Morgunblaðið - 24.11.2009, Qupperneq 3

Morgunblaðið - 24.11.2009, Qupperneq 3
BÝRÐ ÞÚ YFIR GÓÐRIHUGMYND SEM ÞÚ VILT KOMA Í FRAMKVÆMD? ERT ÞÚ FRUMKVÖÐULL? HEFUR ÞÚ ÁHUGA Á AÐ STOFNASPROTAFYRIRTÆKI? Í tilefni af Alþjóðlegu athafnavikunni er efnt til samkeppninnar FRÆ ÁRSINS. Markmiðið er að styðja við frumstig nýsköpunar og gefa frumkvöðlum tækifæri til að breyta hugmynd eða frumgerð í viðskiptaáætlun og sprotafyrirtæki. FRÆ ÁRSINS verður útnefnt árlega. Að samkeppninni stendur Háskólinn í Reykjavík, í samstarfi við Klak – Nýsköpunarmiðstöð atvinnulífsins, Hugmyndahús háskólanna og Auði Capital. Leitað er eftir hugmyndum sem gætu orðið FRÆ ÁRSINS 2010. Aðstandendur þeirrar hugmyndar sem valin verður hljóta 1.000.000 kr. í styrk, vinnuaðstöðu og niðurfelld skólagjöld í Viðskiptasmiðju Klaksins. Þannig fá frumkvöðlar fjárstuðning til að vinna að hugmynd sinni auk stuðnings, umhverfis og þjálfunar sem með þarf til að fullgera viðskiptaáætlun og koma á fót sprotafyrirtæki. HVERJIR? – HVAÐ? – HVERNIG? Allir einstaklingar með lögheimili á Íslandi geta sent inn eigin hugmyndir og/eða tilnefnt hugmyndir annarra í umboði þeirra. Sérstakt tillit verður tekið til hugmynda sem tengjast tækni og fólki, svo sem tækninýjunga og annarra hugmynda sem stuðla að betra samfélagi. Allar hugmyndir þurfa að uppfylla eftirfarandi skilyrði: • Hugmyndin er ný • Hugmyndin er framkvæmanleg • Ekki hefur verið skráð fyrirtæki um hugmyndina Hugmyndir þurfa að berast fyrir 31. desember nk., en tilkynnt verður um FRÆ ÁRSINS 2010 í janúar nk. FRÆ ÁRSINS 2010 Nánari upplýsingar um samkeppnina er að finna á vef Háskólans í Reykjavík, www.hr.is HUGMYNDAHÚS HÁSKÓLANNA

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.