Morgunblaðið - 21.12.2009, Side 2

Morgunblaðið - 21.12.2009, Side 2
2 FréttirINNLENT MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 21. DESEMBER 2009 ILVA Korputorgi, Blikastaðavegi 2-8 112 Reykjavík Opið til 22:00 til jóla einfaldlega betri kostur © IL V A Ís la n d 20 0 9 35% AF ÖLLU JÓLASKRAUTI Christmas. Kúlukerti, háglans. Einnig til gull og silfur. Ø7,5 cm. Verð 495,- NÚ 320,- Ø9 cm. Verð 795,- NÚ 495,- Morgunblaðið Hádegismóum 2, 110 Reykjavík. Sími 5691100 Fréttir ritstjorn@mbl.is Fréttastjórar Sunna Ósk Logadóttir, sunna@mbl.is Sigtryggur Sigtryggsson, sisi@mbl.is Viðskipti vidsk@mbl.is Ívar Páll Jónsson, fréttastjóri, ivarpall@mbl.is Menning menning@mbl.is Umræðan | Bréf til blaðsins Guðlaug Sigurðardóttir, ritstjórnarfulltrúi, gudlaug@mbl.is Minningar mbl.is/sendagrein, Arnór Ragnarsson Íþróttir sport@mbl.is Sigurður Elvar Þórólfsson, seth@mbl.is Víðir Sigurðsson, vs@mbl.is mbl.is netfrett@mbl.is Guðmundur Sv. Hermannsson fréttastjóri gummi@mbl.is Eftir Örn Arnarson ornarnar@mbl.is ÓÁNÆGJA er meðal starfsmanna fjarskiptafyrirtækisins Skipta vegna þess að stjórn félagsins hefur frest- að umsömdum launahækkunum sem taka áttu gildi um áramót. Talsmaður Skipta segir hinsvegar að frestunin byggist á ákvæði sem samið hafi verið um í síðasta kjara- samningi. Skipti tóku ekki þátt í stöðug- leikasáttmálanum svokallaða á sín- um tíma en sömdu hinsvegar við starfsmenn sína um að laun þeirra myndu hækka um 2,5% nú um ára- mótin. Þeirri hækkun hefur hins- vegar verið frestað um hálft ár og tekur hún því gildi í júní. Að sögn Péturs Þ. Óskarssonar, talsmanns Skipta, fylgja Skipti ákvæðum kjarasamnings SA og ASÍ sem stöð- ugleikasáttmálinn byggist á. Í samningnum sem var gerður við Fé- lag íslenskra símamanna í desember í fyrra var sérstaklega tekið fram að kæmi til þess að forsendunefnd ASÍ og SA næðu samkomulagi um breyt- ingu á kjarasamningum skyldi hið sama gilda um þennan samning. Skipti hafa lagt til að félagsdómur verði fenginn til að skera úr um mál- ið, þar sem ágreiningur sé um túlk- un Símamenn eru ekki sáttir við frestunina og í þeirra hópi hefur komið fram sú gagnrýni að Skipti séu að nýta sér ákvæði í stöðug- leikasáttmálanum þegar það henti en sniðgangi á sama tíma þau atriði hans sem eru launþegum til hags- bóta. Félagsmenn FÍS hjá Skiptum hafi ekki fengið 3,5% hækkun í sum- ar eins og almennir launþegar og nú þurfi þeir að bíða enn frekar eftir launahækkunum. Grétar Guðmundsson, formaður FÍS, segir að félagsmenn hafi fundað um málið að undanförnu og að öllu óbreyttu verði frestuninni vísað til félagsdóms eftir áramót. Símamenn ósáttir Skipti fresta launahækkunum sem taka áttu gildi um áramót á grundvelli framlengingar stöðugleikasáttmálans Í HNOTSKURN »Skipti voru ekki aðili aðstöðugleikasáttmálanum. »Sömdu við Félag íslenzkrasímamanna um 2,5% launahækkun um áramótin. »Skipti vilja fresta hækk-uninni vegna framleng- ingar stöðugleikasáttmálans en hún felur í sér frestun á umsömdum launahækkunum þar til í sumar. Eftir Örn Arnarson ornarnar@mbl.is GYLFI Arn- björnsson forseti ASÍ segir grein- armun vera á að- komu Björgvins Thors Björgólfs- sonar, eins stærsta eiganda Verne Holding sem hyggst reisa gagnaver á Suð- urnesjum, að fjárfestingum hér á landi eftir efnahagshrunið og mögu- legum afskriftum í bankakerfinu á lánum svokallaðra útrásarvíkinga til þess að fyrirtæki í þeirra eigu geti verið rekstrarhæf. Fjárfesting Verne sé ný af nálinni – nýtt samstarf með nýjum skuldbindingum – en í hinum tilfellunum sé verið að reyna að bjarga verðmætum, sem gætu síðar gengið upp í mögulegar skaðabóta- kröfur. Alþingi verður að leggja m.a. bönkunum leiðsögn í hvar mörkin liggja og hér sé að hans mati gengið of langt. Gylfi segir að það liggi í augum uppi að bankarnir og fleiri hafi gríðarlega mikla hagsmuni af því að fyrirtæki m.a. á borð við Haga o.fl. komist í gegnum þessa kreppu og að hann geri ráð fyrir að bankarnir gangi fram með hagsmuni sína og kröfuhafa þegar kemur að úrlausnum slíkra fyrirtækja. Á sama tíma verði þó að keyra áfram rannsókn á hruninu og ábyrgð einstakra aðila á því og á endanum leiða þau mál lykta. Ef niðurstaðan verður að þessir ein- staklingar hafi gerst sekir og skapað sér skaðabótaábyrgð þá verði að minnsta kosti einhverjar eignir og verðmæti sem hægt yrði að ganga að. Munur á Björgólfi og Högum Gylfi Arnbjörnsson Forseti ASÍ segir nauðsynlegt að bjarga eignum Jón Ásgeir Jóhannesson Björgólfur Thor Björgólfsson KARL og kona voru handtekin um hádegi í gær eftir háskalegan flótta undan laganna vörðum. Hófst flóttinn í Hafnarfirði þegar lögregla bar kennsl á bíl sem stol- ið var í Árbæ í fyrrinótt. Öku- maðurinn sinnti ekki stöðvunar- merkjum lögreglu og hófst því eftirför. Ökufanturinn ók á ofsahraða um Hraunahverfið og komst út á Reykjanesbrautina. Ók hann mjög greitt til norðurs og hluta leiðar- innar á móti umferð. Ökuferðin tók enda á mótum Fífuhvamms- vegar og Hlíðardalsvegar þegar lögregla ók á bifreiðina til að stöðva hana. Við þetta valt hún og fólkið var tekið höndum en það slapp lítið meitt frá veltunni. Ökumaðurinn er um þrítugt og hefur oft komið við sögu lögreglu. Er hann talinn hafa verið undir áhrifum vímuefna en að sögn lög- reglu liggur ekki fyrir hver vímu- gjafinn var. Í tilkynningu frá lögreglu segir að tveir lögreglumenn hafi leitað á slysadeild að eftirförinni lokinni og að 3-4 lögreglubílar hafi skemmst í henni, þar af einn nokk- uð mikið. Þá skemmdust tveir bílar sem ökufanturinn keyrði á, auk þess sem hið stolna ökutæki stórskemmdist. Mildi þykir að ekki fór verr, en akstur ökufantsins mun hafa skapað stórhættu þar sem margt fólk var á ferli og hann ók um íbúðarhverfi. skulias@mbl.is Flótti á ofsahraða undan laganna vörðum skapaði vegfarendum stórhættu Keyrðu á bílinn til að binda enda á flóttann Morgunblaðið/RAX Verktakar á Austurvöll  Verktakar ætla að aka vinnuvélum sínum að Austurvelli í dag  Skora á stjórn- völd að auka fjárheimildir til framkvæmda og ráðast í arðbærar framkvæmdir VERKTAKAR efna til mótmæla í dag og beinast þau gegn stjórnvöldum. Þeir sem standa að að- gerðunum skora á þingheim að ráðast þegar í stað í arðbærar framkvæmdir til þess að koma hjólum atvinnulífsins í gang. Hilmar Konráðsson, for- stjóri Verktaka Magna og talsmaður mótmæl- enda, segir að staða verktaka um þessar mundir sé alvarleg og að engin önnur starfsgrein hafi orð- ið fyrir jafn miklum samdrætti og jarðvinnu- og byggingariðnaðurinn. Þegar góðærið var í há- marki voru tæplega 18 þúsund störf í þessum geira en í dag telur hann ekki ósennilegt að þau séu einungis um 5 þúsund. Hilmar segir að vertak- arnir sem standa að mótmælunum vilji að fjárveit- ingar ríkissjóðs til framkvæmda verði auknar þar sem engar nýjar framkvæmdir séu ráðgerðar samkvæmt fjárlögum. Mótmælendur hyggjast aka á vinnutækjum sín- um frá Hafnarfirði klukkan 13.45 að Austurvelli en þar er ráðgert að afhenda fjárlaganefndar- mönnum áskorun um úrbætur. Mótmælaakstur- inn fer fram í samstarfi við lögreglu og segir Hilm- ar ætlunina ekki vera að trufla almenna umferð. Menn vilji með akstrinum sýna að að baki vinnu- vélunum standi fólk sem eigi fjölskyldur og vilji eiga sér framtíð hér á landi. ornarnar@mbl.is Morgunblaðið/Árni Sæberg Mótmæli Verktakar ætla að mótmæla í dag.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.