Morgunblaðið - 24.11.2009, Side 16

Morgunblaðið - 24.11.2009, Side 16
16 MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 24. NÓVEMBER 2009 Hægt er að lýsa skoðun á ritstjórnargreinum Morgunblaðsins á slóðinni http://morgunbladid.blog.is/ Efnahags-legarþrengingar hafa breytt við- miðum víða. Við- skiptahalli, rík- issjóðshalli og fjárlagahalli eru ekki táknmynd einstakra ríkja í vandræðum. Þessir ókræsi- legu þremenningar eru nú fastagestir í fínustu fjár- málaráðuneytum heims. Oft hafa verið nefnd til sögunnar stöðugleikaskilyrði Evrópu- sambandsins um verðbólgu, skuldastöðu, fjárlagahalla og þar fram eftir götunum. Verð- bólga er ekki vandamál eins og er þótt sumir sérfræðingar spái því að jafnvel hún gæti náð flugi vegna þess aðhalds- leysis sem nú er talið óhjá- kvæmilegt. En flestir aðrir mælikvarðar hafa verið settir til hliðar sem óbrúklegir eins og málum er komið. Skulda- málum fjármálafyrirtækja og annarra stórfyrirtækja hefur verið velt yfir á ríkissjóði eða peningaprentandi seðlabanka. Þangað verður ekki mikið meira sótt. Áhættusæknin og einkum þó ábyrgðin af henni hefur því verið færð yfir á stofnanir skattborgaranna. Sú „stöðutaka“ ríkisvaldsins gengur upp ef botni efnahags- kreppunnar hefur verið náð eða hún er ekki mjög langt undan. Eins og í öðru áhættu- spili verður efnahagsstjórn- unin talin vel heppnuð, jafnvel tær snilld ef (og það er ekki smá- vaxið ef), ný dýfa kemur ekki upp úr kortunum. Gerist það á hinn bóginn eru bjargvættirnir berskjaldaðir. Bandaríska rík- ið hefur þannig axlað risavaxn- ar byrðar vegna íbúðalána- sjóða, bílaverksmiðja og bankakerfis, sem bætast við fyrirliggjandi herkostnað vegna Íraks og Afganistans sem þá þegar var fjármagn- aður að mestu með lántökum ríkissjóðs. Efnahagsleg stór- veldi eins og Japan eru einnig skuldum vafin og mörg ríki Evrópusambandsins eru í miklum vandræðum þótt talið sé að burðarríki þess, Þýska- land, hafi enn borð fyrir báru. Ekki er hægt að segja að við blasi að væntingar um að efna- hagur ríkja sé að komast fyrir horn séu illa undirbyggðar. Á hinn bóginn er jafn rétt að þær bjartsýnisspár eru að nokkru litaðar af óraunsæi og jafnvel að nokkru af hreinni ósk- hyggju. Og rétt er að hafa í huga þau sannindi að margur hefur orðið að svartsýnis- manni eftir að hafa fallið fyrir innistæðulausu glamri síbros- andi bjartsýnismanna og beðið tjón fyrir vikið. Við núverandi stöðu er örugglega rétt að vona að það versta sé afstaðið en búa sig undir að við gætum átt brekku eftir. Heimurinn gæti átt efnahagslega brekku eftir.} Er svikalogn eða kreppan á undanhaldi? Annarri um-ræðu um rík- isábyrgð vegna Icesave verður haldið áfram í dag á Alþingi. Athygl- isvert verður að fylgjast með því hvort sífellt meiri upplýsingar um hve illa hefur verið haldið á málum fyr- ir Íslands hönd munu hafa áhrif á umræðurnar eða á við- horf einstakra þingmanna. Morgunblaðið sagði frá því í gær að Daniel Gros, hagfræð- ingur sem sæti á í bankaráði Seðlabanka Íslands, hefði reiknað út að íslensk stjórn- völd hefðu samið af sér sem nemur um 185 milljörðum króna. Þetta skýrir hann þann- ig að íslenski innlánatrygg- ingasjóðurinn hefði átt að greiða breska ríkinu sömu vexti og breski innlánatrygg- ingasjóðurinn. Það er sama hvar borið er niður í þessu máli, alls staðar blasir við hve illa hefur verið haldið á hagsmunum Íslands. Fyrst er fallist á að semja um greiðslur íslenska ríkisins þó að enginn hafi sýnt fram á að því beri að greiða Icesave-skuld einkafyrirtækisins Landsbankans. Þá eru gerðir afleitir samningar, sem stjórnvöld telja á þeim tíma mikið afrek og stór- góða niðurstöðu. Með herkjum tekst að fá samþykkta við þá fyrirvara sem gera þá heldur skárri. Loks er allt gefið eftir, fyrirvararnir í raun felldir úr gildi og þannig á nú að þröngva málinu í gegnum þingið. Eins og þetta væri ekki nóg þá bætast við atriði eins og þau sem Gros hefur bent á, um að vaxtagreiðslur séu allt of háar og að engrar sanngirni hafi verið gætt gagnvart Íslend- ingum. Hver skyldu viðbrögð ís- lenskra stjórnvalda svo vera þegar þetta er orðið ljóst? Jú, þau vísa þessu öllu á bug og tala máli breskra og hol- lenskra stjórnvalda. Í því kem- ur ekkert á óvart en fróðlegt verður að fylgjast með því hvort allir þingmenn stjórn- arflokkanna kjósa að fylgja þeim í þessa ferð. Það kemur æ betur í ljós hve afleitir Icesave-samn- ingarnir eru. } Icesave-vandinn eykst enn H ver á launin þín? Ég held að hver og einn hljóti að svara því til, að eftir að ríkið hefur innheimt sitt til samneyslunnar, þá eigi hver og ein manneskja launin sín og ráðstafi þeim að vild. Þó er það ekki svo einfalt, því stóri bróðir hefur það vit fyrir okkur að sjá til þess að við verðum ekki alveg auralaus í ell- inni, þegar við erum hætt að vinna og höfum ekki launatekjur til framfærslu. Til þess er líf- eyriskerfið, að við verðum ekki alveg krúkk síð- asta sprettinn og getum lifað með reisn án þess að þurfa að reiða okkur á bónbjargir. Við ráð- um því hins vegar sjálf, hvort við greiðum sér- eignasparnað, og það gerum við flest. Þessa peninga eigum við þó sjálf, til lífeyrisréttinda. Ávöxtunin á þessum fjármunum getur aldrei orðið minni en 3,5 prósent og hjá mörgum líf- eyrissjóðum er hún talsvert hærri. Iðgjald þess sem greið- ir í fyrsta sinn í lífeyrissjóð á eftir að margfaldast á þeim 40 - 45 árum sem hann greiðir í sjóðinn; ætli það láti ekki nærri að það nífaldist. Tillaga Sjálfstæðismanna á þingi um að skattleggja ið- gjöld í séreignarsjóði í stað þess að skattleggja lífeyrinn þegar hann er greiddur út er vond, og það veldur mér von- brigðum að forsvarsmenn lífeyrissjóðanna skuli ekki svara henni með meira afgerandi hætti en raunin er. Jú vissulega þýðir þessi tillaga það, verði hún sam- þykkt, að við veltum byrðum á börnin okkar, eins og Gunnar Baldvinsson í Almenna lífeyrissjóðnum benti á í fréttum Stöðvar 2 í fyrrakvöld. En það er fleira galið í hugmyndinni, eins og ég hef áður bent á hér. Í sömu frétt sagði Illugi Gunnarsson þing- maður, að ríkið þyrfti á þessum tekjum að halda núna, og að það ætti inni í lífeyriskerfinu gríðarlega fjármuni til framtíðarinnar. Þetta er auðvitað kolrangt. Ríkið á nákvæm- lega ekkert í þessum peningum, – fyrr en, – fyrr en launþeginn kýs að taka þá út. Þar til þá eru þessir fjármunir allir eign launþegans og sá stofn sem ávaxtaður er til framtíðarinnar. Það segir sig sjálft að þúsundkall til ávöxtunar til langs tíma er meira en 650 kall, sem upp- hæðin yrði um það bil þegar búið væri að taka tekjuskatt af þúsundkallinum. Þetta yrði óvægin og ákaflega óréttlát skerðing á lífeyr- isréttindum almennings. Ef Illugi ber í raun og veru hag ríkissjóðs fyrir brjósti, ætti hann að sjá að með tillögunni er líka verið að snuða ríkið um framtíðarpening. Það hlýt- ur að muna ríkissjóð miklu að hirða skatt af þúsund- kallinum þegar hann hefur ávaxtast í áratugi, en al- gjörlega óávöxtuðum þúsundkalli. Auk þess hafa launþegar látið sig hafa það án þess að æmta að við greiðslu lífeyris er greiddur tekjuskattur af allri summ- unni, jafnvel þótt allt að helmingur hennar sé í raun fjár- magnstekjur, sem ættu þá að bera fjármagnstekjuskatt. Auðvitað finna allir til með tómum ríkiskassa, en að ætla að bæta það með því að skerða lífeyrisrétt launafólks, varpa ábyrgðinni yfir á næstu kynslóðir og um leið snuða ríkið um skatttekjur í framtíðinni, er meiriháttar óráð. begga@mbl.is Bergþóra Jónsdóttir Pistill Hver á réttindin þín? STOFNAÐ 1913 Útgáfufélag: Árvakur hf., Reykjavík. Ritstjórar: Davíð Oddsson Haraldur Johannessen Aðstoðarritstjóri: Karl Blöndal Útgefandi: Óskar Magnússon FRÉTTASKÝRING Eftir Egil Ólafsson egol@mbl.is K reppan kemur mjög mis- jafnlega við sveit- arfélögin í landinu. Í sumum sveitarfélögum sem byggjast á sjávar- útvegi eru útsvarstekjur að aukast á milli ára, en annars staðar minnka þær mikið. Í Borgarbyggð t.d. er tekjusamdrátturinn áætlaður um 100 milljónir króna. Eitt af því sem deyfir áhrif kreppunnar á sveitarfélögin er að þau fá á þessu ári tæplega þrjá milljarða í tekjur vegna þess að fólk er að taka út séreignasparnaðinn. Útsvarstekjur hafa aukist milli ára í Vestmannaeyjum, Snæfellsbæ, Stykkishólmi, Grindavík, Bolung- arvík, Norðurþingi og Dalvíkurbyggð svo dæmi sé tekið. Útsvarstekjur hafa hins vegar minnkað milli ára í Borg- arbyggð, á Fljótsdalshéraði og í flest- um sveitarfélögum á höfuðborg- arsvæðinu. Ástæðan fyrir tekjutapinu er að tekjur fólks í þessum sveit- arfélögum hafa lækkað og atvinnu- leysi er umtalsvert. Tekjur sjómanna aukast Tekjur sjávarútvegsins eru bein- tengdar gengi krónunnar. Gengið féll mikið á síðasta ári og við það jukust tekjur útvegsins og einnig sjómanna. Þetta hefur síðan áhrif á afkomu sveit- arfélaganna. Útsvarstekjur Stykk- ishólmsbæjar eru t.d. 14% meiri í ár en í fyrra. Að sögn Erlu Friðriks- dóttur bæjarstjóra er þetta í samræmi við fjárhagsáætlun. Afkoma Snæfells- bæjar er betri en fjárhagsáætlun gerði ráð fyrir. Sömu sögu er að segja frá Vestmannaeyjum. Útsvarstekjur aukast um 10% milli ára. Á móti kem- ur lækkun frá Jöfnunarsjóði sveitarfé- laga. Kristinn Jónsson bæjarstjóri segir að það megi m.a. þakka góðri af- komu í sjávarútvegi og einnig út- greiðslu séreignasparnaðar. Ragnar Jörundsson, bæjarstjóri í Vesturbyggð, segir að rekstur sveitar- félagsins sé góður, en fjármagns- kostnaður sé þungbær. Atvinnu- ástandið sé sem betur fer gott og það skipti miklu máli fyrir tekjur sveitar- félagsins. Ragnar segir að stjórn- endur Vesturbyggðar hafi 40 ára reynslu af því að fást við kreppu þann- ig að menn láti það sem nú gangi á ekki trufla sig. Eyrún Ingibjörg Sigþórsdóttir, sveitarstjóri í Tálknafirði, sagði að út- svarstekjur sveitarfélagsins stæðu í stað. Hún sagði vissulega rétt að tekjur sjómanna væru hærri, en eftir sem áður væri tap á rekstrinum. Það skipti verulegu máli að tekjur úr Jöfn- unarsjóði sveitarfélaga hefðu dregist saman milli ára. Eyrún sagði að þótt nú gengi vel í sjávarútvegi mætti ekki gleyma því að árin 2004-2008 hefðu verið erfið fyrir sjávarútveginn vegna þess hvað gengi krónunnar var óhag- stætt. Tekjur sveitarfélaganna á höf- uðborgarsvæðinu dragast verulega saman milli ára, mest í Reykjavík, Garðabæ og á Seltjarnarnesi. Sum sveitarfélög á landsbyggðinni hafa líka mátt þola tekjusamdrátt. Líklega hafa tekjur hvergi lækkað eins mikið og í Borgarbyggð, en þar lækka tekj- urnar um 100 milljónir milli ára. Ástæðan er sú að þar hefur bygginga- iðnaður verið mjög stór hluti af at- vinnulífinu. Ekki alls staðar tekjusamdráttur Morgunblaðið/Ómar Fiskur Sveitarfélögum sem byggja á sjávarútvegi gengur betur að halda uppi tekjum en sveitarfélögum sem byggja á öðrum atvinnugreinum. Útsvarstekjur sveitarfélaga sem byggjast á sjávarútvegi aukast á milli ára. Annað er upp á ten- ingnum á höfuðborgarsvæðinu þar sem skatttekjur dragast saman. Sveitarfélögin fá tæplega þrjá milljarða í útsvarstekjur á þessu ári vegna útgreiðslu á séreignasparnaði. Greiðslur úr lífeyrissjóðunum eru skatt- lagðar eins og aðrar tekjur og fá sveitarfélögin sinn hluta af því á móti ríkinu. Reykjavíkurborg fær um einn milljarð aukalega í útsvar á þessu ári vegna séreignasparn- aðarins og Kópavogsbær rúm- lega 300 milljónir. Kristinn Jónsson, bæjarstjóri í Snæfellsbæ, segir að þessar viðbótartekjur deyfi áhrif kreppunnar á fjárhag sveitarfé- laganna. Þó að gert sé ráð fyrir að eitthvað verði greitt út af séreignasparnaði á næsta ári verði það ekki nærri eins mikið og á þessu ári. Sveitarfélögin geta því ekki reiknað með eins miklum tekjum vegna þessa á næsta ári. Enginn vafi leikur á að tekjurnar hafa skipt miklu máli fyrir sveit- arfélögin í ár. Þetta eru um 12,4% af öllum útsvarstekjum sveitarfélaganna. Það munar um minna. Þrír milljarðar í séreignasparnað

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.