Morgunblaðið - 24.11.2009, Síða 19
Umræðan 19
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 24. NÓVEMBER 2009
Í NIÐURLAGS- og
ályktunarorðum Al-
berts Schweitzers, í
guðfræðiriti sínu um
Ævisögur Jesú, sem
kom út í fyrstu útgáfu
árið 1906, segir orð-
rétt:
,,Hann (Jesús*)
kemur til vor eins og
ókunnugur nafnlaus
gestur, á sama hátt og
Hann kom forðum við
bakka vatnisins, Hann kom til
þessarra manna, sem ekki vissu
hver Hann var. Hann segir sömu
orðin: ,,Fylg þú mér!“ Og Hann
bendir oss á þau verkefni, sem
Hann þarf að leysa á vorum tím-
um. Hann skipar fyrir. Og þeim,
sem hlýða Honum, hvort sem þeir
eru vitrir eða fávísir, mun Hann
opinbera sjálfan sig í því, sem þeir
fá að reyna í samfélagi Hans af
erfiðleikum, átökum, og þrautum
og þjáningum, og sem ósegj-
anlegan leyndardóm munu þeir
læra og komast sjálfir að raun um
Hver Hann er.“ (Albert Schweit-
zer, 1954, The Quest of the Hi-
storical Jesus, bls. 401, IV; inn-
skot*: ÓÞ).
Orðrétt segir síðan í Ævisögu
Alberts Schweitzers, á Íslensku:
,,En framtíðin mun fyrst og
fremst minnast Alberts Schweit-
zers fyrir það, hvernig hann hefur
sýnt, hvað það er að skilja vilja
Krists og fylgja honum.“ (Sig-
urbjörn Einarsson/Arnbjörn Krist-
insson, 1955, Albert Schweitzer,
Ævisaga, bls. 41). Eitt grundvall-
aratriða í guðfræði Schweitzers,
sem skýrt kemur fram í Ævisögum
hans um Jesú, er einmitt það, að
skilja Jesú, ,,er að skilja, hvað
hann vill og villja það. Hin rétta
afstaða til hans er að vera höndl-
aður af honum. Kristin guðrækni
hefur gildi að sama skapi sem hún
felur í sér hollustu viljans við hans
vilja.“ (Sigurbjörn Einarsson/
Arnbjörn Kristinsson, 1955, Albert
Schweitzer, Ævisaga, bls. 40).
Jesús krefst þess eins af mönn-
um, ,,að þeir sýndu það í verki og
fórn, að hann hefði umbreytt þeim,
knúið þá til að verða öðruvísi en
heimurinn, og að þeir hefðu með
því öðlazt hlutdeild í friði hans.“
(Sigurbjörn Einarsson/Arnbjörn
Kristinsson, 1955, Albert Schweit-
zer, Ævisaga, bls. 40).
Þessi niðurlagsorð Alberts
Schweitzers, í riti sínu um Ævisög-
ur Jesú, og lykilorð í lokin sem og
ofangreint, eru lykilatriði og lyk-
ilorð varðandi einstakan lífsskiln-
ing og lífsköllun mannvinar - Al-
berts Schweitzers, sem einkum
kemur fram í guðfræðiriti hans um
Ævisögur Jesú, á sviði nýjatesta-
mentisfræða, með hliðsjón af lífs-
köllunarstarfi hans sem kristni-
boðslæknis í Afríku, í rúma hálfa
öld, í sjúkrahúsi,
sem hann reisti árið 1913, í
Lambarene við Ógówefljót í
Frönsku Miðbaugs-Afríku, (Sig-
urbjörn Einarsson/Arnbjörn Krist-
insson, 1955, Albert Schweitzer,
Ævisaga, bls. 81), og starfaði þar
sem kristniboðslæknir í rúma hálfa
öld, vissulega með aðstoð góðs
fólks, ekki síst eiginkonu sinnar;
enda starfaði Schweitzer á kristni-
boðsstöð Franskra Mótmælenda í
Lambarene, eða í nágrenni við
hana, og hafði náin kynni og sam-
vinnu við kristniboða, bæði Róm-
verks-Kaþólska og Evangelíska.
(Sigurbjörn Einarsson/Arnbjörn
Kristinsson, 1955, Albert Schweit-
zer, Ævisaga, bls. 250).
Þannig lýsti Schweitzer kynnum
sínum, af kristniboð-
inu, eftir þriggja ára
veru í Lambarene, og
fórust m.a. orð á
þessa leið:
,,Ég ber einlæga
lotningu fyrir því
starfi, sem amerískir
kristniboðar hófu hér
og franskir kristni-
boðar hafa haldið
áfram. Þeir hafa mót-
að hugsun innlendra
manna, í mannlegum
og kristilegum skilningi, á þann
veg, að það myndi sannfæra jafn-
vel ramma andstæðinga kristni-
boðs um það, að kenning Jesú
megnar mikið gagnvart frum-
stæðum mönnum.“ (Sigurbjörn
Einarsson/Arnbjörn Kristinsson,
1955, Albert Schweitzer, Ævisaga,
bls. 250).
Schweitzer hefur lagt mikla
áherslu á að minna á það, sem
kristniboðið hefur gert til líknar og
hjálpar Afríkumönnum. Þeir hafa
bætt líkamleg mein innlendra og
kennt þeim hagnýta hluti, ,,auk
þess sem þeir hafa frætt þá um
Jesúm Krist.“ (Sigurbjörn Ein-
arsson/Arnbjörn Kristinsson, 1955,
Albert Schweitzer, Ævisaga, bls.
250).
Schweitzer leggur einnig mikla
áherslu á það, að gleyma aldrei að
líta sér næst. (Sigurbjörn Ein-
arsson/Arnbjörn Kristinsson, 1955,
Albert Schweitzer, Ævisaga, bls.
272-275). Líknarþjónustan, og þar
með ómetanleg og óeigingjörn
störf heilbrigðisstarfsfólks, sem
varðveitt hefur verið hér á landi, í
rúma öld sem arfleifð og ávöxt
kristinnar kærleikstrúar aldanna,
verður að varðveita. Guð gefi, að
stjórnvöldum beri gæfu til að taka
ekki þá skammsýnu og óskyn-
samlegu ákvörðun, að grípa til sið-
ferðilega vafasamra fjölda-
uppsagna heilbrigðisstarfsfólks -
afleiðingarnar verða aldrei metnar
til fjár.
Kristin lífshugsjón
mannvinarins og
kristniboðslæknisins,
Alberts Schweitzers
Eftir Ólaf Þórisson
» Schweitzer hefur
lagt mikla áherslu á
að minna á það, sem
kristniboðið hefur gert
til líknar og hjálpar Afr-
íkumönnum.
Ólafur Þórisson
Höfundur er guðfræðikandídat.
AÐ UNDANFÖRNU hafa nokkr-
ir fjölmiðlar ítrekað fjallað um störf
barnaverndarnefnda í ákveðnum
barnaverndarmálum. Umfjöllunin
hefur að okkar mati m.a. litast af lít-
illi þekkingu á störfum barnavernd-
arnefnda og upplýsingum sem að-
eins sýna eina hlið málsins. Þannig
er ljóst að barnaverndarmál verða
ekki útkljáð í fjölmiðlum.
Barnaverndarmál eru afar við-
kvæm, þau varða ávallt marga aðila,
bæði börn og foreldra, auk systkina,
afa og ömmur og aðra sem nákomn-
ir eru barninu. Í einstaka tilvikum
kemur líka í ljós að hagsmunir
barns og foreldris fara ekki saman,
þar sem foreldri getur af ein-
hverjum ástæðum ekki sinnt for-
sjár- og uppeldisskyldum sínum
með því að setja þarfir barns í for-
gang. Þegar umfjöllun þessara mála
er komin í fjölmiðla er ástæðan nær
ætíð sú að einhver sem tengist mál-
inu er ósáttur við ákvarðanir sem
teknar hafa verið og reynir á þenn-
an hátt að koma sínum sjón-
armiðum á framfæri. Oft hefur við-
komandi ráðið sér lögmann til að
tala máli sínu. Þarna er líka löng
saga að baki, saga sem litast bæði af
erfiðleikum og tilraunum margra
aðila sem hafa reynt að hafa áhrif á
umönnun barnsins og styðja það.
Oftast nær byrja þeir aðilar sem
umgangast börnin, svo sem starfs-
menn skóla/leikskóla, að benda for-
eldrum/forsjáraðilum á atriði sem
betur mega fara. Ef ekki næst ár-
angur og aðstæður barnanna breyt-
ast ekki er málið tilkynnt til barna-
verndarnefndar.
Barnaverndarnefndir og/eða
starfsmenn þeirra geta ekki tjáð sig
um einstök mál í fjölmiðlum vegna
trúnaðar um aðstæður einstakra
barna og fjölskyldna. Einnig ber
þeim að gæta hagsmuna barnanna
og því er ekki viðeigandi að nefnd-
irnar og starfsmenn þeirra ræði um
málefni einstakra barna í fjöl-
miðlum. Það er mikilvægt að fjöl-
miðlar geri sér grein fyrir því að
börn eiga rétt á að persónulegar
upplýsingar um þau og myndbirt-
ingar af þeim komi ekki fram í fjöl-
miðlum. Það er athyglisvert að á
stundum hafa fréttamenn séð
ástæðu til að nafngreina og per-
sónugera vinnu starfsmanna barna-
verndarnefnda. Því mætti ætla að
sumir fréttamenn standi í þeirri trú
að einstaka starfsmenn hafi sjálf-
dæmi í vinnulagi. Taka ber fram að
starfmenn barnaverndarnefnda
hafa alla jafna umboð frá barna-
verndarnefndum til að vinna barna-
verndarmál. Ef um sérlega flókin og
erfið barnaverndarmál er að ræða
og samvinna við foreldra er ekki til
staðar þá eru málin lögð fyrir
barnaverndarnefndirnar og þær
taka lokaákvarðanir í málinu eins og
til að mynda að úrskurða um vistun
utan heimilis. Nefndirnar eiga að
ráða sér sérhæft starfsfólk sem hef-
ur menntun á sviði barnaverndar en
bera þó ábyrgð á öllu starfinu.
Í barnaverndarlögum nr. 80/2002
er að finna þann lagaramma sem
barnaverndarnefndir starfa eftir.
Verkferlar, reglur og fagleg viðmið í
barnaverndarstarfi taka mið af
þessum lögum. Í lögunum er m.a. að
finna ýmis ákvæði úr Barnasátt-
mála Sameinuðu þjóðanna þar sem
kveðið er á um að hagsmunir barns-
ins skuli ávallt hafðir að leiðarljósi
og að börn eigi rétt á vernd og
umönnun í samræmi við aldur
þeirra og þroska. Það er einmitt
þannig sem við viljum hafa það hér
á landi, að hugað sé vel að börnum
okkar. Ef þau búa við vanrækslu
eða ofbeldi komi barnavernd-
arnefndir í landinu þeim og fjöl-
skyldum þeirra til aðstoðar með við-
eigandi hætti. Umræða af því tagi
sem átt hefur sér stað að und-
anförnu hefur miklar afleiðingar,
ekki bara á þau börn og fjölskyldur
sem um ræðir, heldur einnig á fjöl-
mörg önnur börn sem barnavernd-
arnefndir víðs vegar um landið
þurfa að hafa afskipti af. Foreldrar
sem treyst hafa barnavernd-
arnefndum og starfsmönnum þeirra
verða óöruggir og hika við að þiggja
þá aðstoð sem í boði er. Traust
skiptir höfuðmáli þegar verið er að
vinna í þessum flókna og marg-
brotna málaflokki. Í langflestum
málum sem unnin eru á vegum
barnaverndarnefnda ríkir sátt hjá
foreldum og börnum um úrræði og
aðgerðir. Það er trú okkar að lands-
menn vilji að börnin okkar búi við
góða umönnun og njóti þannig vel-
farnaðar í sínu lífi.
Stjórn Fagdeildar félagsráðgjafa
í barnavernd í Félagsráðgjafafélagi
Íslands, harmar þá umræðu eins og
hún hefur átt sér stað en fagnar aft-
ur á móti áhuga á almennri umræðu
um stöðu barnaverndar. Stjórnin
lýsir sig reiðubúna til þátttöku í
markvissri og málefnalegri umræðu
um hag barna, uppbyggingu barna-
verndarstarfs og þróun úrræða fyr-
ir börn og foreldra.
F. h. stjórnar,
María Gunnarsdóttir
Guðrún Marinósdóttir
Anni G. Haugen
Ólína Birgisdóttir
Dagbjörg Baldursdóttir
Með hagsmuni barna
í huga – þankar um
fjölmiðla og barnavernd
» Barnaverndarmál
eru afar viðkvæm,
þau varða ávallt marga
aðila, bæði börn og for-
eldra, auk systkina, afa
og ömmur og aðra sem
nákomnir eru barninu.
Opið hús í Hagaskóla, þriðjud. 24. nóvember, kl. 17.00 - 18.30
Umræður um framtíðarskipulag í þínu hverfi
Vinnuhópar með aðferðum Air Opera.
Júlíus Vífill Ingvarsson, formaður skipulagsráðs, kynnir stuttlega
vinnu við nýtt aðalskipulag áður en umræður hefjast.
Hugmyndasmiðja
Hugmynda- og teiknivinna með
ungum arkitektum.
Vinnustofa fyrir börn
Undir stjórn Myndlistaskólans í Reykjavík.
www.adalskipulag.is