Morgunblaðið - 24.11.2009, Blaðsíða 6
6 FréttirINNLENT
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 24. NÓVEMBER 2009
MANNANAFNANEFND hefur á
sl. átta mánuðum tekið til umfjöll-
unar 35 eiginnöfn og tvö millinöfn.
Samkvæmt úrskurði nefndarinnar
er nú heimilt að bera karlmanns-
nöfnin Ísbjörn, Spói, Moli, Sturri,
Mikkael, Kris, Gael, Keran, Emer-
ald, Edilon, Bastían og Emmanúel.
Hins vegar er óheimilt að heita
Chris, Elias, Byrnir, Bastian og
Emmanuel á þeim forsendum að rit-
háttur nafnanna sé ekki í samræmi
við almennar ritreglur íslensks máls.
Stúlkur mega í framtíðinni bera
nöfnin Árvök, Elvi, Reyn, Aðalrós,
Manúela, Atalía, Ollý, Álfrós, Emer-
alda, Adríana, Isabella og Amilía.
Þær mega hins vegar ekki heita
Cara, Milica, Aisha, Zíta og Leah,
sem fyrr með vísan til þess að rit-
háttur samræmist ekki ritreglum ís-
lenskunnar. Millinafnið Valagils
hlaut náð fyrir augum mannanafna-
nefndar en Zítu var hafnað.
Marel ekki kvenmannsnafn
Mannanafnanefnd hefur ákveðið
að Marel, notað sem kvenkyns eig-
innafn, skuli tekið út af mannanafna-
skrá. Í úrskurði nefndarinnar er á
það bent að eiginnafnið Marel sé og
hafi verið skráð sem karlmannsnafn
á mannanafnaskrá frá upphafi. Sam-
kvæmt lögum um mannanöfn sé
óheimilt að nafnið sé tekið upp sem
kvenmannsnafn, enda geti sama
nafnið ekki verið bæði kvenmanns-
og karlmannsnafn. Vegna mistaka
hafi nafnið Marel hins vegar verið
samþykkt inn á mannanafnaskrá
sem kvenkyns eiginnafn og því þurfi
að taka það út úr skránni aftur.
Fram kemur í úrskurðinum að sam-
kvæmt upplýsingum frá þjóðskrá
séu 86 einstaklingar skráðir með
eiginnafnið Marel í þjóðskrá og eru
85 þeirra karla en aðeins ein kona.
silja@mbl.is
Ísbjörn og Árvök í lagi
Mannanafnanefnd hafnar nöfnunum Byrni, Bastian, Aishu
og Cöru en heimilar Aðalrós, Arnilíu og Elvi
Morgunblaðið/Golli
FARÞEGAR í leið 12 virðast þungt hugsi enda er að mörgu að huga nú
þegar aðventan nálgast. Strætóferð er kærkomin hvíld frá hraða nútíma-
samfélags, enda áreitið yfirleitt í lágmarki og skyldur farþega fáar. Er því
um að gera að láta hugann reika og hugleiða lífið og tilveruna.
Morgunblaðið/Kristinn
STUND MILLI STRÍÐA
HÆSTIRÉTTUR hefur dæmt
Reykjavíkurborg til að greiða for-
svarsmanni Aktu taktu 55,5 millj-
ónir króna í bæt-
ur vegna
afturköllunar
byggingarleyfis
árið 1997. Voru
framkvæmdir við
söluskála þá
hafnar á lóð við
Ánanaust í
Reykjavík.
Rúmar þrettán
milljónir eru
raunar endurgreiðsla gatnagerð-
arútgjalda og beinn útlagður kostn-
aður við framkvæmdirnar en 42
milljónir bætur vegna missis bygg-
ingarréttar. Reykjavíkurborg var í
héraði dæmd til að greiða 20 millj-
ónir króna í bætur og hefur sú upp-
hæð þegar verið innt af hendi. Eft-
ir standa því rúmar 35 milljónir.
Fékk ekki sambærilega lóð
Aktu taktu var með söluskála á
lóðinni til bráðabirgða þegar veitt
var leyfi til frekari framkvæmda.
Eftir að framkvæmdir voru hafnar
var óskað eftir að þær yrðu stöðv-
aðar vegna andmæla 16 íbúa við
Vesturgötu. Samið var um að Aktu
taktu fengi aðra sambærilega lóð
en það gekk ekki eftir.
Sú hugmynd var nefnd að Aktu
taktu fengi lóð við Vatnagarða en
þar sem ákvörðun um legu Sunda-
brautar lá ekki frekar fyrir á þeim
tíma en í dag kom ekki til þess.
Málið velktist um í borgarkerfinu
án þess að lausnir fyndust og sá
framkvæmdastjórinn sig knúinn til
að leita réttar síns fyrir dóm-
stólum.
Bygg-
ingarétt-
ur bættur
Framkvæmdir stöðv-
aðar vegna mótmæla
Aktu taktu
Eftir Ívar Pál Jónsson
ivarpall@mbl.is
INDRIÐI H. Þorláksson, aðstoð-
armaður Steingríms J. Sigfússonar
fjármálaráðherra, segir að ekkert
sé hæft í forsíðu-
frétt Morg-
unblaðsins í gær,
þar sem vísað er
til álitsgerðar
Daniels Gros,
fulltrúa Fram-
sóknarflokksins í
stjórn Seðla-
banka Íslands. Í
álitsgerðinni
segir að jafn-
ræðisregla EES
leiði til þess að Íslendingum beri
að borga 185 milljörðum króna
minna í vexti vegna Icesave-lánsins
en samkvæmt núverandi samningi.
Gros varpar fram þeirri spurn-
ingu hvort Bretum og Hollend-
ingum beri að veita Íslendingum
sömu lánskjör og eigin trygging-
arsjóðum, í samræmi við jafnræð-
isreglu samningsins um Evrópska
efnahagssvæðið.
Ekki tilgreint hvaða jafn-
ræðisreglu um er að ræða
Að sögn Indriða er erfitt að átta
sig á því hvað Gros á við í fréttinni
þar sem ekki sé tilgreint hvaða
jafnræðisreglu sé um að ræða.
Ekki sé til nein allsherjarjafnræð-
isregla. „Þær reglur sem gilda inn-
an EES eru fyrst og fremst varð-
andi samkeppnisstöðu og ég efa nú
að menn líti svo á að trygging-
arsjóðir innistæðueigenda í mis-
munandi löndum séu í samkeppni
hver við annan,“ segir Indriði. Til
sé fjöldinn allur af jafnræð-
isreglum, en þær lúti fyrst og
fremst að jafnræði í samkeppni.
Hann segir margt í fréttinni ekki
standast. Til að mynda fyrirsögnin:
Gæti sparað Íslendingum 185 millj-
arða. Þetta sé um það bil sú fjár-
hæð sem líklegt sé að standi eftir
þegar kemur að því að greiða. Ef
hún eigi öll að sparast sé mjög lík-
legt að menn séu að rugla saman
breytilegum vöxtum og föstu vöxt-
unum sem margsinnis sé búið að
sýna fram á að séu hagstæðari.
Vísar áliti
Gros á bug
Setur spurningarmerki við útreikninga
hagfræðingsins á vaxtagreiðslum
Indriði
Þorláksson
„ÞETTA sem
Daniel bendir á
finnst mér vera
miklu frekar póli-
tískt sjónarmið en
lagalegt. Sem
slíkt er það fylli-
lega réttmætt, því
eðli Evrópusam-
starfs er með
þeim hætti að það
hefði átt að vera
sameiginlegt verkefni Evrópuþjóða
að leysa úr þeim vanda sem kom upp
þegar íslensku bankarnir féllu,“ segir
Eiríkur Bergmann Einarsson Evr-
ópufræðingur. Hann segir að hér sé
ekki um einfalt lögfræðilegt álitamál
að ræða. „Ég held að vandi okkar Ís-
lendinga frá upphafi þessarar deilu
hafi í hnotskurn snúist um þær furðu-
legu lagatæknilegu áherslur sem við
höfum lagt á þetta mál. Málið er í eðli
sínu pólitískt og verður ekki leyst
nema á hinu pólitíska vettvangi,“ seg-
ir hann.
Eiríkur segir að íslensk stjórnvöld
virðist ekki skilja þetta, hvorki núver-
andi né hin fyrri. „Þau hafa gloprað
út úr höndunum hverju tækifærinu á
fætur öðru til að ná hagsmunum Ís-
lendinga betur fram,“ segir Eiríkur.
Réttmætt
pólitískt sjónarmið
Eiríkur Bergmann
Einarsson
SIGMUNDUR
Davíð Gunn-
laugsson, formað-
ur Framsókn-
arflokksins, segir
að sér finnist
álitsgerð Gros
mjög áhugaverð.
„Þetta er enn eitt
dæmið um það að
stórt grundvall-
aratriði í þessu
máli líti dagsins ljós, án þess að hafa
komið fram í meðförum þingsins,“
segir hann. Sigmundur segir sér-
kennilegt að Indriði Þorláksson beri
brigður á skilning Daniels Gros á
vaxtaútreikningum annars vegar og
jafnræðisreglu EES hins vegar. „Ég
býst við því að Daniel Gros sé einn
þekktasti hagfræðingur heims á
sviði peningamála. Þar fyrir utan er
hann forstöðumaður Evrópufræða-
stofnunarinnar í Brussel.“
Mjög áhugaverð
álitsgerð
Sigmundur Davíð
Gunnlaugsson
Um 10.000 refir eru á landinu og hef-
ur stofninn tífaldast á 30 árum, en
fjölgunin virðist ekki hafa haft áhrif
á fuglastofna, að sögn Páls Her-
steinssonar, prófessors við Háskóla
Íslands.
Gagnrýni
Í frumvarpi til fjárlaga 2010 gerir
umhverfisráðherra ráð fyrir að end-
urgreiðslur til sveitarfélaga vegna
veiða á ref og mink falli niður. Æð-
arræktarfélag Ís-
lands, Lands-
samtök
sauðfjárbænda
og fleiri hafa
harðlega mót-
mælt þessari
ákvörðun sem
hafi í för með sér
verulega fjölgun
refa með ófyr-
irséðum afleið-
ingum fyrir lífríkið. Ráðuneytið ber
auk þess við sparnaði en efast er um
hann.
Páll segir að áhrif stækkunar
refastofnsins hafi ekki haft mikil
áhrif. Fjölgunin sé til komin vegna
nógs ætis fyrir tófuna, en fuglar eru
uppistaðan í fæðu hennar. Í því sam-
bandi nefnir hann mikla aukningu
fýls og útbreiðslu hans undanfarna
áratugi, mikla fjölgun gæsa og
sterka mófuglastofna. Með öðrum
orðum hafi refastofninn stækkað
vegna stækkunar í fuglastofnum.
Hins vegar sé stofninum haldið niðri
með mikilli veiði. Hann geti samt
ekki sagt til um hvaða áhrif það hefði
á fuglastofna legðust refaveiðar af
en ljóst að þau yrðu mjög breytileg
eftir tegundum. steinthor@mbl.is
Refastofninn hefur tífaldast á 30 árum
Páll
Hersteinsson
Virðist ekki hafa
áhrif á fuglastofna
Í takt við tímann
kr.
pk.166
Passionata
margarita
pizza
kr.
pk.449
Big Bistro p
izzur 2 teg
.
Skinka&sv
eppir, Pepp
eroni
550
grömm300
grömm
Ótrúlegt
verð!