarþorsti þeirra vel framreiddur með djöfullegum helgisiðamorðum. En allar þessar safaríku forsendur enda í þurri og vel krumpaðri döðlu þar sem fléttan er gölluð og trosnar í enda sem er of melódramatískur og fyrirsjáanlegur. Morðingjarnir telja sig vera hina útskipuðu reiðmenn sem Biblían boðar að kalla muni heimsenda yfir spillt og sjálfselskt mannfólkið. Þeir lifa sig inn í hlutverkin og limlest- ingar og blóðug morð þeirra verða goðsagnakennd með samruna við táknfræðina. Morðin sjálf eru ekki sýnd en vettvangi glæpanna eru gerð þeim mun gaumgæfilegri skil. Óhugnaður gengur ekki út á að mis- bjóða áhorfendum eins og í slæging- armyndum á borð við Saw og Hostel heldur er hér skapað afar bölsýnis- legt og ógnvænlegt andrúmsloft sem vekur áleitnar spurningar um sam- félagslega ábyrgð áhorfenda. Dennis Quaid kemur skemmtilega á óvart í hlutverki þjáðu ofurlögg- unnar sem sökkvir sér í vinnu til að þurfa ekki að takast á við dauða konu sinnar og vanrækir þar með syrgjandi syni sína algjörlega. Raunar er öll persónusköpun vel heppnuð þar sem teflt er fram tætt- um föður, vanræktum syni og heil- ögum anda, mögnuðum kvendjöfli og einstaklega áhugaverðum hjálp- arhellum. En það er ekki nóg því að fléttan fjötrar þessar annars ágætu persónur og botninn dettur úr myndinni. Það er til dæmis afar ótrúverðugt að útsmoginn og kænn kvendjöfull gefi sig fram og játi sekt sína án þess að nokkur grunur hafi fallið á hana og hvorki hún né fléttan hafa nokkurn ávinning af því. End- irinn er einnig eins og áður segir fyr- irsjáanlegur og uppgjörið einum of klént og melódramatískt sem veldur algjöru spennufalli í lokin á mynd sem byrjaði svo glimrandi vel en hún fær prik fyrir þá þætti sem eru vel gerðir og er áhorfsverð. Heimsendaböðlar Sambíóin Reiðmenn / Horsemen bbbnn Leikstjórn: Jonas Åkerlund. Handrit: David Callaham. Aðalhlutverk: Dennis Quaid, Patrick Fugit, Ziyi Zhang, Clifton Collins Jr., Lou Taylor Pucci, Barry Sha- baka Henley. 90 mín. Bandaríkin, 2009. HJÖRDÍS STEFÁNSDÓTTIR KVIKMYNDIR Þjáður Dennis Quaid kemur skemmtilega á óvart í hlutverki þjáðrar ofurlöggu. Hann sést hér með Ziyi Zhang. Reiðmennirnir fjórir sem boða heimsendi skjóta með reglulegu millibili upp kollinum í vestrænni vinsældamenningu. Johnny Cash fjallaði á afar eftirminnilegan hátt um þá í einu síðasta laginu sem hann samdi, „The Man Comes Around“, sem er titillag sam- nefndrar plötu frá árinu 2002. Al- gengast er að Plága ríði á vaðið á hvítum fáki og í kjölfar hennar geis- ar herskátt Stríð sem ryður sér til rúms á stórum villtum blóðrauðum hesti. Í kjölfarið ríður Hungursneyð inn í auman valinn á horuðum og veiklulegum svörtum hesti og að lokum birtist Dauðinn á bleiku hrossi og heimsendir er vís. Plága, Stríð, Hungursneyð og Dauði ÍRSKA hljómsveitin U2 verður aðal- númerið á Glastonbury-tónlistarhá- tíðinni í Englandi á næsta ári. Þetta verður í fyrsta skipti sem U2 kemur fram á Glastonbury, en hátíðin heldur upp á fjörutíu ára af- mæli sitt á næsta ári. „Það eru allir í skýjunum yfir því að samningurinn hafi verið undirrit- aður. Michael (Eavis, tónleikahald- ari) vildi fá stórt nafn á fjörutíu ára afmælið og sú staðreynd að U2 hefur aldrei spilað á Glastonbury á 32 ára ferli sveitarinnar eykur bara á ánægjuna af að fá þá,“ segir heimild- armaður The Sun og bætir við að Eavis hafi átt í samningaviðræðum við bandið í nokkurn tíma. U2 leikur á hátíðinni föstudaginn 25. júní 2010. Þegar er orðið uppselt á hátíðina en miðasala hófst í októ- ber og seldist upp á klukkutíma. Þá var ekki búið að tilkynna um nein nöfn sem koma fram á hátíðinni. Tónleikahaldarar voru þó búnir að lofa að fertugasta hátíðin yrði full af bestu tónlistarmönnum í heimi. Auk U2 mun Andy Williams koma fram, The Rolling Stones mun lík- lega vera aðalnúmerið á lokadegi há- tíðarinnar, sem stendur í þrjá daga, og Radiohead og Beyonce Knowles eru líkleg nöfn á Glastonbury 2010. U2 á Glastonbury Töffarar Bono og Jagger verða kannski báðir á Glastonbury. Sími 462 3500 Þú færð 5 % endurgreitt í Borgarbíó Sími 551 9000 Þú færð 5 % e n d u r g r e i t t í Regnboganum SÝND Í HÁSKÓLABÍÓI OG REGNBOGANUM SUMIR DAGAR... SÝND Í SMÁRABÍÓI, HÁSKÓLABÍÓI OG BORGARBÍÓISÝND Í BORGARBÍÓI SÝNINGUM FER FÆKKANDI Þú færð 5% endurgreitt í Borgarbíói, Smárabíói og Regnboganum og Háskólabíói ef þú borgar bíómiðann m 35.000 MANNS!HHHH„Taugatrekkjandi og vægast sagt óþægileg” T.V. - Kvikmyndir.is SÝND Í SMÁRABÍÓI, HÁSKÓLABÍÓI, REGNBOGANUM OG BORGARBÍÓI FRÁ LEIKSTJÓRA INDEPENDENCE DAY OG THE DAY AFTER TOMORROW „2012 er Hollywood-rússíbani eins og þeir gerast skemmtileg- astir! Orð frá því ekki lýst hvað stórslysasenurnar eru öflugar.” T.V. - Kvikmyndir.is Stórslysamynd eins og þær gerast bestar. V.J.V - FBL „...þegar líður á verður spennan þrælmögnuð og brellurnar ger- ast ekki flottari“ „2012 er brellumynd fyrir augað og fín afþreying sem slík“ S.V. - MBL STÆRSTA FRUMSÝNING ÁRSINS! VINSÆLASTA MYNDIN Á ÍSLANDI 2 VIKUR Í RÖÐ SÝND Í SMÁRABÍÓI OG REGNBOGANUM Frábær rómantísk gamanmynd sem enginn ætti að missa af! Geta tvær manneskur sem hittast á röngum tíma látið sambandið ganga upp? Love Happens kl. 5:30 - 8 - 10:20 LEYFÐ 2012 kl. 6 - 9:15 B.i.10 ára Zombieland kl. 6 - 8 - 10 B.i.16 ára Stúlkan sem lék sér að eldinum kl. 6 - 9 B.i.16 ára A Serious Man kl. 5:40 - 8 - 10:20 B.i.12 ára 2012 kl. 5:45 - 9 B.i.10 ára Desember kl. 6 - 8 B.i.10 ára Stúlkan sem lék sér að eldinum kl. 8 - 10:40 B.i.16 ára Jóhannes kl. 6 - 10 LEYFÐ 2012 kl. 6 - 9 B.i.10 ára Jóhannes kl. 6 LEYFÐ Paranormal Activity kl. 8 - 10 B.i.16 ára 600 k r. 600 k r. 600 k r. 600 k r. SÝND Í STÓRUM SAL SÍÐUSTU SÝNINGAR! Þú færð 5% endurgreitt í Háskólabíó Þú færð 5% endurgreitt í Borgarbíói, Smárabíói og Regnboganum og HáATH. ÞRIÐJUDAGSTILBOÐIÐ GILDIR EKKI Í BORGARBÍÓI, LÚXUS, 3-D MYNDIR OG ÍSLENSKAR MYNDIR

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.