Morgunblaðið - 21.12.2009, Síða 11
Fréttir 11INNLENT
MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 21. DESEMBER 2009
www.noatun.is
GRILLAÐUR
KJÚKLINGUR
KR./STK.
998
MEÐ HEIM
HEITT
Ódýrt,
fljótlegt
og gott!
0000
Jólagjöf
veiðimannsins
www.veidikortid.is
32 vatnasvæði á aðeins kr. 6.000
Fæst hjá N1, veiðivöruverslunum, www.veidikortid.is og víðar
FRÉTTASKÝRING
Eftir Skúla Á. Sigurðsson
skulias@mbl.is
ÖRN Ragnarsson, yfirlæknir heilsu-
gæslusviðs á Heilbrigðisstofnuninni á
Sauðárkróki, segir að við útreikninga
ráðuneytisins sé ekki tekið tillit til
þess að öldrunarstofnanir í Skaga-
firði heyri undir stofnunina. Víða ann-
ars staðar séu slíkar stofnanir reknar
með fjárveitingu frá ráðuneyti félags-
mála. Þar sem sú er ekki raunin hvað
varðar þá starfsemi sem heyri undir
Heilbrigðistofnunina skekki það sam-
anburðinn við aðrar stofnanir þannig
að stofnunin virðist fá hærri fjárveit-
ingar en aðrar sambærilegar stofn-
anir.
Vill Örn meina að með þessum að-
ferðum sé ekki allur sannleikurinn
sagður og ryki sé slegið í augu fólks.
„Við höfum sýnt fram á þetta, það
hefur enginn vefengt það,“ segir Örn
um vankantana sem bent hefur verið
á í reiknilíkani ráðuneytisins. Kvört-
unum hefur ekki verið sinnt, að sögn
Arnar, og segir hann ráðuneytið ekki
hafa orðið við beiðni um að fá upplýs-
ingar um reiknilíkönin.
„Við sýnum fram á það í okkar út-
reikningum að við fáum miklu minna
framlag en aðrar sambærilegar
stofnanir,“ segir Hafsteinn Sæ-
mundsson, forstöðumaður Heilbrigð-
isstofnunarinnar. Hann telur for-
sendur samanburðar ráðuneytisins á
stofnunum ótækar og því sé sam-
anburðurinn ónothæfur.
Refsað fyrir fyrirhyggju?
Álfheiður Ingadóttir heilbrigð-
isráðherra segist ekki vita til þess að
sérstaklega hafi verið deilt um for-
sendur útreikninga ráðuneytisins
hvað varðar niðurskurð til heilbrigð-
isstofnana landsins. Hún segir rétt að
stofnunin þurfi að þola nokkuð meiri
niðurskurð en aðrar stofnanir sem að
jafnaði sæta 7-8% skerðingu fjárveit-
inga þegar litið er til heilbrigðisþjón-
ustunnar sjálfrar og stjórnsýslunnar
innan hennar. Þennan mun segir hún
aðallega koma til af því að hjúkr-
unarrýmum fækki á Sauðárkróki þar
sem þau hafi verið mjög vannýtt. Því
sé fjárveitingin í raun leiðrétt með
þessum niðurskurði.
„Þessi stofnun hefur haft sæmilega
rúmar fjárveitingar og reksturinn
hefur verið mjög góður þannig að hún
er á margan hátt betur í stakk búin til
að takast á við niðurskurð en [aðrar
stofnanir,]“ segir Álfheiður. Örn lítur
þetta öðrum augum. „Það er í raun
verið að refsa okkur fyrir að sýna fyr-
irhyggju,“ segir hann og kveður
stofnunina hafa dregið saman seglin
fyrr á árinu þegar ljóst var að sult-
arólin yrði hert. Því sé í raun höggvið
á ný í sama knérunn.
Frumvarp til fjárlaga fyrir kom-
andi ár liggur nú fyrir fjárlaganefnd
Alþingis sem mun fara yfir það áður
en þriðja umræða um það fer fram í
þinginu.
Gagnrýna aðferðir
heilbrigðisráðuneytis
Deilt um skert framlög til Heilbrigðisstofnunar Sauðárkróks
Skorið niður Samkvæmt fyrirliggjandi frumvarpi til fjárlaga stendur til að
skera fjárveitingar til HS niður um tæplega hundrað milljónir króna.
Í HNOTSKURN
» Til stendur að skera niðurfjárveitingar til Heilbrigð-
isstofnunarinnar á Sauðár-
króki um sem nemur 10%.
» Upphaflega stóð til aðskera niður um 11,3%,
100,8 milljónir, en fallist var á
breytingar við 2. umræðu Al-
þingis um fjárlagafrumvarpið.
» Álfheiður, Hafsteinn ogÖrn hafa öll ritað greinar
eða setið fyrir svörum um mál-
ið í vikublaðinu Feyki.
Örn
Ragnarsson
Álfheiður
Ingadóttir
Óánægja er á Heilbrigðistofn-
uninni á Sauðárkróki með niður-
skurð skv. fjárlagafrumvarpi sem
nú liggur fyrir fjárlaganefnd. Eru
reikniaðferðir heilbrigðis-
ráðuneytisins sagðar ótækar.
Fáðu fréttirnar
sendar í símann þinn