Morgunblaðið - 24.11.2009, Qupperneq 21
Minningar 21
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 24. NÓVEMBER 2009
Ég man nú ekki
fyrst skiptið þegar við
hittumst en Magnús
bróðir hefur örugg-
lega komið með þig í
heimsókn til mín og Jónasar. Það
sem ég man er að þú varst feimin
og var dálítið erfitt að tala við þig
en það er svo sem eðlilegt þegar
maður er að kynnast inn í nýja fjöl-
skyldu, feimnin fór svo sem fljót-
lega og gátum við spjallað saman.
Ég og Bylgja byrjuðum á að fara
í berjamó á haustin þegar Særún og
Orri voru pínulítil og héldum við því
nema í haust þegar Bylgja treysti
sér ekki í að fara en hinar konurnar
í fjölskyldunni bættust í hópinn síð-
ar þegar þær komu með börn. Þess-
ar ferðir upp í Ölfus voru alltaf
skemmtilegar, mikið spjallað og
alltaf mundi Bylgja að koma með
nesti handa börnunum, þessar ferð-
ir úti í náttúrunni í berjatínslu eru
okkur dýrmætar minningar í dag.
Annað sem við gerðum alltaf saman
fjölskyldan var að baka flatkökur.
Áður voru þær bakaðar heima hjá
mér í Hveragerði í mínu stóra eld-
húsi en eftir að þau fluttu í Mosó
færðist baksturinn þangað og vor-
um við öll fjölskyldan að allan dag-
inn, konurnar hnoðuðu deigið og
munduðu kökukeflin en karlarnir
bökuðu flatkökurnar á gamaldags
helluborði.
Í fyrra fórum við saman með fjöl-
skyldur okkar á þjóðhátíð í Vest-
mannaeyjum, vorum við heima hjá
foreldrum þínum í kjallaranum og
vorum í tæpa viku og var ferðin frá-
bær í alla staði, tjölduðum hvíta
tjaldinu sem fjölskyldan þín á og
svo var farið í dalinn með krakkana,
bæði á daginn og kvöldin, elduðum
og höfðum það gott. Þessari löngu
helgi gleymum við aldrei.
Bylgja var hómópati og var það
mikið notað á mínu heimili og
bjargaði hún miklu í t.d. eyrna-
verkjum, frunsum og öðrum verkj-
um, hita og flensum, bara að nefna
það, maður gat alltaf hringt og
fengið ráð hjá henni hvernig maður
átti að meðhöndla veikindi og alltaf
sendi hún remedíurnar ef það var
ekki ferð austur fyrir fjall. Ég var
t.d. nýbúinn að fá vænan skammt
frá henni.
Bylgja var frábær ljósmyndari
og var hún alltaf til í að taka myndir
fyrir mig, tók hún myndir fyrir
okkur Jónas í brúðkaupinu okkar,
skírnum barnanna okkar og ferm-
ingum þeirra líka og myndirnar
eigum við alltaf frá þér.
Alltaf gat maður sest niður með
te og með því hjá Bylgju og spjallað
um heima og geima þar sem við
náðum mjög vel saman og hún var
óhrædd við að spyrja um ráð um
uppeldi, bakstur og fleira. Ég á eft-
ir að sakna þín, elsku Bylgja mín,
Hugrún.
Það er sárara en nokkur orð fá
lýst að setjast niður og minnast þín,
kæra vinkona. Leiðir okkar lágu
fyrst saman þegar við unnum hjá
Hans Petersen fyrir mörgum árum
en þá þekktumst við lítið. Seinna
þegar þú fluttir með fjölskylduna í
Mosfellsbæinn kynntumst við betur
í gegnum börnin okkar. Fjölskyld-
an var þér allt og ég dáðist oft að
því hversu mikinn metnað þú lagðir
í móðurhlutverkið. Föndrið með
börnunum, perlurnar og glugga-
skrautið. Ferðirnar sem þú skipu-
lagðir á skíði, skauta, út í náttúruna
eða til útlanda. Þú sýndir þeim ein-
staka alúð og vináttu og þér var
umhugað um að veita þeim uppeldi
Bylgja
Matthíasdóttir
✝ Bylgja Matthías-dóttir fæddist í
Vestmannaeyjum 7.
maí 1970. Hún lést á
heimili sínu 2. nóv-
ember 2009 og var
jarðsungin frá Graf-
arvogskirkju 11. nóv-
ember.
Meira: mbl.is/minningar
sem færði þeim far-
sæld í lífinu. Þú varst
líka dugleg við að
leggja þitt af mörkum
til málefna sem við-
komu börnunum þín-
um, hvort sem það
var sem formaður
foreldrafélagsins á
Reykjakoti eða með
störfum þínum í
stjórn Karatedeildar
Aftureldingar.
Eftir því sem við
kynntumst betur varð
sameiginlegur áhugi
okkar á andlegum málefnum og
mannlegri tilvist sterkasti grund-
völlur vináttu okkar. Við ræddum
svo oft um lífið og tilvistina í öllum
sínum fjölbreytileika. Um andleg
málefni, trúna, tilfinningarnar, erf-
iðleikana, veruleikann sem blasir
svo misjafn við mannfólkinu. Við
glímdum við hverja tilvistarspurn-
inguna á fætur annarri, fundum
sjaldnast svör en fundum vináttu
sem óx og dafnaði. Þess á milli
göntuðumst við með hvað við hefð-
um lítinn áhuga á að ræða verald-
legri hluti eins og gardínur, garð-
stóla eða sófasett. Þú hafðir
einstakan áhuga á náttúrunni og
öllu sem viðkemur mannlegum
veruleika og sá áhugi fléttaðist
saman í hómópatíunni. Hómópatían
átti hug þinn allan og þér var annt
um velferð fólks, barst djúpa virð-
ingu fyrir öllum sem þú umgekkst.
Þú gafst þér tíma til að hlusta af
einlægni og vera til staðar. Þú vild-
ir leggja öllum lið, miðla af þekk-
ingu þinni og skilningi þínum á líf-
inu og tilverunni. Þú varst líka
einstaklega dugleg við að taka þátt
í margskonar félagsskap og beindir
orku þinni af einurð og óbilandi
áhuga að öllu því sem þú tókst þér
fyrir hendur. Þú varst vandvirk og
lagðir þig fram um að sinna vel því
sem þér var trúað fyrir. Það voru
forréttindi að fá að kynnast þér og
einstakri sýn þinni á lífið.
Vinátta þín var ómetanleg gjöf
sem þú gafst af auðmýkt. Ég þakka
þér, elsku vinkona, fyrir allt. Guð
gefi að þú finnir frið og sátt í eilífð-
inni.
Megi góður Guð styrkja Magnús,
Særúnu, Orra og ættingja þína í
sorg þeirra.
Arndís Linn og
vinir þínir í Vindási.
Okkur setti hljóða þegar við
fengum að vita um andlát okkar
kæru vinkonu langt fyrir aldur
fram. Upp í huga okkar koma ynd-
islegar minningar um allar góðu
stundirnar sem við áttum saman.
Kynni okkar stelpnanna hófust í
Hjallakirkju þar sem við hittumst
með börnin okkar og áttum góða
stund. Þegar kom að því að börnin
okkar stækkuðu og við fórum á
vinnumarkaðinn aftur þá fannst
okkur ekki hægt að hætta að hittast
og því stofnuðum við Mömmu-
saumó og höfum hist einu sinni í
mánuði upp frá því. Síðan höfum
við gert ýmsa hluti saman, farið til
útlanda, farið í sumarbústað og
margt annað.
Alltaf var henni umhugað um
heilsu og til að vega upp á móti
kaloríubombunum okkar þá var
hún með heilsukökur og ýmsa holl-
ustu. Bylgja gaf sér alltaf tíma fyrir
aðra og var tilbúin með remedíurn-
ar sína ef eitthvað amaði að okkur
eða okkar fjölskyldum. Henni
Bylgju okkar er best lýst sem góðri
manneskju með hreint hjarta og
vildi öllum vel en var ekki eins dug-
leg að biðja um aðstoð fyrir sjálfa
sig. Það verður mikill missir að
henni Bylgju okkar og minning
hennar mun ávallt búa í hjörtum
okkar. Mikið fannst okkur gott að
hafa hitt hana Bylgju örfáum dög-
um fyrir andlát hennar og sú stund
var mjög góð eins og alltaf þegar
við komum saman. Við viljum votta
Magnúsi, Særúnu, Orra og fjöl-
skyldum þeirra okkar innilegustu
samúð. Guð blessi ykkur öll.
Laufey, Ragnheiður, Guðrún
(Gúddý), Harpa, Bryndís, Pál-
ína, Ásdís, Kristjana, Sigríður,
Vigdís og Árný.
Kveðja frá Organon,
fagfélagi hómópata
Brosandi, glaðvær, gefandi,
áhugasöm, spurul, iðin og traust
eru nokkur af þeim orðum sem
koma upp í hugann þegar við minn-
umst hennar Bylgju okkar.
Bylgja Matthíasdóttir sat í stjórn
Organon, fagfélags hómópata, frá
2007, hún hafði umsjón með mán-
aðarlegum súpufundum félagsins
og var einnig þingfulltrúi Organon í
Bandalagi íslenskra græðara,
ásamt öðrum nefndarstörfum sem
hún sinnti af mikilli eljusemi.
Bylgja var þeim eiginleikum
gædd að geta sagt það sem henni
fannst án þess að særa neinn né
móðga. Enda var hún mjög vel liðin
bæði sem stjórnarmaður, kennari
og hómópati. Bylgja var alltaf trú
sinni sannfæringu og fékk, með
smitandi áhuga sínum, aðra með
sér. Í raun var hún mikill braut-
ryðjandi og var mikið í mun að efla
og styrkja bæði hómópata og hó-
mópatíuna. Þetta var ein af ástæð-
um þess að hún, ásamt nokkrum
öðrum konum, kom upp safni hljóð-
fyrirlestra sem kallað er Snældu-
félagið. Auk þessa hélt hún fundi,
fyrirlestra og kynningar, allt í
þeim tilgangi að miðla hómópatí-
unni sem var henni svo kær.
Við stöndum í mikilli þakkar-
skuld við Bylgju og allt það starf
sem hún sinnti svo vel. Hún skilur
eftir djúpt skarð sem erfitt verður
að fylla og hennar verður sárt
saknað. Við óskum þess að bylgjur
hennar lifi áfram í hómópatasam-
félagi okkar með allan þann dugn-
að, atorku, hreinskilni og glaðværð
sem ávallt fylgdi henni, við erum
öll lánsöm og betri manneskjur að
hafa fengið að kynnast henni.
Hver minning dýrmæt perla að
liðnum lífsins degi,
hin ljúfu og góðu kynni af alhug
þakka hér.
Þinn kærleikur í verki var gjöf,
sem gleymist eigi,
og gæfa var það öllum, er fengu að
kynnast þér.
(Ingibjörg Sigurðardótti.)
Fyrir hönd Organon færum við
Magnúsi, Særúnu, Orra, fjölskyldu
og vinum okkar innilegustu sam-
úðarkveðjur.
Anna Birna Ragnarsdóttir,
formaður, Erla Viggosdóttir,
varaformaður.
Við Bylgja kynntumst þegar við
stunduðum báðar nám í hómópa-
tíu.
Vináttan þróaðist og við urðum
góðar vinkonur og heimagangar
hvor hjá annarri.
Mig langar að draga upp minn-
ingarbrot af vináttu okkar:
Það er snemma morguns og ég á
von á Bylgju í heimsókn. Í mörg ár
höfum við hist til að vinna og ræða
um hómópatíu. Það kemst fljótt á
verkaskipting sem ræðst af hæfi-
leikum okkar og áhugasviðum.
Hún, með stóru þykku skrudduna í
höndunum sem við köllum „repp-
una“ byrjar strax að blaða í henni.
Ég reyni að draga aðalatriðin sam-
an svo hún hafi eitthvað til að leita
að. Hún er snillingurinn í „repp-
unni“. Það var hellt á könnuna eða
drukkið jurtate allt eftir því hvern-
ig lá á okkur. Við áttum það sam-
eiginlegt að hafa brennandi áhuga
á hómópatíu, heildrænum lækning-
um og manneskjunni yfirleitt.
Milli þess sem við hittumst töl-
uðum við saman í síma og leystum
hvor aðra af í fríum. Bylgja fór til
Eyja eða Kanarí og kom brún og
sælleg til baka með sín varfærn-
islegu tindrandi augu og opna
bros. Þetta var fullkomið samstarf.
Hún var mikið fyrir börnin sín
og spáði í persónuleika þeirra og
hæfileika. Vinir barnanna hafa allt-
af sótt í að vera heima hjá þeim.
Ég dró hana með mér í yoga og
hún mig í magadans. Ég var líka
heilluð af að heyra hana tala
spænskuna. Eitt árið komst ég að
því að hún var Eurovision-aðdá-
andi og ekki möguleiki að trufla
hana á slíkum kvöldum. Bylgja
fræddi mig um nýjar bækur og
tölvuforrit. Hún var forvitin og
skapandi, hafði margar hugmyndir
og kom mörgum þeirra í fram-
kvæmd. Sérstök áhugamanneskja
var hún um tunglið og áhrif þess á
lífið á jörðinni. Bylgja kenndi hó-
mópatíu og var leiðbeinandi í nem-
endahópum.
Á afmælinu mínu færði hún mér
usb-lykil fullan af efni um heild-
rænar lækningar. Þetta þótti mér
frumleg gjöf og henni líkt. Yngri
sonur minn var ekki gamall þegar
við tókum upp okkar stundir. Ég
labbaði með barnavagninn til henn-
ar. Hún kveikti upp í kamínunni og
við drukkum jurtate og borðuðum
döðlur og fræ.
Svo varðstu fyrir áfalli. Sársauki
þinn var svo óendanlega sár að þú
lokaðist inni í sjálfri þér eins og þú
sagðir sjálf. Þú gast ekki tekið á
móti neinni hjálp. Ég sá lífsneist-
ann yfirgefa þig. Ég sá þig eins og
skuggann af sjálfri þér og afneita
öllu sem þú hafðir svo mikla trú á.
Við vorum mörg sem reyndum að
gæða þig lífsorkunni á ný og fá þig
til að sjá ljósið á vitunum allt í
kringum þig. Það var ekki á okkar
færi.
Mig langar þakka fyrir vináttuna
okkar sem er mér afar mikilvæg.
Við gáfum og tókum á móti á víxl
og við vissum báðar að við vildum
hvor annarri vel. Það var einlæg
vinátta og gagnkvæmt traust.
Farðu í friði kæra vinkona.
„… Og vertu glaður með vini þínum
og njóttu með honum lífsins. Því að í
dögg lítilla hluta finnur sálin morgun
sinn og endurnærist.“
Um vináttuna úr Spámanninum,
Kahlil Gibran.
Guðrún (Gigga).
✝
Innilegar þakkir færum við þeim sem sýndu okkur
samúð og hlýhug við andlát og útför ástkærrar
eiginkonu, móður, tengdamóður, ömmu og
langömmu,
HELGU VIGFÚSDÓTTUR
frá Hrísnesi, Barðaströnd,
Hjallaseli 55,
Reykjavík.
Sérstakar þakkir til starfsfólks Seljahlíðar fyrir hlýja og góða umönnun.
Ólafur Kristinn Þórðarson,
Kolbrún Ólafsdóttir, Hörður Eiðsson,
Skarphéðinn Ólafsson, Sigríður Skarphéðinsdóttir,
Þórður G. Ólafsson, Jónína S. Jónasdóttir,
barnabörn og barnabarnabörn.
✝
Innilegar þakkir færum við öllum þeim sem sýndu
okkur samúð, vináttu og hlýhug við fráfall og útför
móður okkar, tengdamóður, ömmu og langömmu,
ARNDÍSAR ÁGÚSTSDÓTTUR
frá Valhöll,
Bíldudal.
Sérstakar þakkir til starfsfólks á hjúkrunarheimilinu
Skjóli fyrir einstaka umönnun síðustu þrjú árin.
Gústaf Jónsson, Erla Árnadóttir,
Jakobína Jónsdóttir, Sigurþór L. Sigurðsson,
Kolbrún D. Jónsdóttir, Kristófer Kristjánsson,
barnabörn og barnabarnabörn.
✝
Innilegar þakkir fyrir auðsýnda samúð og hlýhug
við andlát og útför eiginmanns míns, föður og afa,
ODDGEIRS ÞORLEIFSSONAR
rafvirkja,
Sporðagrunn 11,
Reykjavík.
Halldóra L. Sveinsdóttir,
Elín Oddgeirsdóttir,
Sesselja Oddgeirsdóttir,
Oddgeir Eiríksson.
Minningarkort
535 1825
www.hjarta.is 5351800