Morgunblaðið - 24.11.2009, Side 13
Fréttir 13ERLENT
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 24. NÓVEMBER 2009
FRAMKVÆMDIR hafa verið hafnar við stækkun
Panamaskurðarins, eins af mestu verkfræðiundrum 20.
aldarinnar. Risastórar gröfur með skóflur, sem gætu
rúmað stóra bíla, eru byrjaðar að moka grjóti og mold í
vörubíla með hjól sem eru helmingi hærri en meðal-
maður. Áætlað er að 152 milljónir rúmmetra af grjóti
og mold verði fjarlægðar til að breikka og dýpka
skurðinn. Eftir framkvæmdirnar verður hann nógu
breiður og djúpur til að rúma stærstu skip heims, sem
geta borið allt að 12.600 gáma, nær þrisvar sinnum
stærri en skipin sem komast um skurðinn nú. Eftir
stækkunina verður auðveldara og ódýrara að flytja
vörur frá Asíu til austurstrandar Bandaríkjanna og
Kína fær betri aðgang að olíu frá Rómönsku Ameríku.
Stækkaður fyrir risaflutningaskip
Eftir Boga Þór Arason
bogi@mbl.is
AÐ MINNSTA kosti 65 þjóðar-
leiðtogar hafa samþykkt að taka þátt
í loftslagsráðstefnunni í Kaup-
mannahöfn í næsta mánuði og er tal-
ið að þátttaka svo margra leiðtoga
auki líkurnar á því að samkomulag
náist á ráðstefnunni um aðgerðir til
að stemma stigu við loftslagsbreyt-
ingum í heiminum.
Búist er við að sendinefndir frá
192 ríkjum taki þátt í ráðstefnunni
sem stendur frá 7. til 18. desember.
Lars Løkke Rasmussen, forsætis-
ráðherra Danmerkur, segir að þátt-
taka margra leiðtoga skipti sköpum
um hvort ráðstefnan beri árangur.
„Þess vegna er það uppörvandi að
meira en 60 þjóðarleiðtogar hafa
staðfest að þeir ætli að mæta og það
er ekki síður mikilvægt að margir
fleiri hafa tekið vel í það,“ sagði for-
sætisráðherrann á fundi í fyrradag.
Á meðal þeirra sem ætla að taka
þátt í ráðstefnunni eru leiðtogar
Bretlands, Þýskalands, Frakklands,
Spánar, Japans, Ástralíu, Brasilíu
og Indónesíu.
Þátttaka Obama mikilvæg
Hvorki Barack Obama Banda-
ríkjaforseti né Hu Jintao, forseti
Kína, eru á meðal þeirra sem hafa
staðfest að þeir ætli að mæta á ráð-
stefnuna. Bandaríkin og Kína bera
ábyrgð á 40% af heildarlosun kol-
díoxíðs í heiminum og taki þeir þátt í
ráðstefnunni eykur það mjög lík-
urnar á því að hún beri árangur.
Þótt ekki sé lengur búist við laga-
lega bindandi alþjóðasáttmála á ráð-
stefnunni vonast menn enn eftir
samkomulagi sem fæli í sér að iðn-
ríkin þyrftu að tilgreina hversu mik-
ið þau myndu draga úr losun gróð-
urhúsalofttegunda fyrir árið 2020 og
hversu mikla aðstoð þau myndu
veita þróunarlöndum fyrir að gera
það sama. Þróunarlöndin myndu
einnig þurfa að skuldbinda sig til að
draga úr losuninni.
Minnst 65
leiðtogar mæta
á ráðstefnuna
Eykur líkur á því að samkomulag náist
í loftslagsmálum í Kaupmannahöfn
Í HNOTSKURN
» Jóhanna Sigurðardóttirforsætisráðherra hefur
staðfest að hún hafi þegið boð
um að taka þátt í loftslags-
ráðstefnunni í Kaupmanna-
höfn í desember.
» Forsætisráðherrar allraNorðurlandanna ætla að
mæta á ráðstefnuna.
NEMAR við St. Andrews-háskóla í Skotlandi taka þátt í froðuslag á svo-
nefndum rúsínudegi. Slagurinn á rætur að rekja til gamallar skólahefðar
sem fólst í því að busar gáfu eldri nemum hálft kíló af rúsínum fyrir að
hjálpa þeim að laga sig að háskólalífinu. Í staðinn áttu busarnir að fá kvitt-
un á latínu en þeim, sem lögðu ekki fram slíka kvittun, var dýft í vatn í gos-
brunni. Í staðinn fyrir rúsínur er nú venja að gefa vínflösku og froða hefur
tekið við af vatni.
Reuters
NEMAR Í FROÐUSLAG
NORSKI kaupsýslumaðurinn Sig-
urd Aase hefur í hyggju að smíða
lengsta víkingaskip heims, að því er
fram kemur á fréttavef norska ríkis-
útvarpsins. Skipið á að heita Har-
aldur hárfagri.
Víkingaskipið á að vera um 35
metra langt, átta metra breitt og
með hvorki meira né minna en 300
fermetra segl. Skipið verður smíðað
í Haugasundi og stefnt er að því að
smíðin hefjist skömmu eftir áramót-
in. Gert er ráð fyrir því að vík-
ingaskipið verði tilbúið í fyrstu sigl-
inguna vorið 2013.
Undirbúning-
urinn hefur staðið
í eitt ár. Skipið á
að líkjast Orm-
inum langa,
knerri Ólafs kon-
ungs Tryggva-
sonar, en það
verður þó ívið
minna því talið er
að skip konungsins hafi verið 41-44
metra langt. Haraldur hárfagri
verður þó lengsta víkingaskip sem
smíðað hefur verið í nútímanum, að
sögn fréttavefjarins. bogi@mbl.is
Hyggst smíða stærsta
víkingaskip heims