Morgunblaðið - 24.11.2009, Síða 22
22 Minningar
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 24. NÓVEMBER 2009
Elsku amma.
Þó erfitt sé að trúa því, þá er
komið að kveðjustund. Þegar pabbi
lagði af stað til þín þennan morgun
sem þú kvaddir, þá hvarflaði ekki
að okkur að við myndum fá slíkar
sorgarfréttir, enda hafðir þú verið
eldhress og á boccia-æfingu daginn
áður. Áfallið var því mikið.
Merkilegri konu er vart hægt að
finna, enda hafðir þú upplifað tím-
ana tvenna, og ekki hægt annað en
að dást að konu sem hefur reynt
jafn margt um ævina og þú.
Minningar okkar systra eru
margar. Hvort sem þær snúa að
ógleymanlegri Þýskalandsför með
Ellu, stöflum af pönnukökum,
Erika Anna Einarsson
✝ Erika Anna Sta-kalies Einarsson
fæddist í Austur-
Prússlandi, sem nú er
Litháen, 18. ágúst
1923. Hún lést á heim-
ili sínu, Hraunvangi 1
í Hafnarfirði, 10. nóv-
ember síðastliðinn.
Útför Eriku fór
fram frá Hafnar-
fjarðarkirkju 16. nóv-
ember 2009.
Meira: mbl.is/minningar
endalausum blómum í
hinum ýmsu ílátum
eða stórkostlegum
frásögnum af ævi
þinni. Alltaf varstu í
góðu skapi og til í að
taka þátt í öllu, enda
voru ófá verðlaunin
sem þú komst með
heim fyrir þátttöku í
minigolfi, pílukasti,
boccia eða bingó.
Við töluðum gjarn-
an um ömmu þýsku
enda leyndi uppruni
þinn sér ekki. Okkur
hlýnar um hjartarætur þegar við
hugsum til samtala okkar, þar sem
þýskan blandaðist mjög gjarnan ís-
lenskunni, svo útkoman varð bros-
legur misskilningur.
Í okkar minningum hefur þú alltaf
verið mikilfengleg kona, svo heilsu-
hraust og dugleg, og ekki mátt
heyra á það minnst að vera upp á
aðra komin. Við erum því þakklátar
fyrir að þú hafir fengið að kveðja á
þann friðsæla hátt sem þú gerðir.
Margs er að minnast,
margt er hér að þakka.
Guði sé lof fyrir liðna tíð.
Margs er að minnast,
margs er að sakna.
Guð þerri tregatárin stríð.
Far þú í friði,
friður Guðs þig blessi,
hafðu þökk fyrir allt og allt.
Gekkst þú með Guði,
Guð þér nú fylgi,
hans dýrðarhnoss þú hljóta skalt.
(V. Briem.)
Takk fyrir allar góðu stundirnar
sem við upplifðum með þér, elsku
amma, þín verður sárt saknað.
Elín Anna, Hrafnhildur og
Helga Soffía.
Að reyna að kveðja Eriku í
nokkrum orðum er ekki auðvelt.
Ég hef þekkt hana alla mína ævi en
síðasta eitt og hálft árið hafa sam-
skipti okkar aukist til muna. Ég er
þakklát fyrir þann tíma sem ég
fékk að kynnast henni nánar. Við
spjölluðum og drukkum kaffi eða
borðuðum saman, oftast í hádeginu
á laugardögum. Hún kom hlæjandi
til dyra og var það einkennandi fyr-
ir hana hvað hún var alltaf kát og
hress. Henni var margt til lista
lagt. Síðustu árin stundaði hún
pílukast, boccia, pútt á sumrin, svo
eitthvað sé nefnt og fékk ég ávallt
að heyra sögurnar af því hvernig
henni hefði gengið. Henni gekk að
sjálfsögðu alltaf mjög vel. Einnig
fór hún oft í bingó á Hrafnistu og
oftar en ekki kom hún heim með
sérrí-flösku eða konfektkassa í
vinning.
Það sem einkenndi Eriku var
hversu þakklát hún var að eðlisfari.
Ekki er langt síðan ég fór með
hana og Gógó frænku að jarðarför
Leifs Eiríkssonar sem einnig var
búsettur á Hrafnistu. Henni þótti
svo vænt um að fá að sjá Hrafnistu-
kórinn syngja og hitta alla Rauf-
arhafnarbúa sem þar mættu. Hún
saknaði þess að hitta ekki oftar
Raufarhafnarbúa. Því þótti henni
mjög gaman að fara í konukaffi
Raufarhafnarfélagsins síðast.
Síðasta laugardag Eriku með
okkur fór ég að venju til hennar.
Ég setti í hana rúllur, lakkaði á
henni neglurnar og litaði á henni
augabrúnirnar, því hún var að fara
í skírn hjá barnabarnabarni sínu.
Hún var svo spennt og vildi vera
svo fín við skírnina. Það kom því
eins og þruma úr heiðskíru lofti að
Erika skyldi svo kveðja okkur síð-
astliðinn þriðjudag. Hennar er sárt
saknað en þó erum við þakklát fyrir
þann góða tíma sem hún átti með
okkur. Ég votta fjölskyldunni
hennar Eriku mína dýpstu samúð.
Sigurbjörg Björnsdóttir.
Minningar á mbl.is
Böðvar Jónsson
Höfundur: Margrét Bóasdóttir
Oddgeir Þorleifsson
Höfundur: Hákon Heimir
Rögnvaldur
Óðinsson
Höfundur: Sverrir
Ragnars Arngrímsson
Sigríður Margrét
Gísladóttir
Höfundur: Jóhann Axel.
Stefán Jakob
Hjaltason
Höfundar: Emilía Harð-
ardóttir og Heiðrún Jónsdóttir
Við andlát Stefáns
frænda míns langar
mig að setja nokkur
orð á blað. Við áttum
saman góðar stundir, hann var órjúf-
anlegur hluti af stórfjölskyldunni frá
Vaðbrekku og ætíð mikill vinur móð-
ur minnar og stóru systur, sem var
fjórum árum eldri en hann.
Einu sinni sagði mamma okkur
sögu af því þegar Stefán fór til fram-
haldsnáms á Akureyri á fimmta ára-
tug síðustu aldar. Það þóttu mikil tíð-
indi að drengur frá svo afskekktum
sveitabæ færi slíka för og sjálfsagt
einhverjir álitið að varla hefði hann
erindi sem erfiði. Enda var nokkur
óvissa um styrk hans og stöðu, hann
hafði lært tungumál heima í gegnum
útvarp og tók próf beint inn á þriðja
námsár skólans. Eftir eina prófatörn-
ina hringdi Stefán heim í gegnum
sveitasímann og bað um Jóhönnu
systur sína. Hún spurði hvernig hefði
gengið í prófunum. Ekki nógu vel,
Stefán
Aðalsteinsson
✝ Stefán Að-alsteinsson fædd-
ist á Vaðbrekku í
Hrafnkelsdal 30. des-
ember 1928. Hann
lést á hjúkrunarheim-
ilinu Eir 5. nóvember
2009.
Útför Stefáns fór
fram frá Dómkirkj-
unni 16. nóvember sl.
svaraði Stefán.
Mömmu var nokkuð
brugðið og spurði
hvort hann hefði ekki
náð tilskilinni einkunn?
Jú, ég fékk rétt um 9 í
meðaleinkunn, svaraði
Stefán, en það var
samt einn hærri. Stef-
án varð langhæstur
allra nemenda þegar
kom að stúdentspróf-
inu fjórum árum eftir
að hann hóf nám og
hlaut sérstakan styrk
til háskólanáms.
Þetta lýsir Stefáni vel, hann var
kappsamur til náms og lét almennt
ekki staðar numið í störfum sínum
nema þau teldust fyrsta flokks.
Starfsferill hans og viðurkenningar
af ýmsum toga bera því vitni.
Árið 1967 dvaldi Stefán við nám í
Edinborg ásamt fjölskyldu sinni.
Fyrir milligöngu hans varð að sam-
komulagi að ég færi í vist til borg-
arinnar. Fyrir 17 ára stelpu frá Húsa-
vík varð þessi dvöl sérstaklega
eftirminnileg lífsreynsla. Fjölmiðlar
voru fábrotnir á þessum árum, ein rás
í útvarpi, ekkert sjónvarp og tölvurn-
ar órafjarri. Þennan vetur tengdist
ég fjölskyldu Stefáns tryggum bönd-
um, hún reyndist mér einstaklega vel
og fyrir þennan tíma í mínu lífi er ég
afar þakklát. Þessi örfáu minningar-
orð eru kveðja frá okkur í systkina-
hópnum í Grafarbakka, við vottum
öllum aðstandendum Stefáns okkar
dýpstu samúð og okkur langar að
kveðja frænda okkar með fögru ljóði
eftir bróður hans. Það var flutt við út-
för systur þeirra á Húsavík fyrir
tveimur árum.
Mannlífsins bratta bára
ber okkur milli skerja,
víðfeðmar okkur velur
vegleiðir stundu hverja
markandi mannsins tíma
meitlandi spor í grundir
mótandi margar götur
misjafnar ævistundir.
Lokið er vöku langri
liðinn er þessi dagur,
morgunsins röðulroði
rennur upp nýr og fagur.
Miskunnarandinn mikli
metur þitt veganesti,
breiðir út ferskan faðminn
fagnandi nýjum gesti.
Nú er vík milli vina
vermir minningin hlýja.
Allra leiðir að lokum
liggja um vegi nýja.
Við förum til fljótsins breiða
fetum þar sama veginn,
þangað sem bróðir bíður
á bakkanum hinumegin.
(Hákon Aðalsteinsson.)
Vertu sæll frændi minn og hvíl í
friði.
Kristjana Helgadóttir.
Stefán Aðalsteinsson, föðurbróðir
minn, var mikill öðlingur. Hann var
trúr draumum sínum og gerði þá að
veruleika. Þó að Stefán ætti sér
drauma var hann mjög fjarri því að
vera draumóramaður. Draumóra-
mönnum er stundum legið á hálsi fyr-
ir drauma sína en það er ekki rétt.
Það eru ekki draumarnir sem eru
vandamálið, það eru órarnir. Stefán
var lausari við óra en aðrir menn sem
ég hef þekkt.
Ég ólst upp með systkinunum á
Vaðbrekku í Hrafnkelsdal, hjá afa
mínum og ömmu, foreldrum Stefáns.
Hann var farinn út í heiminn til náms
þegar ég fór að muna eftir mér, en
þar með er ekki öll sagan sögð. Ellefu
manns komust á legg undir handar-
jaðri Aðalsteins og Ingibjargar. Þeg-
ar þeir eldri fóru að heiman lifðu í
dalnum sögur af þeim og íhugunar-
efni fyrir þá yngri. Stefán fór í skóla á
Akureyri, fékk brennandi áhuga á
náminu og námsstyrk, sem þá var
sjaldgæft, en gerði honum kleift að
leggja á brattann í heimi vísindanna.
Leið hans lá út til Noregs í landbún-
aðarháskóla. Skömmu síðar lágu
glæsilegar norskar myndabækur á
eldhúsborðinu heima og við, sem
heima sátum, horfðum stórum aug-
um á myndir af styttum í garði Vige-
lands og glaðhlakkalegum skógar-
höggsmanni með trjáboli á sleða sem
dreginn var af furðu stórgerðu
hrossi. Það var stautað í norskum
myndatextum og fyrir tilverknað
Stefáns voru útlönd komin upp í
Hrafnkelsdal.
Stefán lagði stund á erfðafræði bú-
fjár og gerði merkar uppgötvanir
sem ekki verða raktar hér. Hann
gerði sauðkindina að fræðigrein sinni
og kom á hverju ári og fylgdist með
búskap, heima á Vaðbrekku og ann-
ars staðar og notaði þekkingu sína til
þess að leggja gott til mála. Það er
ekki öllum lagið að ná frama í há-
skólasamfélaginu en vera alþýðlegum
uppruna sínum trúir. Það gat Stefán.
Stefán var glaðlyndur maður.
Hann var framúrskarandi vísinda-
maður og hafði áhuga á menningu og
sögu. Hann orti ágætar vísur og
kvæði og skrifaði skemmtilegar
fræðslu- og barnabækur. Líf hans
einkenndist framar öðru af þeim fal-
lega áhuga sem hann hafði á öllu sem
hann tók sér fyrir hendur. Stefán var
tvígiftur. Með fyrri konu sinni Ellen
Sætre frá Oppegård í Noregi eign-
aðist hann fimm syni. Ellen og sonum
þeirra Stefáns, konum þeirra og
börnum eru hér með fluttar einlægar
samúðarkveðjur frá okkur Dagnýju,
systkinum Stefáns og vandamönnum
þeirra.
Seinni kona Stefáns var Erla Jóns-
dóttir. Þegar Stefán lenti í langvar-
andi veikindum síðustu árin stóð Erla
við hlið hans af ótrúlegum styrk. Það
er mikil gæfa að eiga aðra eins mann-
eskju við hlið sér þegar heilsan bilar.
Systkini Stefáns hafa beðið mig þess
sérstaklega að tjá Erlu, fyrir hönd
fjölskyldunnar, þakklæti fyrir þann
mannkærleika sem hún sýndi í veik-
indum Stefáns. Við hjónin og synir
okkar tökum undir það af heilum hug.
Stefán er dáinn en eftir stendur
minning um mann sem var heill í því
sem hann tók sér fyrir hendur, trúr
sínum uppruna þó að hann kannaði
nýjar slóðir og mikilvæg fyrirmynd
þeim sem í slóð hans gengu. Blessuð
sé minning hans.
Kristján Jóhann Jónsson.
Fleiri minningargreinar um Stef-
án Aðalsteinsson bíða birtingar og
munu birtast í blaðinu næstu daga.
✝
Hjartans þakkir til allra þeirra sem sýndu okkur
samúð og hlýju við andlát og útför elskulegs föður,
sonar, bróður, mágs og frænda,
HJÖRLEIFS GUNNARSSONAR
tæknifræðings,
Melseli 22,
Reykjavík.
Jafnframt sendum við innilegar þakkir til þeirra
frábæru lækna og hjúkrunarfólks sem önnuðust hann í veikindunum.
Sérstakar þakkir sendum við starfsfólki líknardeildar Landspítalans í
Kópavogi fyrir ómetanlega alúð og hlýju í sinni umönnun.
Viktor Freyr Hjörleifsson,
Gunnar Finnsson, Elsebeth Finnsson,
Jóhannes Jacobsen, Jórun Jacobsen,
Kristinn Gunnarsson, Lilja K. Hallgrímsdóttir,
Ásta María Gunnarsdóttir,
Rafn Gunnarsson,
Anna Gunnarsdóttir,
Súsanna Gunnarsdóttir, Jón Vilhjálmsson,
Bylgja Gunnarsdóttir
og frændsystkini.
✝
Innilegar þakkir sendum við öllum þeim er sýndu
okkur samúð, hlýhug og vináttu við andlát og útför
hjartkærrar móður minnar, systur, ömmu okkar og
langömmu,
JÓHÖNNU HINRIKSDÓTTUR,
Aflagranda 40.
Sérstakar þakkir sendum við starfsfólki
Droplaugarstaða fyrir hlýja og góða umönnun.
Guðríður Sigurðardóttir,
Sigríður Hinriksdóttir,
Jóhanna Árnadóttir,
Sigurður Árnason, Brynhildur Tinna Birgisdóttir,
Þórdís Elín Sigurðardóttir.
✝
Innilegar þakkir sendum við öllum þeim sem sýndu
okkur samúð og hlýju vegna andláts ástkærs
eiginmanns, föður, tengdaföður, afa og langafa,
GUÐBJÖRNS N. JENSSONAR,
Fannafold 183,
Reykjavík.
Einnig færum við þakkir til starfsfólks Landspítalans,
deild 11-E og hjúkrunarþjónustu Karitasar.
Guðrún R. Pálsdóttir og fjölskylda.
Morgunblaðið birtir minningar-
greinar alla útgáfudagana.
Skilafrestur | Ef birta á minning-
argrein á útfarardegi verður hún
að berast fyrir hádegi tveimur
virkum dögum fyrr (á föstudegi ef
útför er á mánudegi eða þriðju-
degi).
Þar sem pláss er takmarkað getur
birting dregist, enda þótt grein
berist áður en skilafrestur rennur
út. Greinar, sem berast eftir að út-
för hefur farið fram, eftir tiltekinn
skilafrests eða ef útförin hefur
verið gerð í kyrrþey, eru birtar á
vefnum, www.mbl.is/minningar.
Æviágrip með þeim greinum verð-
ur birt í blaðinu og vísað í greinar
á vefnum.
Minningargreinar