Morgunblaðið - 24.11.2009, Qupperneq 11
Fréttir 11INNLENT
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 24. NÓVEMBER 2009
www.noatun.is
12 RÚLLUR
ÓDÝRT
HOLTA VÆNGIR
BBQ EÐA BUFFALO
KR./FATAN398
GRILLAÐUR
KJÚKLINGUR
KR./STK.998
MEÐ HEIM!
HEITT
Fljótlegt,
ódýrt
og gott!
GOÐA KÆFA
3 TEGUNDIR
KR./STK.
169
ANDREX
WC RÚLLUR
KR./PK.
999
KÓKÓMJÓLK
6 X 250 ML
KR./PK.
429
43%
afsláttur
698
Á LAUGARDAG nk. kl. 14-17 halda
KFUK-konur basar í KFUM- og
KFUK-húsinu, Holtavegi 28. Á boð-
stólum verða m.a. heimagerðir
hlutir, jólaskraut, dúkar og fatn-
aður. Fylgihlutahornið verður á
sínum stað og að sjálfsögðu jóla-
baksturinn. Einnig verða vöfflur og
heitt kaffi til sölu.
Í ár eru 100 ár frá því að KFUK-
konur byrjuðu að halda basar fyrir
félagið. Í tilefni af því verður sett
upp sögusýning þar sem gamlir
basarminir úr einkaeigu verða til
sýnis og myndir úr sögu basarsins.
Basar Margt verður á boðstólum.
100 ára basar
GRAND hótel Reykjavík ætlar að
bjóða upp á sérútbúið jólahlaðborð
fyrir grænmetisætur, en þær hafa
hingað til oft staðið frammi fyrir
því að borga fullt verð fyrir jóla-
hlaðborð en geta aðeins borðað eft-
irréttina. „Grand hótel er því að
koma til móts við þennan ört stækk-
andi hóp og hafa matreiðslumeist-
ararnir á hótelinu sett saman girni-
legan matseðil byggðan á græn-
metisfæði.“ Grænmetisréttirnir eru
m.a. karrí- og chilikryddaðir græn-
metis- og kartöfluréttir, hnetu- og
baunasteikur, grænmetislasagne
og hrísgrjónasalat, svo eitthvað sé
nefnt.
Jólahlaðborð fyrir
grænmetisætur
Á FIMMTUDAG nk. kl. 13:30-16:30
verður haldið málþing um sjúklinga
á skurðdeildum í hringsal Landspít-
ala við Hringbraut.
Málþingið er haldið í tilefni af út-
komu bókarinnar „Aðgerðar-
sjúklingar liggja ekki aðgerðar-
lausir II“. Bókin er byggð á verk-
efnum hjúkrunarfræðinga sem
stunduðu nám á meistarastigi í
hjúkrun sjúklinga á skurðdeild við
hjúkrunarfræðideild Háskóla Ís-
lands. Innihald bókarinnar verður
hvati til umræðu og þróunar á
hjúkrunarmeðferðum aðgerðar-
sjúklinga. Sjónarmið hjúkrunar-
fræðinga er talið mikilvægt innlegg
í umræðuna og kallað er eftir auk-
inni þátttöku hjúkrunarfræðinga í
umræðu um heilbrigðismál og heil-
brigðisþjónustu.
Málþing um spítala
ÁSGERÐUR
Halldórsdóttir,
bæjarstjóri á Sel-
tjarnarnesi, hef-
ur boðað til íbúa-
fundar í
Valhúsaskóla í
dag, þriðjudag,
og hefst hann
klukkan 17.30.
Á fundinum
kynna bæjar-
stjóri og verkefnastjóri fjárhags-
og stjórnsýslusviðs helstu þjónustu-
verkefni og tölur er viðkoma fjár-
hagsáætlun ársins 2010. Að því
loknu verður unnið í minni hópum,
þar sem bæjarbúar geta komið á
framfæri hugmyndum um hagræð-
ingu í rekstri og þjónustu. Bæjar-
félagið þarf að bregðast við 5-10%
tekjusamdrætti á næsta ári.
Íbúafundir á Sel-
tjarnarnesi í dag
Ásgerður
Halldórsdóttir
STUTT
Eftir Andra Karl
andri@mbl.is
DÓMSMÁLARÁÐUNEYTIÐ óskaði í gær eftir
því við Ríkiskaup að öllum þeim sem svöruðu
auglýsingu vegna leigu á húsnæði fyrir bráða-
birgðafangelsi verði hafnað utan eigendum gisti-
heimilisins Bitru í Flóahreppi. Gengið verður til
samninga við þá á næstu dögum. Óvíst er þó hve-
nær hægt verður að vista þar fanga.
Bitra hefur áður verið nýtt sem fangelsi og
lauk sögu þess ekki fyrr en kvennafangelsið í
Kópavogi var tekið í notkun árið 1990. Bitra var
opið fangelsi og þangað rötuðu þeir afbrotamenn
sem erfitt var að staðsetja annars staðar, þar á
meðal konur og ósakhæfir. Einnig fengu á stund-
um inni andlega veikir einstaklingar á vegum fé-
lagsmálaráðuneytis. Þó svo ákveðið hafi verið að
ganga til samninga við eigendur Bitru er ekki öll
sagan sögð. Um hundrað milljónir króna kostar
að halda starfseminni gangandi á ársgrundvelli
og fjármagn hefur ekki verið tryggt. Einnig er
þörf á einhverjum endurbótum á húsnæðinu.
Fyrir utan það þaf að breyta deiliskipulagi á
svæðinu og getur það verið tímafrekt.
Jón Magnússon, skrifstofustjóri Rekstrar- og
fjármálaskrifstofu dómsmálaráðuneytis, er þó
frekar bjartsýnn á að hlutirnir muni ganga hratt
fyrir sig. Næstu skref eru að hefja viðræður við
eigendur Bitru og kynna málið fyrir fjármála-
ráðuneytinu.
Hjá fangelsismálastofnun fengust þær upplýs-
ingar að margir fangar gætu nýtt sér úrræði líkt
og í Bitru, ef af verður. Þar á meðal eru fangar
sem lengi hafa dvalið á Litla-Hrauni, ávallt staðið
sig vel og eiga stutt eftir. Úrræðið myndi því
létta örlítið á kerfi sem er illa í stakk búið sem
stendur.
Bitra hugsanlega fangelsi á nýjan leik
Í HNOTSKURN
»Verði af, er líklegt að um tuttugu klefarkomi til notkunar. Um opið úrræði
verður að ræða og fyrirkomulagið ekki
ósvipað og á Kvíabryggju.
»Ekki er talin hætta á að fangar nýti úr-ræðið og flýi. Þeir verða sérvaldir, auk
þess sem litið er til Kvíabryggju, en þaðan
hefur enginn flúið í manna minnum.
FRÉTTASKÝRING
Eftir Helga Bjarnason
helgi@mbl.is
BISKUP Íslands hefur heimild til
að auglýsa sóknarprestsembætti í
nýju prestakalli á Selfossi, eins og
áhugahópur um kosningu sókn-
arprests krefst. Til þess þyrfti
hann að leggja niður bæði presta-
köllin og það er talið hafa í för með
sér erfiðleika og stríðir auk þess
gegn hefðinni.
Hópur sóknarbarna í Selfoss-
prestakalli sem kirkjuþing hefur
ákveðið að sameina Hraungerðis-
prestakalli safnar fólki til stuðnings
kröfu um að efnt verði til almennra
prestskosninga um embætti sókn-
arprests í hinu sameinaða presta-
kalli. Um þúsund íbúar höfðu skrif-
að undir þessa áskorun í gær-
morgun en áhugahópurinn sem að
þessu stendur stefnir að því að ná
tæplega tvö þúsund undirskriftum
fyrir mánaðamót þegar samein-
ingin tekur gildi. Það yrði þriðj-
ungur sóknarbarna sem er það
hlutfall sem þarf til að knýja fram
prestskosningar þegar embætti eru
auglýst.
Engin ákvæði í starfsreglum
Löng hefð er fyrir því að farin sé
sú leið að sameina prestaköll þegar
verið er að fækka þeim, samkvæmt
upplýsingum Ragnhildar Bene-
diktsdóttur, skrifstofustjóra á Bisk-
upsstofu. Ákveðin er gildistaka, til
dæmis 30. nóvember eins og nú, og
síðan kemur sameiningin til fram-
kvæmda þegar annar sóknarprest-
urinn lætur af störfum. Það þýðir
að Kristinn Ágúst Friðfinnsson,
sóknarprestur í Hraungerði-
sprestakalli, verður skipaður í emb-
ættið þar sem ekki er skipaður
sóknarprestur í Selfossprestakalli.
Séra Óskar H. Óskarsson er þar í
afleysingum.
Ekki eru nein ákvæði í lögum
eða starfsreglum kirkjunnar um
þetta fyrirkomulag. Ragnhildur
vekur athygli á því að ef auglýsa
ætti sóknarprestsembættið yrði að
leggja bæði prestaköllin niður.
Báðir prestarnir myndu láta af
störfum og fara á biðlaun.
Starfsaldur ræður miklu
Lögmenn sem Biskupsstofa leit-
aði til í sumar komust að þeirri
niðurstöðu að biskupi væri heimilt
að leggja niður prestaköllin en
bentu á að það myndi hafa í för
með sér margvísleg örðug úrlausn-
arefni.
Sú leið sem yfirleitt hefur verið
farin innan kirkjunnar byggist á
hinn bóginn á sameiningu. Sóknar-
prestur er fluttur milli embætta og
starfið telst ekki laust til umsókn-
ar.
Aðstæður eru sérstakar í hinu
nýja sameinaða prestakalli. Meira
en tífalt fleiri íbúar eru á Selfossi
en í Hraungerðisprestakalli og
sameiningin hefur af þeim réttinn
til að velja sér sóknarprest. Þeir fá
í staðinn að velja sér prest.
Þótt ekki reyni á það í þessu til-
viki er rétt að geta þess að starfs-
aldurssjónarmið virðist vega
þyngst þegar skipa þarf sókn-
arprest við sameiningu, stærð
prestakallsins vegur, að mati lög-
mannanna, ekki jafnþungt.
Leggja má prestaköll niður
Leggja verður niður prestaköllin á Selfossi og í nágrenni til þess að biskupi sé
heimilt að auglýsa embætti sóknarprests Stríðir gegn hefðum innan kirkjunnar
Aukin harka virðist vera í sókn-
arprestsmálinu á Selfossi því
um helgina hurfu undir-
skriftalistar sem lágu frammi á
bensínstöð Olís. Enginn kann-
ast við málið.
Undirskriftalistar eru á bens-
ínstöðvunum og í Samkaupum
og hafa gengið um fyrirtæki.
Sigríður Jensdóttir úr áhuga-
hópi um kosningu sóknarprests
telur líklegt að einnig verði
gengið í hús.
Listar hverfa