Morgunblaðið - 24.11.2009, Síða 27
Menning 27FRÉTTIR
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 24. NÓVEMBER 2009
JON Stephensen, leikhússtjóri
Østre Gasværk Teater í Kaup-
mannahöfn, var rekinn úr starfi á
föstudag, fyrirvaralaust, og er sagð-
ur hafa dregið sér fé. Jon hefur þótt
mikill töframaður í leikhúsinu og
hefur rifið upp aðsókn með vinsæl-
um sýningum, sem hafa gert Gas-
værket að einu vinsælasta leikhúsi
Kaupmannahafnar. Á síðasta leikári
sóttu 214 þúsund manns sýningar í
leikhúsinu sem var þá rekið með
hagnaði. Gasværket er eitt af sex
leikhúsum sem rekin eru undir
merkjum Københavns Teater,
sjálfseignarstofnunar á vegum
menningarmálaráðuneytisins
danska, sem hefur það verk með
höndum að sjá um rekstur minni
leikhúsanna í borginni.
Sakaður um fjárdrátt
Stjórn Københavns Teater var
einhuga um að reka Jon, og í yfirlýs-
ingu frá henni kom fram að leikhús-
stjórinn hefði tekið við höfundarrétt-
argreiðslum fyrir söngleikinn Elsk
mig i nat, án þess að grein hafi verið
gerð fyrir þeim í bókhaldi leikhúss-
ins. Stjórnin hefur krafið Jon Steph-
ensen um endurgreiðslu fjárins, sem
nemur andvirði um 4,2 milljóna ís-
lenskra króna. Þá hefur stjórn Køb-
enhavns Teater farið fram á rann-
sókn á fjárreiðum leikhússins.
Samkvæmt frétt Weekendavisen
hafði Jon samið við leikfélagið sem
setti upp söngleikinn um að hann
fengi 3 krónur af hverjum seldum
miða í eigin vasa.
Jon Stephensen ber af sér sakir
og segir skrif Weekendavisen röng.
Þá hefur leikhúsfólk í Kaupmanna-
höfn staðið upp og mótmælt upp-
sögninni harðlega, þar á meðal
stjörnuleikararnir Mads Mikkelsen
og Paprika Steen, sem krefast þess
að Jon verði endurráðinn.
Jon Stephen-
sen rekinn
Ber af sér ásakanir
um fjárdrátt
NÝTT tölublað Andvara, tíma-
rits Hins íslenska þjóðvina-
félags, er komið út.
Sigurður E. Guðmundsson
skrifar um Gylfa Þ. Gíslason,
prófessor og ráðherra, Sögu-
hetjan Jörgen Jürgensen nefn-
ist grein eftir Svein Einarsson,
Hannes Björnsson skrifar um
sálfræði Hannesar Árnasonar
prestaskólakennara, Dagný
Kristjánsdóttir skrifar um
„þunglyndan léttleika Steins Steinarr“ og grein
Jóns Viðars Jónssonar nefnist Hamlet íslenskrar
leiklistar? Þá segir Kristmundur Bjarnason frá
börnum einbúans á amtmannssetrinu. Ritstjóri
Andvara er Gunnar Stefánsson.
Bókmenntir
Gylfi Þ., sálfræði og
leiklist í Andvara
Gylfi Þ. Gíslason
ÞRIÐJU hádegistónleikar Óp-
hópsins í Íslensku óperunni
verða kl. 12.15 á hádegi í dag.
Fram koma flestir söngvarar
hópsins, en sérstakur gestur á
tónleikunum er Dísella Lár-
usdóttir sem syngur í Ást-
ardrykknum um þessar mund-
ir. Óp-hópurinn leikur með
söngnum og flytur nokkra
leikna dúetta. Lengsti kaflinn
úr einni óperu sem sunginn
verður á tónleikum er kaflinn í La Boheme þar
sem Rodolfo og Mimi hittast í fyrsta skipti og fella
samstundis hugi saman. Um er að ræða einn
þekktasta kaflann í óperuheiminum og uppáhald
margra óperuunnenda.
Tónlist
Óp-hópurinn í Óp-
erunni í hádeginu
Óp-hópurinn.
Á HÁDEGISTÓNLEIKUM í
Hafnarfjarðarkirkju í dag leik-
ur Eyþór Ingi Jónsson, org-
anisti Akureyrarkirkju, róm-
antísk verk, meðal annars frá
Norðurlöndunum. Eyþór leik-
ur á nýja Scheffler-orgelið í
kirkjunni sem nú er að verða
ársgamalt. Að loknu kant-
orsprófi frá Tónskóla þjóð-
kirkjunnar hóf Eyþór nám við
kirkjutónlistardeild og svo
konsertorganistadeild Tónlistarháskólans í Piteå í
Svíþjóð. Tónleikarnir hefjast kl. 12.15 og standa í
um hálftíma. Allir eru hjartanlega velkomnir og
aðgangur ókeypis. Þetta eru síðustu hádegistón-
leikarnir í Hafnarfjarðarkirkju á þessu ári.
Tónlist
Eyþór Ingi Jónsson
spilar í Hafnarfirði
Eyþór Ingi Jónsson
Eftir Kristrúnu Ósk Karlsdóttur
kristrun@mbl.is
„ÉG fékk hugmyndina að þessari
bók eftir að hafa heyrt sögur af afa
mínum, en hann trúði því að hann
upplifði veruleika annarra á meðan
hann svæfi,“ segir Þórdís Björns-
dóttir rithöfundur, um aðra skáld-
sögu sína Sónötu fyrir svefninn sem
er nýkomin út.
Þórdís segist hafa verið rithöf-
undur frá því hún varð ritfær.
„Ég hef alltaf skrifað mikið, bæði
ljóð og sögur og ákvað svo 14 ára að
verða rithöfundur. Eftir að ég tók
þessa ákvörðun hallaðist ég meira að
ljóðaskrifum,“ segir hún. Þórdís hef-
ur gefið út þrjár ljóðabækur og eina
aðra skáldsögu.
Raunveruleiki eða draumur
Þórdís segir að við skrif bók-
arinnar hafi hún spáð mikið í
drauma.
„Ég hef mikið verið að pæla í hvað
er draumur og hvað er veruleiki og
hverskonar veruleiki er raunveru-
leikinn. Ég hef til dæmis lent í því að
upplifa eitthvað, sem ég segi fólki
frá, en það heldur oft að ég sé eitt-
hvað að rugla, heldur að rithöfund-
urinn í mér sé eitthvað að bulla,“
segir Þórdís og hlær. „Þá kemur oft
upp sú hugsun, gerðist þetta
kannski ekki í raunveruleikanum?
Þess vegna getur verið erfitt að
greina á milli þessara tveggja
heima.“
Draumaupplifanir fólks eru mis-
jafnar, útskýrir Þórdís. „Ég trúi því
að afi minn hafi upplifað annarra
manna veruleika, en ég trúi samt
ekki að þetta sé eitthvað sem allir
geri. Ég held að draumar séu mjög
persónubundnir, að sumir fái skila-
boð í draumi, aðrir upplifi meðvitaða
drauma, geti einhvern veginn
stjórnað því sem þá dreymir, og að
hjá sumum sé allt í bland. Sónata
fyrir svefninn er kannski að vissu
leyti einn langur draumur.“
Þyrstir í íslenskuna
– Þegar þú mótar persónur fyrir
bækurnar, ertu með raunverulegar
persónur í huga eða eru þær upp-
spuni frá grunni?
„Ég sé oft karakterana fyrir mér
löngu áður en ég byrja að skrifa og
þeir eru stundum byggðir á per-
sónuleikum fólks sem ég þekki,“
segir hún.
– Það býr kannski smá Þórdís í
Ivönu, aðalpersónu bókarinnar?
„Stundum sé ég eitthvað sameig-
inlegt með okkur. Það slæðist
ábyggilega margt með þegar maður
skrifar sögu út frá sjónarhorni ein-
hvers annars.“
Þórdís er búsett í Chicago. Er
ekki erfitt að skrifa á íslensku í öðru
málumhverfi?
„Að vissu leyti hugsa ég meira um
tungumálið en ég gerði áður. Ég les
bókstaflega allar bækur á íslensku
sem ég kem höndum yfir, sama
hvort mér finnst þær skemmtilegar
eða ekki, og ég er vissulega búin að
mynda ansi sérstætt samband við
þær bækur sem ég flutti með mér út,
hef lesið flestar þeirra alloft síðustu
tvö árin. Ég held að mín þörf fyrir að
skrifa sé jafnvel enn meiri þegar ég
er í útlöndum því þá þyrstir mig svo
mikið í nálægð við íslenskuna.“
Erfitt að greina milli heima
Þórdís Björnsdóttir trúir því að afi hennar hafi upplifað veruleika annarra
Í nýrri skáldsögu, Sónötu fyrir svefninn, veltir hún draumum fyrir sér
Morgunblaðið/Frikki
Rithöfundur í Bandaríkjunum „Ég hef alltaf skrifað mikið, bæði ljóð og
sögur og ákvað svo 14 ára að verða rithöfundur,“ segir Þórdís.
Eftir Bergþóru Jónsdóttur
begga@mbl.is
„ÉG fór til Akureyrar og skoðaði
Nonnahús. Ég komst að því að
þegar Nonni, Jón Sveinsson, var
áttræður dvaldi hann í eitt og hálft
ár í Japan. Ég heillaðist af sögu
Nonna og las bækurnar hans og
leitaði fróðleiks um hann,“ segir
Motokatsu Watanabe, fyrrverandi
starfsmaður japanska sendiráðsins
á Íslandi.
Frá því að Watanabe kynntist
Nonna hefur hann verið óþreyt-
andi í að kynna hann í Japan og
afla upplýsinga um dvöl hans þar,
meðal annars með því að ræða við
fólk sem gæti hafa orðið á vegi
hans. Á þessu ári efndi Watanabe
til stórrar Nonnasýningar.
„Sýningin heppnaðist mjög vel
og það var mér mikill heiður að
krónprinsessan okkar kom og
skoðaði hana og var mjög áhuga-
söm.“
Þegar Watanabe er spurður
hvað hafi heillað hann svo við
Nonna rifjar hann upp söguna af
því þegar Nonni og Manni fóru á
kænu út á Eyjafjörð og lentu svo í
svartaþoku og rak stjórnlaust út
fjörðinn.
„Þetta var skelfilegt,“ segir
hann. „En þegar Nonni áttaði sig á
því hvað þeir voru í mikilli hættu
ákvað hann að helga líf sitt guði og
það gerði hann. Það er það sem
mér finnst svo heillandi við Nonna.
Hann var staðfastur og fylgdi ætl-
unarverki sínu allt til dauða. Ég er
ekki jesúíti eins og Nonni en fyrir
þetta finnst mér líf hans þó dæmi-
saga sem á erindi til allra, alltaf.“
Watanabe dregur upp úr pússi
sínu bók og handfjatlar hana var-
lega um leið og hann sýnir mér.
„Ég hef verið að þýða Nonna,“
segir hann. „Og hér fyrir aftan er
ítarefni um hann. Þið Íslendingar
eigið í kreppu núna. Það er lítið
miðað við þau verðmæti sem þið
eigið í menningunni. Í mínum huga
eru verðmætin í sögu Nonna al-
þjóðleg og mikils verð fyrir fólk
hvar sem er.“
Nonni í Japan
Morgunblaðið/Júlíus
Watanabe „Nonni var staðfastur og fylgdi ætlunarverki sínu allt til dauða.“
Japanska krónprinsessan meðal aðdáenda
Þórdís Björnsdóttir fæddist árið
1978. Hún hefur verið búsett í
Chicago um nokkurra ára skeið.
Haustið 2004 gaf hún út sína
fyrstu ljóðabók, Ást og appelsínur.
Leikgerð eftir henni var sett á svið.
Aðrar ljóðbækur eftir Þórdísi eru
Og svo kom nóttin (2006), Í felum
á bak við gluggatjöldin (2007) og
prósabókin Vera og Linus (2006).
Fyrsta skáldsagan hennar Saga af
bláu sumri kom út árið 2007.
Margar bækur á stuttum ferli
Þetta er svo ótrú-
lega flott hús, með
þessum risastóru, boga-
dregnu gluggum. 28
»