Morgunblaðið - 24.11.2009, Side 12
12 FréttirVIÐSKIPTI | ATVINNULÍF
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 24. NÓVEMBER 2009
Fimmtudaginn 26. nóvember heldur Hvöt, félag
sjálfstæðiskvenna í Reykjavík, opinn fund fyrir
konur sem hafa hug á að fara í prófkjörsbaráttu eða
vinna við slíka. Reynsluboltar miðla af þekkingu
sinni, farið verður yfir öll helstu mál sem snúa að
prófkjörsbaráttunni og ýmis góð ráð gefin.
Hvað þarf til
að ná árangri
í prófkjöri?
KONUR Í PRÓFKJÖR!
Fundarstjóri
Áslaug Friðriksdóttir, formaður Hvatar
Fimmtudaginn
26. nóvember
kl. 18-20
í Valhöll
Dagskrá
A-Ö um prófkjör:
Sigríður Hallgrímsdóttir
og Jarþrúður Ásmundsdóttir, vanir
kosningastjórar
Reynslusaga frambjóðandans:
Erla Ósk Ásgeirsdóttir, markaðs-
sérfræðingur og varaþingmaður í
Reykjavík
Herfræði og tölfræði í prófkjörum:
Pawel Bartoszek
Allar konur
velkomnar!
Þetta helst ...
● SKULDABRÉFAVÍSITALA GAMMA
hækkaði um 0,09 prósent í óvenju-
litlum viðskiptum í gær, en velta með
skuldabréf nam 2,55 milljörðum.
Velta með hlutabréf var hins vegar
meiri en venjulega, eða rúmar 100 millj-
ónir króna. Stærstur hluti viðskipta var
með bréf Marels, sem lækkuðu um
8,03 prósent og var lokagengið 63. Er
það í samræmi við útboðsgengi á áætl-
uðu hlutabréfaútboði, sem fer af stað í
vikunni. Gengi bréfa Össurar lækkaði
um 4,06 prósent. bjarni@mbl.is
Lítil viðskipti í kauphöll
● NÝJAR tölur Seðlabanka Íslands
um peningamagn gefa til kynna að
grunnfé Seðlabankans hafi aukist um
2,4% frá ágúst til september. Grunnfé
telst vera innstæður innlánsstofnana
í seðlabankanum og seðlar og mynt í
umferð.
Grunnféð í september nam 160,7
milljörðum króna. Síðasta ár, eða síð-
an í september 2008, hefur grunnfé
minnkað um 3,5%.
Síðustu tvö ár hefur grunnfé Seðla-
bankans hins vegar aukist um 45%.
Þegar litið er til víðari skilgreiningar á
peningamagni kemur í ljós að pen-
ingamagn (M1) hefur aukist um 3,7%
frá fyrri mánuði. Til M1 teljast velti-
innlán og seðlar og mynt í umferð.
M2, eða peningamagn og almennt
sparifé, eykst um 0,5% milli mánaða.
Víðasta skilgreining peningamagns,
M3, eða peningamagn og sparifé,
eykst um 0,3%. Síðustu 48 mánuði
hefur M3 aukist um tæp 49%.
Peningamagn eykst
á milli mánaðaEftir Þórð Gunnarsson
thg@mbl.is
SAMKVÆMT nýju mati á eigna-
safni þrotabús Landsbankans verð-
ur endurheimtuhlutfall vegna
greiðslu á forgangskröfum um 88%.
Eignir Landsbankans hafa rýrnað
um 38 milljarða frá 30. júní síðast-
liðnum og eru nú metnar á 1.164
milljarða króna. Að sögn Lárents-
ínusar Kristjánssonar, formanns
skilanefndar Landsbankans, má
rekja um það bil 21 milljarð af lækk-
un eignasafnsins til styrkingar krón-
unnar. En um 75% af eignum þrota-
búsins eru í erlendri mynt, og þar af
leiðandi mun styrking krónunnar
alltaf hafa áhrif til lækkunar á verð-
mæti eignasafns Landsbankans í ís-
lenskum krónum talið. Einhverjar af
eignum þrotabúsins hafa einfaldlega
lækkað í verði að mati skilanefndar
og nemur hrein lækkun á verðmæti
eigna um 17 milljörðum. „Rekstur
lánabókarinnar hefur hins vegar
gengið vel og við gætum allt eins átt
von á hækkun,“ segir Lárentsínus í
samtali við Morgunblaðið.
Látið reyna á neyðarlög
Rætt hefur verið um að þeir sem
eiga viðskipti með skuldabréf gömlu
bankanna vænti aukinna heimta úr
búi bankans og þar með einhverrar
greiðslu frá slitastjórn Landsbank-
ans. Hins vegar geta þeir sem eiga
skuldabréfin lögsótt íslenska ríkið
fyrir setningu neyðarlaganna, sem
settu innistæður framar í kröfuröð
en ella. Halldór Bachmann hjá slita-
stjórn Landsbankans segir að fjöldi
kröfuhafa hafi sent inn mótmæli
vegna neyðarlaganna: „Margir al-
mennir kröfuhafar mótmæla því að
innlán séu forgangskröfur. Þau mót-
mæli eru byggð á því að neyðarlögin
séu ólögmæt og stangist á við stjórn-
arskrá Íslands.“
Líklegt er talið að kröfuhafar
muni taka sig saman til að hnekkja
neyðarlögunum. Dæmi íslenskur
dómstóll kröfuhöfum í hag bakast ís-
lenska ríkinu skaðabótaábyrgð.
Eignir verða seldar
Langstærstur hluti eigna þrota-
bús Landsbankans er útlán. Að sögn
Lárentsínusar er meginregla í með-
förum á eignum bankans að lán eru
ekki seld: „Við látum lánin rúlla sinn
tíma og munum ekki selja þau nema
við mjög sérstakar aðstæður,“ segir
hann. Vextir á Icesave-láni Breta og
Hollendinga til Tryggingarsjóðs inn-
stæðueigenda eru 5,55%. Reikna má
með að stærstur hluti lánanna í
þrotabú Landsbankans sé á lægri
vöxtum, enda velflest veitt í árferði
þar sem fjármagnskostnaður var í
sögulegu lágmarki. Lágmörkun fjár-
magnskostnaðar íslenska ríkisins og
hámörkum verðmæta eigna Lands-
bankans eru því ekki fullkomlega
samrýmanleg markmið. Halldór
Bachmann segir meginverkefnið að
gæta hagsmuna allra kröfuhafa.
„Við getum ekki sett hagsmuni ís-
lenska ríkisins yfir hagsmuni ann-
arra kröfuhafa,“ segir hann.
Eignir rýrna og endur-
heimtuhlutfall lækkar
Landsbanki Reikna má með að deilur um neyðarlög endi hjá dómstólum, en
margir almennir kröfuhafar mótmæla því að innlán séu forgangskröfur.
Reikna má með að
almennir kröfuhafar
láti reyna á lögmæti
neyðarlaganna
ÁKVEÐIÐ hefur verið að auka
hlutafé Marels og bjóða nýju hlut-
ina fagfjárfestum til sölu. Stefnt
er að því að auka hlutaféð um 15
prósent og miðað við útboðsgengi
á bilinu 63-65 er heildarverðmæti
nýju hlutanna um sex milljarðar
króna. Fer útboðið fram nk.
fimmtudag og föstudag.
Í tilkynningu segir að tilgangur
útboðsins sé að styrkja frekar
fjárhagsgrunn fyrirtækisins,
draga úr gengisáhættu og lækka
fjármögnunarkostnað. Verður
fjárfestum boðið að greiða fyrir
ný hlutabréf með reiðufé eða
skráðum skuldabréfum, sem Marel
hefur gefið út.
Eins og áður segir er stefnt að
15 prósenta hlutafjáraukningu
Marels, en stjórn félagsins áskilur
sér þó rétt til að stækka útboðið
og auka hlutaféð um allt að 22,5
prósent í samræmi við heimild til
hlutafjárhækkunar sem veitt var á
aðalfundi í mars. bjarni@mbl.is
Marel eykur
hlutafé
SAMÞYKKTIR hafa verið nauða-
samningar fyrir Sparisjóð Mýra-
sýslu, sem gera ráð fyrir því að tveir
þriðju almennra krafna fáist greidd-
ir. Á fundi kröfuhafa á föstudag voru
greidd atkvæði um nauðasamning-
ana og segir í tilkynningu að 90%
kröfuhafa hafi samþykkt nauða-
samninginn, en þeir eiga samtals
73% af fjárhæð þeirra krafna er lýst
var í þrotabú sjóðsins. Engin at-
kvæði voru greidd gegn nauðasamn-
ingnum. Stærsti kröfuhafi spari-
sjóðsins, Arion banki, greiddi ekki
atkvæði þar sem hann er eigandi alls
stofnfjár SPM.
Segir í tilkynningunni að bráða-
birgðastjórn sparisjóðsins telji nið-
urstöðuna mjög jákvæða, enda sé
sjóðurinn fyrsta fjármálastofnunin
sem ljúki fjárhagslegu uppgjöri með
nauðasamningum í stað slitameð-
ferðar.
Mun bráðabirgðastjórnin nú óska
staðfestingar héraðsdóms á nauða-
samningnum og öðlast hann að því
loknu gildi. bjarni@mbl.is
SPM í nauðasamninga