Morgunblaðið - 24.11.2009, Side 28

Morgunblaðið - 24.11.2009, Side 28
28 MenningFÓLK MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 24. NÓVEMBER 2009  Sambíóin forsýndu vamp- írumyndina The Twilight Saga: New Moon föstudaginn sl. og að sögn Sam-manna voru viðbrögð bíógesta afskaplega góð. Því hafa þeir ákveðið að frumsýna kvik- myndina á morgun en ekki 27. nóv. eins og til stóð. Nokkur þúsund miða munu þegar hafa selst. Frumsýningu flýtt á Twilight-vampírumynd Fólk  Kvikmyndafyrirtækið Felix Film í Stokkhólmi hefur gert tilboð í kvikmyndaréttinn á tveimur skáld- sögum Sindra Freyssonar, Flótt- anum og Dóttur mæðra minna sem er nýkomin út hjá Veröld. Við- ræður eru á lokastigi. Felix Film er í eigu kvikmyndagerðarmannanna Helga Felixsonar og Titti Johnson en nýjasta kvikmynd Helga, Guð blessi Ísland, um íslenska efnahags- hrunið og afleiðingar þess, vakti mikla athygli og umtal í haust. Fel- ix Film hefur ekki framleitt leiknar kvikmyndir áður og verða því þær sem byggðar eru á bókum Sindra þær fyrstu. Kaupir kvikmyndarétt- inn að bókum Sindra  Þriðja breiðskífa Morðingjanna, Flóttinn mikli, kemur út á föstu- daginn en er komin í forsölu á vef- síðunum tonlist.is og kimirecor- ds.net. Um plötuna hafði blaðamaður Morgunblaðsins m.a. það að segja að hún væri „á allan hátt svaðalegri en fyrri verk“ og bætti við: „Drepið mig strax!“ Það hlýtur því að vera von á góðu. Plata Morðingjanna í forsölu á tonlist.is „ÉG geri sko ekki neitt fyrir neinn sem gerir ekki neitt fyrir neinn,“ er án efa ein fleygasta setning ís- lenskrar kvikmyndasögu en það er Axel í Sódóma Reykjavík sem segir hana. Þessi fleyga setning kemur auðvitað fyrir í bókinni Ég tvista til þess að gleyma: Fleyg orð úr ís- lenskum kvikmyndum sem Guðni Sigurðsson tók saman og er nýkom- in út hjá Bókafélaginu. Í bókinni er farið yfir íslenska kvikmyndasögu og fyndnar setn- ingar og frasar sem munað er eftir teknir saman. „Íslenskar kvikmyndir eru orðn- ar svo margar og margir kunna til- vísanir úr þeim, mér fannst bara gaman að taka þetta saman, bæði setningar sem allir þekkja og líka önnur sniðug tilsvör,“ segir Guðni. Hann horfði á 89 íslenskar kvik- myndir, 79 af stöðinni var sú elsta og Reykjavík- Rotterdam sú nýjasta. „Það var ekki auðvelt að nálgast allar myndirnar og nokkrar sem ég varð að sleppa. En ég náði 89 mynd- um, horfði á þær allar, spólaði fram og til baka og skrifaði setningarnar beint niður í tölvu um leið.“ Guðni segir að bókin sé tilvalin til að slá um sig í partíum með. „Svo er líka hægt að búa til skemmtilegan leik, velja setningu og láta giska á úr hvaða mynd hún er.“ Guðni segir að myndirnar Stella í orlofi, Með allt á hreinu, Nýtt líf og Englar alheimsins eigi líklega flest- ar tilvitnanir í bókinni. Spurður hver sé uppáhalds til- vitnunin hans segir Guðni að því sé erfitt að svara en sú sem er nefnd hér í upphafi greinar er honum minnisstæð. ingveldur@mbl.is Englar alheimsins Margar fleygar setningar koma fyrir í þeirri mynd. Fyndnar setningar og frasar úr kvikmyndum Guðni Sigurðsson Guðni Sigurðsson horfði á 89 íslenskar kvikmyndir fyrir bókina Ég tvista til þess að gleyma, sem er nýkomin út Eftir Helga Snæ Sigurðsson helgisnaer@mbl.is JÓHANNA Helga Þorkelsdóttir myndlistarkona opnaði um helgina einkasýningu í Listasafni ASÍ sem hún nefnir Ljósflæði/Luminous Flux. Jóhanna segir sýninguna snú- ast um áhrif ljóss og lita á okkur mannfólkið, ljóstillífun og síðast en ekki síst skort á dagsljósi, skamm- degið. Við Íslendingar búum jú nán- ast í myrkri stóran hlutan ársins og skammdegið er Jóhönnu hugleikið. Á sýningunni má m.a. sjá stórt rým- isverk sem ákvarðast af bogadregn- um loftgluggum salarins og baklýst veggverk með áprentuðum filmum. Baklýsingin er fengin með afar sterkum dagsljóssperum og má því segja að Jóhanna hafi fært sólina inn í safnið. Fortíð eða framtíð „Ég vinn með arkitektúr salarins, fékk Söru Axelsdóttur arkitekt til að búa til þrívíddarlíkan af Ásmund- arsal fyrir mig og þannig skoðaði ég hvernig sólin flæðir inn í salinn. Þetta er nefnilega svo ótrúlega flott hús, með þessum risastóru, boga- dregnu gluggum,“ segir Jóhanna. Hún hafi komist að því að salurinn væri á ákveðnum tíma dags baðaður sól en þá einmitt á þeim tíma þegar safnið er lokað. „Sólin er þarna á kvöldin og á morgnana á sumrin,“ segir Jóhanna. Þeir sem sýni í safn- inu vilji jú hafa dagsbirtu þar inni en þó ekki blindandi sólskin. Jó- hanna segist hafa notað þetta í inn- setningu í Ásmundarsal, miðað í henni við sumarsólstöður, 21. júní, og límt á veggina gula fluorescent- filmu líkt og kvöldsólin skini á þá þann dag. Spurningin er sú hvort hér sé á ferðinni liðinn tími, þ.e. skráning á birtunni 21. júní sl., eða vísað í framtíðina. „Það er bara op- ið,“ segir Jóhanna. „Þetta er líkleg útkoma á þessum degi, miðað við þetta þrívíddarlíkan sem við gerðum og þær mælingar sem við settum inn.“ Jóhanna segir filmuna iðandi, í raun sé liturinn á henni mjög ónátt- úrulegur en þó svo lifandi að menn fái tilfinningu fyrir sólinni. Ljóstillífum að einhverju leyti – Svo kemur ljóstillífun líka við sögu á sýningunni … „Já, svolítið mikið. Það var eigin- lega þannig sem hugmyndin kvikn- aði hjá mér. Ég hélt sýningu í Chic- ago í fyrra og þá var þemað kenningar um hvernig hægt væri að stjórna líðan fólks eða hegðun þess í ákveðnu rými. Þá fór ég að skoða ljós og hvernig áhrif það hefði á fólk. Því meira sem ég las þeim mun meira fannst mér eins og fólk væri bara að ljóstillífa að einhverju leyti. Við þurfum sólina og ljósið svo mikið. Þá fór ég að hugsa um Íslendinga, hvernig áhrif þetta hefur á okkur þegar sólar- ljósið minnkar og þess vegna er ég að sýna þetta núna í skammdeginu. Þegar ég var að lesa mér til um ljós- tillífun sankaði ég að mér fullt af myndefni, var komin með heilan banka af myndum og fór síðan að vinna þær saman. Þannig að ég er með þessi verk sem ég baklýsi með 10.000 Lux dagsbirtuperum þannig að verkin hafa möguleika á því að hafa sömu áhrif og þessi meðferðarljós sem er verið að nota,“ segir Jóhanna. Per- urnar eru afskaplega sterkar og kveikt á þeim allan sólarhringinn þannig að dagsbirtan skín út úr safninu í skammdegis- og nætur- myrkrinu. Þessi sólar- og náttúrutenging minnir óneitanlega á verk Ólafs Elí- assonar en Jóhanna segir þó ekki um neina vísun að ræða í hans verk. „Þetta eru allt öðruvísi verk, allt öðruvísi nálgun,“ bendir Jóhanna á. Morgunblaðið/RAX Bjartur salur Jóhanna með dóttur sína í fanginu í Listasafni ASÍ þar sem sýning hennar, Ljósflæði/Luminous Flux, stendur yfir. Dimmu í dagsljós breytt  Innsetning í Ásmundarsal vísar til sólarljóss sem skín inn í salinn á sumrin  Veggverk með sterkum dagsljóssperum sem hressa gesti við í skammdeginu Listasafn ASÍ er opið frá klukkan 13-17 alla daga nema mánudaga. Aðgangur er ókeypis. Safnið er til húsa í Ásmundarsal, Freyjugötu 41, 101 Reykjavík. Jóhanna er fædd árið 1978. Hún hlaut BA-gráðu í myndlist frá Listaháskóla Íslands árið 2003 og MFA-gráðu frá The School of the Art Institute of Chicago árið 2007. Listaháskólinn sem Jóhanna nam við í Chicago er í miðbænum í miðri skýjakljúfaþyrpingunni þar sem m.a. má finna hinn gríðarlega háa Sears-turn. Jóhanna segir það vissulega hafa verið einkennilegt í fyrstu að stunda nám í þessu um- hverfi. En hafði umhverfið áhrif á námið, á verkin hennar? „Já, það hafði áhrif á verkin mín, ég fór meira að nálgast náttúruna í verk- um mínum, kannski var það vegna þess að þetta var svo náttúru- laust,“ segir Jóhanna. Þá hafi fjar- lægðin frá Íslandi e.t.v. einnig haft þessi áhrif. Tengsl manns og nátt- úru séu henni hugleikin. Vefsíðu Jóhönnu má finna á slóðinni johannahelga.com. Nálgaðist náttúruna í Chicago

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.