Morgunblaðið - 24.11.2009, Blaðsíða 15

Morgunblaðið - 24.11.2009, Blaðsíða 15
Morgunblaðið/Hjálmar Bogi Hafliðason Eftir Hafþór Hreiðarsson Húsavík | „Ég hef stundum verið spurður hvers vegna ég búi á Húsavík og hafi aldrei farið héð- an. Þið, kæru vinir, hafið svarað því hér í dag,“ sagði Sigurður Hallmarsson þegar hann þakkaði fjölmörgum gestum innilega fyrir komuna á opnun myndlistarsýn- ingar sl. laugardag sem hann heldur í tilefni áttræðisafmælis síns sem er í dag. Sýningin er í Safnahúsinu á Húsavík og var opnunin með afar menningar- legum hætti enda fáir, ef nokkrir, sem hafa lagt lista- og menning- arlífi Húsvíkinga jafnmikið lið í gegnum tíðina og Sigurður Hall- marsson. Enda er Diddi Hall, eins og Sigurður er jafnan kallaður meðal Húsvíkinga, fyrsti og eini bæjarlistamaður Húsavíkur til þessa. Dagskráin hófst í Sjóminjasafn- inu þar sem fluttar voru ræður, leikið á hljóðfæri, sungið og boð- ið upp á léttar veitingar. Meðal annars lék lúðrasveit ljúfa tóna, undir stjórn Didda, kórar sungu og þeirra á meðal Sólseturskór- inn, kór aldraða sem Diddi stjórnar og Herdís, alltaf kölluð Dísa, Birgisdóttir, eiginkona Didda, syngur með. Þegar komið var upp í sýningarsalinn lék Katrín, dóttir Didda og Dísu, á flygil sem þar er og sagði afmæl- isbarnið þetta hafa verið sann- kallaðan húsvískan menningar- viðburð. Lagði jafnframt til að bæjarbúar fyndu sér tilefni í hverjum mánuði til að halda slíka samkomu. Á sýningunni sýnir Diddi sextíu og sex vatnslitamyndir sem hann hefur málað á undanförnum ár- um og stendur hún til og með 29. nóvember og er opin frá kl. 13- 17. Fyrsti og eini bæjarlista- maður Húsavíkur áttræður Listagen Katrín, dóttir Dísu og Didda, lék á flygil. Sjálfur situr Diddi (l.t.v.) við hlið Dísu, konu sinnar. Því næst er Reynir Jónasson tónlistarmaður. Stjórnandinn Sigurður Hallmarsson stjórnaði lúðrasveit í tilefni dagsins en hann er jafnframt kórstjóri Sólseturskórsins, kórs eldri borgara á Húsavík. Daglegt líf 15 MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 24. NÓVEMBER 2009 Stefán Friðbjarnarson skrifar:„Í Staksteinum Morgunblaðs- ins 16. nóvember er látið að því liggja að fjármálaráðherrann eigi ekkert eftir að skattleggja nema andardrátt fólks.“ Og auðvitað fylgir staka. Hann á ríkið, hann á máttinn, en hann er stundum seinn að fatta, og hann á aðeins andardráttinn eftir til að leggja á skatta. Rúnar Kristjánsson hlustaði á fréttir í hádeginu í síðustu viku: Mig í hjartað hryggðin sker, heftir gleði fríska. Lafði Thatcher látin er, – læðan kanadíska! Guðmundur Hansen sendi vísu í Hornið: Þá ýtt úr stjórn var Ögmundi ýfðust Liljur grænuvalla, stukku burt frá Steingrími og stríddu lúmskum nauðaskalla. VÍSNAHORN pebl@mbl.is Af læðunni Thatcher Nú eru liðnir 328 dagar af þessu ári og innan við mánuður þangað til sól fer aftur að hækka á lofti. Þessir 328 dagar hafa verið dagar sem við hér um slóðir höfum meðal annars hugsað töluvert um hvort verði af byggingu netþjónabús á Blönduósi. Enn fást engin skýr svör en þeir sem best þekkja til þessara mála eru vongóðir. Ef af þessu verkefni verður skapast hér mörg ný störf og verður það öllu héraðinu, og þótt víðar væri leitað, mikil lyftistöng.    Þó svo við höfum beðið eftir net- þjónabúi hafa menn líka unnið að ýmsu og hrint í framkvæmd. Nægir að nefna að verið er að byggja nýja sundlaug og sundlaugargarð og hafa framkvæmdir gengið vel. Ef allt fer eins og áætlað er verður sundlaugin tekin í gagnið um það leyti sem fyrstu lömbin líta heiminn í vor. Nýtt pípuorgel var vígt í kirkjunni um miðjan mánuðinn að viðstöddu fjölmenni. Orgelverkstæði Björgvins Tómassonar á Stokkseyri annaðist hönnun og smíði orgelsins og hófst vinna við smíði þess í september 2007. Orgelhúsið er úr evrópskri eik sem og allar trépípur þess, 72 að tölu. Málmpípur eru smíðaðar úr ýmsum tin- og blýblöndum en samtals hefur hljóðfærið að geyma 1.245 pípur og tuttugu og eina rödd. Að vígsluathöfn lokinni bauð sóknarnefnd til kaffi- samsætis í Félagsheimilinu á Blönduósi    Það er gaman að byggja upp en að hinu gamla, sem hefur tilfinningalegt og menningarlegt gildi, þarf að hlúa. Gamla kirkjan, sem kúrir undir brekkurótum í gamla bænum, hefur fengið töluverða andlitslyftingu í sumar og haust. Eins og margir vita var gamla kirkjan afhelguð fyrir rúmum tveimur árum og gefin með ákveðnum skilyrðum. Hugmynd þeirra Atla Arasonar og Sveins M. Sveinssonar, sem eiga kirkjuna, er að koma á laggirnar lista- og menning- arhúsi. Allt er undir í því sambandi og er engin listgrein undanskilin. Í þessari vinalegu kirkju með stóru sálina er hægt að vera með litla tón- leika, myndlistarsýningar hverju nafni sem þær nefnast og svo mætti lengi telja. Það eina sem er takmark- andi í því sem þarna verður hægt að gera áður en langt um líður er fyrst og fremst hugmyndaflugið. Eigend- urnir hafa sannarlega gert sitt til að standa undir þeim skilyrðum sem sett voru og má segja að ástand kirkjunnar í dag sé með miklum ágætum.    Nú fer að líða að lokum rjúpnaveiði- tímabilsins og eru menn sammála um að meira hafi verið um rjúpu á þessu hausti en oft áður. Flestir veiðimenn hafa fengið sem þarf í jólamatinn og geta því farið að einbeita sér að því að setja upp jólaljósin og lýsa upp skammdegið en ekki veitir af, því jörð er alauð og gleypir mestalla birtu sem býðst þessa dagana. BLÖNDUÓS Jón Sigurðsson fréttaritari Morgunblaðið/Jón Sigurðsson Vígsla Fjölmenni var viðstatt vígslu hins nýja pípuorgels. ÞAÐ ER STUTT TIL DANMERKUR Fundur með sendiherra Íslands í Kaupmannahöfn www.utflutningsrad.iswww.utn.stjr.is Sturla Sigurjónsson, verðandi sendiherra Íslands í Kaupmannahöfn, verður til viðtals miðvikudaginn 25. nóvember. Fundirnir eru kjörið tækifæri fyrir þá sem vilja ræða viðskiptamöguleika, menningartengd verkefni og önnur hagsmunamál í umdæmi sendiráðsins. Auk Danmerkur eru umdæmislönd sendiráðsins: Færeyjar, Grænland, Ísrael, Rúmenía, Slóvenía og Tyrkland. Fundirnir verða haldnir á skrifstofu Útflutningsráðs Íslands, Borgartúni 35, og má bóka þá í síma 511 4000 eða með tölvupósti, utflutningsrad@utflutningsrad.is. Nánari upplýsingar veita Andri Marteinsson, andri@utflutningsrad.is og Hermann Ottósson, hermann@utflutningsrad.is. PI PA R\ TB W A • SÍ A • 9 2 1 5 7

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.